Þriðjudagur, 5. apríl 2011
Össur lofar stjórnarskiptum eftir 9. apríl
Ríkisstjórnarflokkarnir óttast að einhverjir kjósendur kynnu að segja nei í Icesave-kosningum laugardaginn 9. apríl aðeins til að losna við Jóhönnustjórnina. Össur Skarphéðinsson yfirplottari Samfylkingarinnar lætur þau boð út ganga á Eyjunni að þjóðin fái nýja stjórn óháð niðurstöðu kosninganna.
Össur, eins og menn vita, er hvorki sjálfhælinn né ómerkingur orða sinna. Hann fær skrifað á Eyjunni
Einna eindregnastur á þessari skoðun er Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, sem heldur góðu talsambandi við forystumenn annarra flokka og þar með möguleikum á samstarfi. Hann aðhyllist nánara samstarf við Sjálfstæðisflokkinn enda sé viðbúið að framsóknarmenn einangri sig enn frekar málefnalega á komandi flokksþingi.
Össur og Bjarni Ben. eru sem sagt mestu mátar og ætla að mynda ríkisstjórn strax í næstu viku.
Athugasemdir
Það fer um mann hrollur! Sú ríkisstjórn sem nú situr er gjörsamlega óhæf og á að fella hana sem fyrst.
Það er ekki þó þar með sagt að eitthvað verra eigi að koma í staðinn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegar brent sig á samstarfi við Samfylkingun. Það er ljóst að hún er ekki samstarfshæf, hefur aldrei verið og mun aldrei verða! Brennt barn forðast eldinn, það er vonandi að Sjálfstæðismenn hafi jafna eða meiri skynsemi en barn.
Ef spár Össurar ganga eftir, sem væri reyndar alveg nýtt, og stjórnin springur, á skilyrðislaust að boða til kosninga. Þeir þingmenn sem nú sitja á þingi fengu umboð sitt á fölskum forendum. Þjóðin var enn í losti þegar kosið var og hrunskýrslan ekki verið gefin út.
Við opinberun hennar kom í ljós að nokkur hópur manna hafði smiglað sér inn á þing, hópur sem ekkert erindi átti þangað eftir það sem á undan hafði gengið.
Einn úr þeim hópi er sjálfur þriðjupersónumaðurinn Össur Skarphéðinsson!
Gunnar Heiðarsson, 5.4.2011 kl. 11:56
Össur er bara kjaftaskur. Bjarni Ben er áttviltur
Vilhjálmur (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.