Fimmtudagur, 31. mars 2011
Siðleysi á æðstu stöðum
Þingmaður stjórnarmeirihlutans og formaður allsherjarnefndar, Róbert Marshall, vill falbjóða útlendingum íslenskt ríkisfang og óskar eftir samstöðu um málið á alþingi. Viðskipti með ríkisborgararétt eru siðlaus.
Viðskiptahugmynd Róberts Marshalls er af sama stofni og hugrenningar aðstoðarmanns forsætisráðherra um að það sé sama hvaðan ,,gott kemur" þegar til umræðu voru lög handa skjólstæðingi Samfylkingar, Björgólfi Björgólfssyni ábyrgðarmanni Icesave, sem í félagi með samfylkingarmanninum Vilhjálmi Þorsteinssyni á hálfbyggt gagnaver á Miðnesheiði.
Útrásin ól af sér siðleysingja sem þarf að einangra og gera óskaðlega með því að hleypa þeim hvergi að þar sem völd og áhrif eru annars vegar.
Umsóknirnar vekja ugg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tengsl Samfylkingar og spilltra auðmanna hafa lengi verið ljós.
Og Samfylkingin er ekkert að breytast. Ekkert. Hún bara versnar.
Vonandi að hún sé að verða svo slæm að hún se brátt dauðvona.
jonasgeir (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 14:31
Ól útrásin af sér siðleysingja? Hænan eða eggið? Íslensk stjórnmál og stjórnsýsla hafa verið siðlaus lengur en elstu menn geta munað. Lesið bara endurminningar stjórnmálamanna okkar á 20. öld. Einhverjir þóttust átta sig þessu við lestur ævisögu Gunnars Thoroddsen, en þessi ömurlegu sannindi hafa lengi blasað við öllu sjáandi fólki. Verst er þó að ástandið er ekkert að batna, lærdómur fjórflokksins af hruninu er einfaldlega að halda áfram á sömu braut. Svo er að sjá að við munum leyfa það.
Haukur Brynjólfsson
Haukur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 14:37
Samfylkingin á eftir að skrubba af sé Magma skítinn.
Viggó Jörgensson, 31.3.2011 kl. 15:37
Óskapleg vænisýki er þetta.
Marshall er glæsilegur fulltrúi Samfylkingarinnar og nýtur óskoraðs trausts bæði forustunnar og þess gríðarlega fjölda kjósenda sem ólmir vildu fá hann til þingsetu.
Þar með var hann útnefndur sem einn af bestu sonum þjóðarinnar, forystumaður á erfiðleikatímum.
Þessi merki stjórnmálamaður á annað og betra skilið og ég treysti honum vel til að leiða það þjóðþrifamál til lykta að traustir, erlendir fjárfestar fái íslenskan ríkisborgararétt.
Karl (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 16:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.