Þriðjudagur, 5. apríl 2011
Fullveldi og viðskiptavædd Samfylking
Ef gjaldmiðillinn er ekki rétt skráður er Ísland ekki fullvalda ríki, segir Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar. Flokksbróðir Helga, Róbert Marshall, lítur svo á að ríkisborgararétt í ófullvalda ríkinu megi vel gera að söluvöru og selja helst auðmönnum með vafasamt orðspor.
Samfylkingin er hvorki með siðferðilega kjölfestu né heilbrigða dómgreind. Viðskiptavæðing samfélagsins sem kennd er við útrásina varð að pólitískri stefnu Samfylkingarinnar.
Búðarlokusál Samfylkingarinnar skilur veröldina aðeins í samhengi við krónur og aura.
Þjóð í höftum er ekki fullvalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Opin búð í Haukadal,hjá Roberti Marchall.
Helga Kristjánsdóttir, 5.4.2011 kl. 14:22
Munum að efnahagur landsins hrundi aðeins ári eftir að Samfylkingin settist í fyrsta skiptið í ríkisstjórn. Maður veltir fyrir sér hver sé hinn eini og sanni hrunflokkur landsins, flokkurinn sem er sambræðingur úr 4 eldri flokkum og er því í raun fjórflokkur.
Jóhannes (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 16:21
Nú er þetta lið farið að hóta því að engir samningar verði gerðir falli Icesave sbr. hrokafullt svar Guðmundar Gunnarssonar til Hrafns Gunnlaugssonar.
Nei er í stórsók og örvænting fer vaxandi hjá klafasinnum.
Mörður Árnason segir já.
Það nægir mér.
Fyrst fellur stjórnin.
Svo þingið.
Og svo verlaýðsforystan.
Karl (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.