Föstudagur, 8. apríl 2011
ESB-skilyrði Framsóknarflokks hafa verið brotin
Framsóknarflokkurinn samþykkti á flokksþingi í janúar 2009 skilyrtan stuðning við umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Í samþykkt Framsóknarflokksins segir um skilyrðið vegna fiskveiðilögsögunnar
Staðfest verði að Íslendingar einir hafa veiðirétt innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og að fiskveiðistjórnun verði áfram innanríkismál Íslendinga.
Þetta skilyrði hefur verið brotið af hálfu utanríkisráðuneytisins sem fer með samningsumboð ríkisstjórnarinnar. Í skýrslu nefndar Evrópuþingsins sem fylgist með samningaviðræðum Íslands og framkvæmdastjórnarinnar í Brussel er að finna eftirfarandi klausu (feitletrun er höfundar)
Parliament also stresses the need for Iceland to bring its fisheries laws into line with EU internal market rules as regards the right of establishment, freedom to provide services and free movement of capital in the fisheries production and processing sectors. Iceland, whose economy is heavily dependent on fisheries, has already stated in its general position on accession that it wishes to maintain some control of fisheries management in its exclusive economic zone.
Þingnefnd Evrópuþingsins hefur það beint eftir íslenskum yfirvöldum að þau óski aðeins eftir að eiga aðkomu að fiskveiðistjórnun (,,some control of fisheries management"). Klausan hér að ofan sýnir einnig óvefengjanlega að forsendur utanríkisráðuneytisins eru að Ísland lagi sig að fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Framsóknarflokkurinn þarf að taka afgerandi afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu til að almenningur viti hvar flokkurinn stendur í stærsta deilumáli næstu kosninga - sem verða fyrr en varir.
Harka í ESB-umræðum Framsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað þýðir "to maintain SOME control" hjá ESB sinnum?
Bara að fá að ráða pínu litlur. ..Bara smá?
Kanski að fá að stimpla á skipanirnar frá Brussel?
jonasgeir (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 13:25
páll ertu að missa þráðinn. það sem þú undirstrikar eru hreinar smáhnetur (peanuts) samanborið við fyrri hluta málsgreinarinnar. "and free movement of capital in the fisheries production and processing sectors". er ekki verið að taka sneið af einhverjum líú kökum hérna. þarftu ekki að berjast gegn því.
fridrik indridason (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.