Geldingaráðið hikar

Ógildu fulltrúarnir í umboðslausa stjórnlagaráði Samfylkingarinnar  þurfa að hittast til að gera upp við sig hvort þeir taki sæti í ráðinu. Ósjálfstæðið verður helst skýrt með því að einstaklingarnar sem um ræðir vita að þeir eru verkfæri ríkisstjórnar sem sniðgengur Hæstarétt þegar úrskurðir falla ekki að ríkjandi rétttrúnaði Samfylkingarinnar.  

Minnihluti alþingismanna samþykki þingsályktun að gera ógilda stjórnlagaþingsfulltrúa að gildum fulltrúum í geldingaráði Samfylkingarinnar til að semja stjórnarskrá.

Skömm þeirra sem taka sæti í geldingaráðinu verður engu minni þótt þeir taki um það sameiginlega ákvörðun að verða pólitískt verkfæri Samfylkingarinnar til að grafa undan stjórnskipun lýðveldisins.

 


mbl.is Línurnar enn óskýrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Jensdóttir

sammála!

Birna Jensdóttir, 26.3.2011 kl. 15:55

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Nú ætla þeir að leggja tillögurnar beint fyrir þjóðina áður en þeir senda þær tikl Alþingis.

How now brown cow?

Halldór Jónsson, 26.3.2011 kl. 16:08

3 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Þessi skrýtna hliðar-löggjafarsamkunda verður æ furðulegri eftir því sem tíminn líður. Það er búið að úrskurða að kosning hinna 25 fulltrúa hafi ekki farið að lögum og reglum og því ógild. Allt að einu er íslenskri þjóð boðið upp á að hinir sömu ógildu fulltrúa skuli skipa starfshóp um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Og ekki skánar nú hörmungin þegar menn kveða upp úr með það að fara skuli með löggjafarvaldið út úr Alþingi og bera tillögur starfshópsins undir þjóðaratkvæði áður en þær eru teknar til umræðu á Alþingi. Þetta er í takt við stefnumótunarvinnu Samfylkingarinnar, sem lætur gera skoðanakönnun og mótar svo stefnu sína samkvæmt því. Svona nokkurs konar Topp-10-listi-vikunnar pólitík. Ég segi ekki að þetta kalli á flutning til Grænhöfðaeyja, en mikið andskoti er maður orðinn leiður á þessari þjónkun við rugludalladeildina í Samfylkingunni. Er þetta ekki liðið sem gabbaði Ingibjörgu Sólrúnu út úr Ráðhúsinu og atti henni í keppni um forsætisráðuneytið?

Flosi Kristjánsson, 26.3.2011 kl. 16:11

4 identicon

Sjálfur er ég á móti þessari stjórnlagaráði, en mér dettur ekki til hugar að gera eitthvað lítið úr þessu ágæta fólki tekur þátt í þessu starfi.  Skömm þeirra er nákvæmlega engin og að halda öðru fram er fráanlegt.  Þetta fólk er einfaldlega að vinna sína vinnu af kostgæfni.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 16:28

5 identicon

Ég er algjörlega sammála H.T. Bjarnasyni.  Það hvernig er talað um þetta ágæta fólk sem var kosið er oft á tíðum hneykslanlegt.  Það hefur akkurat ekkert gert af sér nema að vera kosið í kosningum sem voru dæmdar ólöglegar.  Það er Alþingi og þeir sem stóðu að kosningunum sjálfum sem á að gagnrýna.

Skúli (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 16:52

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Strákar, ef þessu annars "ágæta fólki" þykir það eðlilegt og sjálfsagt að taka þátt í þessu ráði þrátt fyrir dóm hæstaréttar, þá er það einfaldlega ekki hæft til að sitja slíkt ráð.  Þekkingarleysið og tilfinningaleysið fyrir grunnstoðum lýðræðis og fullveldis er slíkt að það getur engan veginn gengið upp.  Þetta var hæstiréttur sem felldi þennan dóm, tókuð þið eftir því? HÆSTIRÉTTUR. Þetta var ekki nefndarálit eða óbindandi leiðbeining.  Eruð þið jafn galnir og þessir fulltrúar eða hvað? Finnst ykkur dómur þessa ÆÐSTA dómsvalds eitthvað sem við ættum í framtíðinni að láta sem vind um eyru þjóta?

Það er enginn að tala um persónu þessa fólks. Hættið að flytja markið búa til strámenn hérna.

Þetta er lögbrot.  Hvað er það í orðinu hæstaréttardómur, sem þið skiljið ekki?

Jón Steinar Ragnarsson, 26.3.2011 kl. 17:59

7 identicon

Nei, ég er ekki galinn, svo að ég svari spurningu þinni.  Það er vitaskuld rétt hjá þér að kosningin um stjórnlagaþingið var dæmt ólöglegt af Hæstarétti.  Um það er ekki deilt.  Hins vegar samþykkti Alþingi núna nýverið  þingsályktunartilögu um að skipa ákveðna einstaklinga í stjórnlagaráð.  Ég tek það skýrt fram að mér finnst þetta misráðið af Alþingi, en ég hef voða lítið um þetta að segja.  Ég er ekki löglærður maður en mér segir svo hugur að þetta sé ekki ólöglegur gjörningur, en e.t.v. pólitískt óklókt.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 21:07

8 identicon

Hjartanlega sammála Jóni Steinari.  Að þetta gengi skuli ekki hafa treyst sér  að halda aðrar kosningar skammlaust vegna eigin vanhæfis og aumingjagangs er með eindæmum, og undirstrikar enga sjálfsvirðingu forsætisráðherra og félaga hennar í meirihlutanum.

Hvet fólk að renna í gegnum atburðarrásina alla frá A - Ö og í staðin fyrir orðið Ísland setja orðið Zimbabwe.... og þá hvaða niðurstöðu þeir fá í málið miðað við að það væri landið sem hefði farið jafn hörmulega að...???

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 21:55

9 identicon

  Þetta stjórnlagaþings/ráðs mál er löngu orðið  rugl sem  best er að gleyma í  eitt ár , minnst, eða svo og  taka svo til umræðu að nýju. Nú tala menn mikið um að minnihluti þingmanna hafi samþykkt mál, sem er rétt. Færri tala um að 70% þingmanna hafi samþykkt lög, sem Ólafur Ragnar neitaði að undirrita með rökstuðningi , sem var  fullkomið rugl í þingræðisríki.

Eiður Guðnason (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband