Miðvikudagur, 6. apríl 2011
Valdarán Jóns Baldvins
Fyrrum formaður Alþýðuflokksins og guðfaðir Samfylkingarinnar, Jón Baldvin Hannibalsson, segir forseta lýðveldisins hafa framið valdarán með því að vísa Icesave-samningnum til þjóðaratkvæðis. Forsetinn hafi tekið völdin af alþingi og brýnir Jón Baldvin þingmenn til dáða að láta ekki þar við sitja.
Forseti Íslands beitti ákvæði stjórnarskrárinnar um að synja lögum staðfestingar fyrst árið 2004 þegar hann sendi fjölmiðlalögin í þjóðaratkvæði. Það var fyrir þrýsting frá Samfylkingunni og auðhringnum Baugi sem Ólafur Ragnar ákvað að veita ríkisstjórn Davíðs Oddssonar þungt pólitískt högg.
Ríkisstjórnin sá sitt óvænna og dró fjölmiðlalögin tilbaka. Eftirmál urðu þau að ekkert þjóðfélagsafl gat staðið upp í hárinu á auðmönnum kenndum við útrás. Stjórnmálaflokkar voru keyptir af auðmönnum með manni og mús og meðhlauparar réðu ríkjum í fjölmiðlum.
Valdaránið var framið vorið 2004, Jón Baldvin.
Athugasemdir
Þetta er nákvæmlega málið.
Auðvitað átti þingið að bregðast til varnar og hrinda valdaráni þessa vitleysings árið 2004.
En þá þjónaði það pólitískum skammtímahagsmunum Samfylkingarinnar að styðja forsetann i valdaráninu.
Og auðvitað líka hagsmunum auðmanna sem keyptu flokkinn og marga fulltrúa hans.
Nú telur JBH henta að vekja athygli á valdaráni forsetans.
Auðvitað framdi forsetinn valdarán.
En það var með stuðningi Samfylkingar og annarra taglhnýtinga glæpalýðsins.
Þetta eru dæmigerð óheilindi Samfylkingarinnar.
Ógeðslegur flokkur.
Karl (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 18:24
Valdarán Jóns Baldvins nær lengra aftur í tímann en þetta, Páll.
Það varð þegar hann sá til þess að Ísland gerðist aðili að EFTA og tengdist þannig EB, nú ESB, föstum böndum. Þetta er eitt versta valdarán sem fram hefur farið hér á landi, fram til þessa. Ekki fengu landsmenn að kjósa um þennan samning.
Afleiðingar þessa samnings er t.d. bankaútrásin, en hún var möguleg vegna þessa samnings. Framhaldið þekkjum við vel.
Næsta valdarán, eða öllu heldur fullnusta þess valdaráns sem Jón Baldvin hóf í upphafi tíunda áratug síðustu aldar, mun svo verða innganga í ESB!
Þá hefur Jón Baldvin unnið fullnaðar sigur!!
Gunnar Heiðarsson, 6.4.2011 kl. 18:27
Nú þarf að brýna liðsmenn,raðirnar eitthvað að riðlast?? Ó guð enn það puð,til að koma liðinu í stuð.
Helga Kristjánsdóttir, 6.4.2011 kl. 18:36
Jú, Baugur og Samfylkingin kynntu undir ákvörðun forsetans en gleymum ekki þætti Vg. Þá heyrðust engin andmæli úr þeirri átt og vildu menn ólmir drífa í allsherjaratkvæðagreiðlu sem fyrst.
Nú hefur eitthvað slegið í baklás með þá gleði.
Ragnhildur Kolka, 6.4.2011 kl. 20:12
Á Gunnar ekki við EES-samninginn?
Skúli (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 23:47
Jú vissulega!
Gunnar Heiðarsson, 7.4.2011 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.