Fullveldisfylgið á leið til Framsóknarflokks

Um 25-30 prósent þjóðarinnar er alfarið og eindregið á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Fullveldið er mál árhundruða á meðan mest önnur stjórnmál eru misserismál ef ekki dægurflugur. Fullveldisfylgið fer til þess flokks sem tekur skýrasta afstöðu gegn Evrópusambandsaðild.

Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti á landsfundi fyrir ári einarða ályktun gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu og krafðist þess að umsókn um aðild yrði dregin tilbaka. Forysta flokksins er aftur á móti lin í málinu og Icesave-klúðrið dregur enn úr trúverðugleika hennar að virða fullveldið einhvers.

Framsóknarflokkurinn hefur á að skipa kraftmiklum þingmönnum í ESB-andstöðu eins og Vigdísi Hauks og Gunnari Braga. Formaðurinn Sigmundur Davíð er leiðandi Icesave-umræðunni og hvergi látið bilbug á sér finna þótt tilboðum hafi rignt yfir hann frá Samfylkingu.

Fullveldisfylgið er á leiðinni til Framsóknarflokksins. Afgerandi andstaða flokksins við aðild Íslands að Evrópusambandinu, sem yrði staðfest og yfirlýst á flokksþingi um helgina, færi langt með að tryggja Framsóknarflokknum yfir 20 prósent fylgi í komandi kosningum.

 


mbl.is Stjórnarflokkarnir tapa fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Samtök Fullveldissinna eru:

  • Alfarið á móti IceSave-ríkisábyrgð
  • Alfarið á móti ESB-aðild
  • Skuldlaus og þau einu sem skiluðu ársreikningi á réttum tíma
  • Opin fyrir nýjum félagsmönnum

Guðmundur Ásgeirsson, 6.4.2011 kl. 21:52

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ég les þig reglulega Guðmundur og hrífst af eldmóði þínum. Stjórnmálakerfið hjá okkur er þannig úr garði gert að nánast þarf byltingarástand til að ný framboð eigi raunhæfa möguleika. Slíkt ástand gæti skapast fyrr en varir þess vegna ágætt að þú sért í startholunum. Góðar kveðjur til þín.

Páll Vilhjálmsson, 6.4.2011 kl. 22:00

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Nauðsynlegt að minna fólk á mikilvægi fullveldisin. Þakka þér Páll.

Ragnhildur Kolka, 7.4.2011 kl. 05:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband