Laugardagur, 9. apríl 2011
Lítil saga um stórt vandamál
Þjóðlegir réttir standa höllum fæti gagnvart yfirþjóðlegum stöðlum. Evrópusambandið vill vel með samræmingu á sem flestum sviðum í þágu markaðarins og samleitni þjóða í álfunni. Í leiðinni straujar sambandið yfir þjóðarsérkenni.
Ef Svíar vilja surströmming að borða og snús í vörina ætti það að vera mál Svía en ekki Evrópusambandsins.
Stóra vandamál Evrópusambandsins er að ,,Evrópumaðurinn" er hugarfóstur valdhafa í Brussel líkt og ,,sovétmaðurinn" var tilbúningur Kremlverja.
Þjóðir með sínum siðum og venjum í menningu, stjórnsýslu og lífsviðhorfum eru raunverulegar. Sambandsríki Evrópu verður fyrst til þegar búið er að afmá þjóðareinkenni meðlimaríkja. Heimurinn yrði fátækari fyrir vikið.
Svíar fá að verka surströmming áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svíar anda nú léttar, eða þyngra, því þeir mega áfram veiða og verka Eystrasaltssíld og framleiða það sem þeir kalla surströmming. Ýmsir hafa fullyrt að þetta sé sú matvara, sem lyktar verst í öllum heiminum.
Sænsk stjórnvöld tilkynntu í gær, að undanþága frá reglum Evrópusambandsins varðandi viðmiðunarreglur um eiturefni yrði framlengd varðandi Eystrasaltssíldina. Sænska matvælastofnunin vildi að undanþágan yrði afnumin vegna mikils magns af eiturefnum, svo sem díoxíns og PCB, sem finnst í síldinni.
Á vef Dagens Nyheter er haft eftir Eskil Erlandsson, byggðamálaráðherra, að hann telji mikilvægt að vernda þessa hefð og raunar allar strandveiðar á Eystrasaltsströnd Svíþjóðar. Hann viðurkennir hins vegar að sjálfur sé hann ekki sérlega hrifinn af surströmming.
Eystrasaltssíldin er látin gerjast í viðartunnum í marga mánuði og síðan sett í niðursuðudósir þar sem gerjunin heldur áfram. Við það bólgnar dósin út og hafa nokkur flugfélög lagt bann við að þessi vara komi inn í flugvélar þeirra vegna hættu á að dósirnar springi. Þegar dósirnar eru opnaðar gýs síðan upp mikill fnykur sem minnir einna helst á rotin egg.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 13:33
– För mig är det viktigt att vi kan bevara traditionen med att äta surströmming, sade Erlandsson, som själv dock inte är särskilt förtjust i den delikatessen.
Livsmedelsverket ville ha bort undantagen mot bakgrund av risken att vissa grupper får i sig för mycket dioxin och PCB som finns i Östersjöfisken.
– Regeringen anser att spridningen av kostråd till dessa grupper ska förbättras. Livsmedelsverket får i uppdrag att intensifiera informationsarbetet, sade Eskil Erlandsson.
Beslutet att förlänga undantagen från EU:s regler handlar inte bara om surströmmingstraditionen, framhöll han. Det handlar också om att rädda det småskaliga fisket längs ostkusten.
– Det handlar om cirka 400 licensierade yrkesfiskare, vilket är ungefär en fjärdedel av hela kåren, sade Erlandsson.
EU har velat ändra reglerna för undantagen till att bara gälla strömming under 17 centimeter. Men enligt Erlandsson gäller förlängningen av undantagen samma regler som tidigare, det vill säga för sill/strömming, lax, öring, röding, rom från siklöja och nejonöga.
http://www.dn.se/nyheter/politik/surstrommingen-ar-raddad
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 13:43
Sænska matvælastofnunin vildi að undanþágan yrði afnumin vegna mikils magns af eiturefnum, svo sem díoxíns og PCB, sem finnst í síldinni.
Beslutet att förlänga undantagen från EU:s regler handlar inte bara om surströmmingstraditionen, framhöll han. Det handlar också om att rädda det småskaliga fisket längs ostkusten
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 13:47
daginn eftir að við göngum inn verður hákarlinn bannaður
Gunnar Rúnarsson (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 15:17
...surströmming bör betrakta som kemiskt vapen. Det kan användas mot människor i stället för gas och pepparspray. I krig kan man utplåna hela militärförband med att bomba med surströmming...
Om Sverige skulle vilja lägga ned EU, räcker det med att slänga surströmming i EU parlamentet och då läggs all verksamhet ned av sig själv...
"Hákarl" är som parfym jämfört med surströmming... ;)
Óskar Arnórsson, 9.4.2011 kl. 17:39
Það verður nú að segjast eins og er að þetta er einhver versti viðbjóður sem ég hef kynnst í gegnum ævina. Mér er mjög minnistætt en þann dag í dag þegar pabbi ákvað að prófa surströmming svona í ljósi þess að þetta væri eitthvað sérsænskt..en fjölskyldan var þá ný flutt til Svíþjóðar. Ég var 7 ára gamall þegar pabbi kom heim með eina svona dollu og lagði dósaopnarann að dolllunni...og um leið og hann stakk gat í dolluna sprakk hún og sprautaðist úr henni um allt eldhúsið...sem betur fer var nú hurðin úr eldhúsinu og útí garð opinn því dósin fékk að fljúga þar út á ljóshraða...lyktin var svo ógeðsleg að þetta er eitthvað það alversta sem ég hef nokkurn tímann komist í tæri við á 38 ára ævi minni og hef ég komist í tæri við ýmsan viðbjóð bæði eitrað og saklaust...
Þegar pabbi ákvað að prófa þetta eftir að hafa heyrt talað um þennan óþverra að þá ljáðist að segja honum að til að hægt sé að opna dós án þess að eyðileggja allt sem þetta kemur nálægt er að opna dósina undir vatni....En þetta er minnig og fyndin slík sem lifir með manni til enda ;-)
Sigurður Árni Friðriksson, 9.4.2011 kl. 20:32
"Stóra vandamál Evrópusambandsins er að "Evrópumaðurinn" er hugarfóstur valdhafa í Brussel líkt og sovétmaðurinn var tilbúningur Kremlverja."
Óvenjulega snilldarleg afgreiðsla á erfiðu máli þar sem lagt er upp með heimsku og þrjósku sem hráefni.
Árni Gunnarsson, 9.4.2011 kl. 22:04
Mér er minnisstætt fyrir allmörgum árum að vinnufélagi minn, íslendingur, sem hafði alið mest allan sinn aldur í Svíþjóð, kom með surströmming til okkar til að hefna þess að hann hafði verið látinn borða hákarl stuttu áður.
Það er ekki að sökum að spyrja, hann vann okkur 10:1 !!!
Svavar Bjarnason, 9.4.2011 kl. 22:10
Einn íslendingur sem ég vann með í Svíþjóð oppnaði svona dós í litlu íbúðinni sem hann bjó í og varð að sofa í bílnum út á bílaplani alla nóttina.
þegar hann kom í vinnuna lyktaði hann eins og hann hefði sofið í útikamri. Hann varð að fá sérstakt fyrirtæki til að þvo alla íbúðinna og gardínum og sófasetti var bara hent á hauganna. Plús að hann hrapaði á vinsældarlistanum í stigaganginum...
Ég tek undir með Sigurði Árna. Þetta er eina lyktin sem hræðir hunda, ketti og skógarbirni sem ég veit um, og á þó að kallast matur...
Óskar Arnórsson, 9.4.2011 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.