Icesave og evrópskt atvinnuleysi

Rök sem notuð eru fyrir því að Íslendingar samþykki Icesave-samninginn er að atvinnuleysi mun minnka hér á landi ef við látum undan kröfum Breta og Hollendinga. Áköfustu talsmenn Icesave-já eru jafnframt aðildarsinnar og vilja Ísland í Evrópusambandið ásamt ríkisstjórnarhluta Samfylkingarinnar.

Að svo miklu leyti sem Icesave-já eykur líkur á að ríkisstjórnin sitji áfram og Össur utanríkisráðherra haldi áfram að aðlaga Ísland inn í Evrópusambandið er já ávísun á atvinnuleysi.

Í Evrópusambandinu er atvinnuleysi að meðaltali um 10 prósent og hefur verið það lengi. Á Íslandi er atvinnuleysið um 8,5 prósent og þykir hátt.


mbl.is Enn eykst atvinnuleysið á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Körfuhafarnir í þrotabúi Landsbankans sem eru mörg stærstu fjármálafyrirtæki veraldar vinna nú að því með færustu lögmönnum í heimi að reyna að hnekkja neyðarlögunum. Ef þeim tekst að hnekkja neyðarlögunum þá verða innistæður ekki lengur forgangskröfur í þrotabúi Landsbankans. Ef þessum aðilum tekst að hnekkja neyðarlögunum þá þýðir það að þessir aðilar munu fá stærstan hluta þrotabúsins í sinn hlut. Lítið fæst þá upp í Icesave innistæðurnar. Ef við samþykkjum Icesave samninginn þá erum við að ábyrgjast að greiða Bretum og Hollendingum Icesave óháð því hvort neyðarlögin halda.

Þessir aðilar eru að reyna að hnekkja neyðarlögunum fyrir íslenskum dómstólum með því að leggja til grundvallar stjórnarskrárvarinn eignarétt sem er skýr í íslensku stjórnarskránni annars vegar og í Mannréttindayfirlýsingu Evrópu hins vegar. Sjá þessa frétt hér og viðbrögð talsmanns þessara lánadrottna við dómi héraðsdóms um heildsöluinnlánin nú fyrir helgi:  Erlendir kröfuhafar: Dómur Héraðsdóms gegn stjórnarskránni. 

Vel getur farið svo að það verði fyrst þegar Mannréttindadómstóll Evrópu kveður upp sinn dóm eftir 3 ti 5 ár að við vitum hvort neyðarlögin halda. Vel getur farið svo að þá fyrst vitum við hvort eignirnar sem eru í þrotabúi Landsbankans verða til ráðstöfunar upp í Icesave. Ef neyðarlögunum verður hnekkt þá vegna ríkisábyrgðarinnar, þá falla þessir 674 ma. sem það kostar að tryggja lámarksinnistæðurnar á Icesave reikningunum, þær falla þá að stórum hluta til á ríkissjóð. Það er að segja ef við samþykkjum Icesave samninginn þann 9. apríl nk.

Þetta staðfesti Lee Buchheit í viðtali í Silfrinu á sunnudaginn. Verði neyðarlögunum hnekkt sagði hann, þá falla gríðarlegar skuldbindingar á ríkissjóð. Lee Buchheit upplýsti líka að það er gert ráð fyrir þessum möguleika í Icesave samningnum. Hann sagði að menn hefðu reiknað með því að þetta gæti gerst. Þess vegna er gert ráð fyrir því í Icesave samningnum að það geti tekið ríkissjóð næstu 37 árin að greiða upp Icesave.

Þess vegna má ekki veita þessa ríkisábyrgð. Þess vegna má ekki samþykkja Icesave.

Gerum okkur grein fyrir því að þetta Icesave mál er rétt að byrja hvort heldur þjóðin velur já eða nei á laugardaginn. Gríðarleg óvissa mun ríkja um afdrif þessa máls þar til dómur fellur fyrir Hæstarétti og hugsanleg í framhaldi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu hvort neyðarlögin halda. Sérstaklega mun þessi óvissa plaga okkur ef við samþykkjum Icesave og veitum þessa ríkisábyrgð.

Ég minni á að ef við höfnum Icesave 3 og neyðarlögin halda þá fá Bretar og Hollendingar vegna neyðarlaganna, 94% af sínum ýtrustu kröfum, þ.e. tæpa 1.200 ma.  Sjá þennan pistil hér:  Felli þjóðin Icesave 3 fá Bretar og Hollendingar samt 94% af sínum ýtrustu kröfum.

Ef við segjum NEI þá borgum við sjálf ekki neitt næstu árin og engin ríkisábyrgð verður veitt. Málið fer þá fyrir dómstóla og þá gefst tækifæri til að taka tillti til þess hvort neyðarlögin halda eða ekki. Eins gefst þá tækifæri, ef menn vilja, til að bjóða Bretum og Hollendingum aftur að samningaborðinu þegar réttaróvissunni um neyðarlögin hefur verið eytt.

Ef við segjum JÁ og neyðarlögin halda ekki þá falla gríðarlegar fjárhæðir á ríkissjóð og þjóðin verður skattpínd og sliguð næstu 37 árin að borga Icesasve.

Að samþykkja Icesave meðan það ríkir réttaróvissa um það hvort neyðarlögin halda er óásættanlegt gambl.

Að segja NEI er eina skynsamlega leiðin út úr þessu klúðri.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 4.4.2011 kl. 12:49

2 identicon

Röksemdir Friðriks H. Guðmundssonar fyrir því afhverju við eigum að segja NEI við ICESAVE eru einhver allra sterkustu rök sem ég hef heyrt fyrir því að þjóðin segi þvert NEI við ICESAVE ríkiábyrgðinni.

Þessi sterku hans og vel rökstuddu skýringar eyða öllum vafa fyrir mér um það að þjóðin verður að segja NEI við þessari ólögvörðu og baneitruðu Ríkisábyrgð á ICESAVE kröfum Breta og Hollendinga.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 13:39

3 Smámynd: Elle_

Við segjum NEI við þessari ICESAVE kúgun.

Elle_, 5.4.2011 kl. 23:49

4 Smámynd: Elle_

Og ég vil bæta við hvað allt sem Friðrik Hansen skrifar um ICESAVE er skýrt og vandað.  Hann er ekki verkræðingur fyrir ekkert. 

Elle_, 6.4.2011 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband