Mánudagur, 4. apríl 2011
ESB-fíll í postulínsbúð norðurslóða
Evrópusambandið lítur á Ísland sem stökkpall til norðurslóða. Evrópusambandið telur sig geta gert tilkall til áhrifa á norðurslóðum gangi Ísland í sambandið. Það kemur skýrt fram í nýlegu áliti þingnefndar Evrópuþingsins um ávinninginn af Íslandi.
Considers that Icelands accession to the EU would enhance the Unions prospects of playing a more active and constructive role in Northern Europe and in the Arctic, contributing to multilateral governance and sustainable policy solutions in the region; regards positively Icelands participation in the Nordic Council as well as in the EUs Northern Dimension Policy, the Barents Euro-Arctic Council and the Arctic Council, which is the main multilateral forum for cooperation in the Arctic; believes that Icelands accession to the EU would further anchor the European presence in the Arctic Council
Á hinn bóginn er Evrópusambandið með stefnumál sem ganga þvert á grundvallarhagsmuni þjóða á norðurslóðum. Evrópusambandið krefst þess af Íslendingum að þeir hætti hvalveiðum áður en kemur að inngöngu og er það ítrekað í nefndarálitinu.
Ekki nóg með að ESB krefst hvalveiðibanns heldur beitir sambandið sér gegn selveiðum og heggur enn í knérunn undirstöðuhagsmuna strandveiðiþjóða. Ísland tók nýverði þátt í að andæfa viðskiptahindrunum ESB með selaafurðir.
Á norðurslóðum yrði Evrópusambandið eins og fíll í postulínsbúð. ESB hefur engan skilning á hagsmunum strandríkja á Norður-Atlantshafi og þess vegna eiga Íslendingar ekkert erindi í Evrópusambandið.
Athugasemdir
Nei við eigum ekkert erindi i ESB ,en við þurfum að styrkja samband Norðurslóða og eitt af þvi er að segja NEI við Icesave Og tryggja að við rjúfum ekki það samstarf Norðurlanda sem gæti svo auðveldalega rofnað við að samþykkja aðgöngumiðann að ESB ...Icesave .......Og stórskemma Norðurslóðir og það sem okkur dýrmætara öðru til framtiðar .............
ransý (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 19:25
Mikið væri indælt ef menn gætu séð bæði kosti og galla en ekki bara annaðhvort. Ég held að það sé mikil viska fólgin í slíkum hæfileikum. Það væri gaman að heyra frá þér, Páll um hvaða kosti Evrópusambandsaðild hefði fyrir okkur Íslendinga...
Kveðja Guðbjartur
Guðbjartur (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 21:29
Sæll Páll.
Það er greinilegt hvernig þetta valdagíruga apparat ætlar sér að nýta sér hugsanlega innlimun Íslands til þess að koma Valdaelítunni í Brussel til áhrifa og valda á Norðurslóðum.
Varðandi spurningu Guðbjarts um kostina við ESB aðild. Þá get ég aðeins svarað fyrir mig að ég sé ákaflega fáa kosti eða eiginlega enga kosti við ESB aðild fullvalda smáþjóðar eins og okkar íslendinga. Fámennrar þjóðar með gríðarlegar auðlyndir og meiri þjóðartekjur heldur en flest ESB ríkin. En ókostirnir og gallarnir eru fjölmargir. Páll hefur verið duglegur að leiða þá fram með sterkum rökum.
Einhverjir myndu kannski nefna alla styrkina sem okkur biðust með ESB aðild. Jú það er rétt alls konar styrkir væru í boði til allskonar misviturra verkefna, sem myndu reyndar jafnframt í heildina litið mismuna og skekkja samkeppnisstöðu atvinnulífsins, þó svo að einhverjir styrkjana yrðu til góðs. Þá er það staðreynd að þessir styrkir skila afskaplega litlu nettó og bara að sækja um styrkina kostar óhemju fé líka til þeirra sem enga styrki fá. En að auki myndum við sem rík og fámenn ESB þjóð þurfa að greiða alla þessa fjármuni sem notaðir væru í þessa styrki fyrst til Brussel og skriffinnarnir þar síðan útdeila þeim eins og ölmusu fé til verkefna hérlendis. Ísland myndi allta greiða miklu meira inní sjóði ESB apparatsins heldur en að við gætum vænst að fá út úr þeim í staðinn. Svo býður svona styrkjakerfi uppá endalausa spillingu og misbeitingu fjármagns.
Þannig hafa Finnar frá 1994 alltaf greitt hundruðum milljóna Evra meira inní ESB apparatið heldur en þeir hafa fengið útúr því, utan 1 ár er þeir fengu örlítið meira útúr sjóðunum en þeir greiddu inn. Talið er að þetta yrði mjög svipað hér ef að við álpuðumst við að ganga þessu skrifræðis bákni á hönd.
Þó sumir sjái kosti við ESB styrkina, þá sé ég alls enga kosti við svona rándýrt og flókið millifærslusukk með tilheyrandi spillingu og sóun á almanna fé.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 09:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.