Jóhanna: þingkosningar á næsta leiti

Afsvar forsætisráðherra við kröfum SA um að ríkisstjórnin leggi spilin á borðið í kvótaumræðunni táknar það eitt að Samfylkingin gerir ráð fyrir kosningum á næstunni og ætlar að eiga kvótamálin sem kosningamál.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra reyndi fyrst að fá Framsóknarflokkinn til liðs við ríkisstjórnina en tókst ekki. Undanfarið liggur Össur utan í Bjarna Ben. og vill mynda nýja stjórn án kosninga með Sjálfstæðisflokknum. Bjarni er með takmarkaðan áhuga og flokkurinn alls engan.

Burtséð frá niðurstöðunni á morgun, í kosningum um Icesave, verða alþingiskosningar á næstu mánuðum.


mbl.is Stálin stinn mætast yfir kvótamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er virkilega vonandi að þessi spá þín sé rétt Páll.

Því miður eru líkur á að Steingrímur haldi fast í stólinn, jafnvel svo að hann gangi í einu og öllu að kröfum Samfylkingar.

Líf þessarar ríkistjórnar er í raun löngu lokið, reyndar má með góðum rökum segja að hún hafi verið andvana fædd. Verk hennar bera skýr merki þess.

En hún situr enn og eins víst að svo muni verða um einhvern tíma enn.

Jóhanna gerir allt sem henni er unnt til að forðast stjórnarslit. Hún þarf að koma sínum áherslum á breytingu stjórnarskrár fyrst, svo hægt verði að ganga frá samningi við ESB. Því mun hún gera allt sem hún getur til að stjórnin lafi að minnsta kosti fram á haust!

Gunnar Heiðarsson, 8.4.2011 kl. 08:05

2 identicon

Vonandi reynist spá Páls rétt.

En ég efast um það.

Menn verða að átta sig á við hverja hér er að eiga.

Annars vegar valdasjúka öfgamenn og hins vegar siðlausa varðliða glæpalýðs sem lagði heilt samfélag í rústir.

Þetta fólk fer ekki frá völdum af eigin hvötum.

Til þessu hagsmunirnir of miklir og sameinandi.

Annars vegar er um að ræða valdasjúklinga sem hyggjast breyta Íslandi í kommúnískt helvíti.

Hins vegar siðleysingjar sem halda hlífiskildi yfir glæpalýðnum og deilir út fyrirtækjum og öðrum gæðum til útvalinna þ. á m. til þeirra manna sem settu þjóðfélagið á hvolf.

Ég tel að uppreisn eða bylting sé það eina sem geti komið þessu hættulega og spilta fólki frá völdum.

Karl (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 08:14

3 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ég vona að þú hafir rétt fyrir þér Páll.

Vilhjálmur Stefánsson, 8.4.2011 kl. 11:45

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Karl..það sem lítur út fyrir að vera "kommúnístistk helvíti" er í raun kleptokratískt  einræði, rétt eins og í nýja sovét. Parameterarnir hafa breyst. Nú eru lobbyistar græðgisaflanna ekki lengur á göngum þinghúsa með bitling sína heldur sitja þeir í þingsætuum og ráðherrastólum. Markmiðið er lénskipulag fyrri alda fyrir nýjan aðal.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.4.2011 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband