Ókeypis að segja Icesave-nei

Eignir Landsbankans duga fyrir Icesave-skuldinni. Af því leiðir geta Íslendingar haldið sjálfsvirðingunni og sagt nei á laugardaginn kemur án þess að hafa minnstu áhyggjur af framhaldi málsins. Vitanlega munu hvorki Bretar né Hollendingar hreyfa legg né lið gegn Íslandi vitandi að þrotabú Landsbankans á fyrir skuldinni.

Það eru ekki nei-sinnar sem halda því fram að eignir Landsbankans dugi fyrir Icesave-kröfunum. Hægri hönd fjármálaráðherra, Björn Valur Gíslason þingmaður, er þeirrar skoðunar. Björn Valur vísar í umfjöllun Fréttablaðsins, sem er já-blað, um að eignir Landsbankans séu vanmetnar.

Þegar fyrir liggur að Bretar og Hollendingar fá sitt greitt úr þrotabúi Landsbankans er engin ástæða fyrir Íslendinga að samþykkja Icesave-samninginn á laugardaginn kemur. Við skulum sæl og glöð sameinast um að segja nei. Þar með staðfestum við meginregluna að skuldir óreiðubanka í einkaeigu er ekki mál skattborgaranna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammàla. Làtum ùtràsarhyskid borga. Af hverju er Lyf og heilsa ekki tekin upp ì skuldir Karls Wernerssonar vid thjòdina? Talsvert fengist fyrir öll apòtekin hans, sem eru um 30 ad tölu.

Steini (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 09:12

2 identicon

Vá, fyrst málið er svona einfalt þá er JÁ auðvitað mun betri kostur. Þá mun traust alþjóðasamfélagsins á Íslandi aukast, lánshæfismat verður ekki lækkað og við losnum við alla málsmeðferð fyrir dómstólum og pólitískar þvinganir sem fylgja í kjölfar dóms! 

Og það kostar ekki krónu því eignirnar duga fyrir öllu! 

Guðmundur (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 10:29

3 identicon

Ég er enn í vafa um, hvað beri að gera á laugardaginn. En rökin, sem hér birtast eru rök fyrir að segja já við Icesave. Ef öruggt er, að eignir Landsbankans dugi fyrir Icesave, tökum við enga áhættu með því að segja já við Icesave. Græðum þá velvilja ráðandi afla í Evrópu, en töpum sjálfsvirðingunni að nokkru, því auðvitað eigum við ekki að þurfa að greiða skuldir óreiðumanna. Nei við Icesave gæti þýtt, að Icesave stökkbreytist, hækki úr 600 milljörðum í 1200 milljarða, enda gætum við þá þurft að greiða öllum, sem lögðu inn á Icesave alla þeirra innistæðu, en ekki aðeins upp að tilskyldu lágmarki, eins og gert er ráð fyrir í Icesavesamningnum. Sá sem skrifar greinina hér að ofan, vill greinilega að við segjum já við Icesave, því rök hans eru öll á þann veg. Þetta er furðuleg leið til að koma skilaboðum um já við Icesave á framfæri.

Sigvaldi Ásgeirsson (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 12:09

4 identicon

Með JÁ er tryggt að ábyrgir auðrónar og embættis - stjórnmálamenn sem gengu erinda þeirra sleppa við að standa ábyrgir gerða sinna gagnvart þjóðinni.

Það er augljóst að peningaöflin á bak við Áfram svífast einskyns við að tryggja að svo verði.

Fjórflokkurinn gerði augsýnilega samkomulag um að Sjálfstæðisflokkurinn bjargaði Icesave III atkvæðagreiðslunni og um leið ríkisstjórninni með þá Bjarna og hinum "traustvekjandi" ælusleikjandi þingmanninum þeirra, Tryggva Herberts fremsta í flokki.  Í staðin var gengið frá í samningnum að Bretar og Hollendingar kæmu hvergi að því að hafa upp á peningunum eða koma böndum yfir sannanlega og grunaða glæpa - og ábyrgðarmenn hrunsins.  Eitthvað sem var þó inn í glæsisamningi Svavars að þeir tækju fullan þátt í að gera.

Ótrúlegur sóðaskapur og farsi Steingríms og Björns Vals til að hindra að þjóðin fái að sjá sundurliðaðan kostnað varðandi Icesave samningavinnuna er þess eðlis að í hvaða bananalýðveldi sem er hefði verið gerð uppreisn íbúanna.  Umboðsmaður Alþingis hefur barið í borðið, en óvíst að það dugi fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna þegar slíkir menn eru annarsvegar.

Vandamál þjóðarinnar er að það eru vinstri menn sem standa að baki JÁ - inu og verja spillinguna í stjórnvöldum og eigendum ríkisstjórnarinn auðrónana með Jón Ásgeir og Björgólfsfeðga fremsta í flokki.

Ef að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn væru við völd og frammámenn þeirra hefðu hagaða sér eins og þeir félagar Steingrímur og  Björn Valur, og síðan hefðu JÁ - áróðurs og spunaliðið á bak við sig, yrði blóðug uppreisn í þjóðfélaginu undir merkjum NEI við Icesave III. 

Því miður eru hægrimenn og þekktur ræfils og gunguskapurinn sem þeim fylgir í stjórnarandstöðu.  Enda hafa þeir alltof miklum hagsmunum að gæta að málið hverjir bera ábyrgð hverfi hægt og rólega eins og óþefurinn af ælunni sem þessir "höfðingjar" ætla að sleikja upp til að tryggja eigendur sína of flokkanna.

JÁ þýðir ÁFRAM með Jón Ásgeir, Björgólfana og alla spillingar og auðrónana sem bera mesta ábyrgð á hruninu.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband