Laugardagur, 26. mars 2011
Sjálfstæðisflokkurinn eftir 9. apríl
Sjálfstæðisflokkurinn er í öngstræti hvort sem þjóðin segir nei eða já í Icesave-atkvæðagreiðslunni 9. apríl. Forysta flokksins sagði skilið við þorra félagsmanna með því að styðja samning ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. um tryggingar fyrir greiðslum til Breta og Hollendinga.
Ef Icesave-samningurinn verður felldur kemur fram krafa um að forysta Sjálfstæðisflokksins víki. Verði samningurinn samþykktur ber Bjarni Benediktsson formaður ábyrgð á því að framlengja líf ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.
Af tillitssemi við formanninn þegja þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem ekki deila skoðun Bjarna að Icesave eigi að samþykkja.
Eftir 9. apríl verður ekki lengur hægt að þegja.
Athugasemdir
Það verður vandlifaðra fyrir okkur íhaldssálir eftir þann dag.
Halldór Jónsson, 26.3.2011 kl. 16:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.