Fimmtudagur, 7. apríl 2011
Gylfi án umboðs ASÍ
Icesave-sinnar eru í bakkgír frá stuðningi við já-atkvæði á laugardag. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands viðurkennir að hann hafi án umboðs samtakanna hvatt til stuðnings við Icesave-samninginn.
Gylfi styður tapaðan málstað og vill eiga mótspyrnu þegar sótt verður að honum eftir 9. apríl á þeirri forsendu að hann hafi umboðslaus sagt, beint eða óbeint, að ASÍ styddi Icesave-samning ríkisstjórnar Jóhönnu Sig.
Gylfi ætti að stíga skrefið til fulls og hvetja til þess að fólki segi nei á laugardag.
Gylfi: Ekki afstaða ASÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gylfi Arnbjörnsson yfirjólasveinn ASÍ Elítunnar stendur eftir berstrípaður.
Hótnir hans og Vilhjálms Egilssonar við þjóðina voru kornið sem fyllti mælinn.
fullorðið fólk trúir nefnilega ekki á jólasveina.
En andstæðingar ICESAVE hefðu ekki getað fengið betri meðmæli með málstað sínum þ.e. að þessir bullustrokkar ætluðu að segja já og hóta fólki ef það gerði það ekki líka.
Það má segja að loksins, reyndar alveg óvart, hafii þessum kumpánum tekist að vinna þjóð sinni gagn.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 11:07
Frétt Morgunblaðsins áðan; Bankar styrkja Áfram
Gunnar Rögnvaldsson, 7.4.2011 kl. 12:50
Og svo er það Guðmundur Gunnarsson í Rafiðnaðarsambandinu. Hann hefur heimtað ICESAVE1 + 2 + 3. Og nú er hann líka farinn að hóta eins og Gylfi og Vilhjálmur og ICESAVE-STJÓRNIN sjálf. Ekkert nema Kúba norðursins og ísaldir ef við ekki samþykkjum kúgunarsamninginn. Hví kemst þetta ICESAVE-LIÐ upp með að hóta okkur og ógna??
Elle_, 7.4.2011 kl. 19:01
Burt með þetta ömurlega lið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2011 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.