Fimmtudagur, 24. mars 2011
Geldingaráð Samfylkingar
Þjóðin vanaði stjórnlagaþingið með því að meirihluti kosningabærra manna sat heima í kosningunum í nóvember. Hæstiréttur saumaði fyrir sárið og ógilti kosninguna. Samfylkingin með forsætisráðherra í broddi fylkingar ákvað að setja saman geldingaráð úr eymdarhrúgunni.
Geldingaráð Samfylkingar getur ekki skilað marktækri niðurstöðu um stjórnarskrá lýðveldisins. Fyrirfram er ráðið ómarktækt enda umboðslaust frá þjóðinni og ógilt af Hæstarétti.
Til hamingju, Samfylking, hér hæfir skel kjafti.
Stjórnlagaráð samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
það er 1-800-VAEL fyrir ykkur íhaldsöflin sem getið ekki hugsað ykkur neinar breytingar, sættu þig við það vinur að það er vinstri stjórn í landinu, sem situr í umboði fólksins og krafa þjóðarinnar var stjórnlagaþing.....
Þó að hæstiréttur ykkar íhaldsaflana hafi ómerkt framkvæmd kosninganna hefur það ekkert með niðurstöðuna að gera, sættu þig við það að þið hægri snúðarnir ráðið ekki lengur, sem betur fer fyrir þessa þjóð.
Mjálmið í ykkur Jóni Val og öðrum álíka köppum er að verða í besta falli barnalegt....
EB (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 12:53
Þú þarna EB, sem betur fer hefur þessi vinstri stjórn ekki her, það þýðir að hún verður kosin burt og aldrei aftur munu Íslendingar kjósa yfir sig þvílíkan fáránleika.
Jón Þorsteinsson (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 13:15
Skondin málflutningur hjá EB.
var það ekki krafa 30% þjóðarinnar að fá stjórnlagaþing? Eða svona um það bil það sem höfðu fyrir að kjósa.
Hæstiréttur dæmdi bara eftir landslögum, en vinstri stjórnin er víst hafin yfir lögin. Eins og sést á framhaldinu. Hvort sem það eru kosningalög eða jafnréttislög.
Það er greinilegt að í landinu er vinstri stjórn. Enda allt á leiðinni norður og niður sem ekki sökk strax í hruninu.
jonasgeir (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 13:18
Sammála þér Páll, það er ótrúlegt hversu langt á að ganga án umboðs og gegn lögum og hvaða skoðun svo sem einhver sem skammstafar sig og bullar hér fyrir ofan sem EB (sem gæti eins verið Extra Blaðið eða Evrópubandalagi ;) )? En sem betur fer styttist í að þessi handónýta vinstri stjórn fari frá og allt bull um það að það séu bara íhaldsmenn sem EB kallar amk 65% þjóðarinnar sem fyrir löngu er búinn er að sjá í gegnum handónýtu duglausu "velferðarstjórnina"!!
Ómar (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 13:18
Heyr heyr Jón.
EB: vinstri stjórnin situr í umboði ráðvilts og örvæntingarfulls fólks sem vissi ekki betur hvað það var að kjósa í apríl 2009. Hefði það fólkið vitað að þessi fáranleikur sem hér hefur verið stundaður sl. 2 ár væri í boði hefði " þjóðin ekki kallað eftir vinstri stjórn. "
Páll endilega haltu áfram að blogga fyrir okkur hin :)
Sigurbaldur (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 13:19
EB það er stórmannlegt og líkt vinstri "afli" að jarma undir dulnefni. En vel skiljanlegt að þið skammist ykkar fyrir að tengjast þessari stjórn sem nú situr til þess að hafa heitt á eigin rassi og fá hæstu löglegu laun, skv. eigin lögum. Öll önnur lög þessa lands finnst þeim í lagi að hunsa, eins og við höfum nú mímörg dæmi um og fjölgandi.
Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 13:33
I repeat 1-800-VAEL.....
Hér eru samankomnir miklir snillingar.....
EB (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 13:35
Og hvað hefði þessi atburðarrás vera kölluð ef hún hefði gerst í Zimbabwe...???
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 14:24
Hún hefði verið köllu: Loksins eitthvað að gerast í stjórnarskrármálum" Guðmundur 2. Og ólíkt fyrri ráðum eða nefndum byggist þetta á atkvæðum um 84 þúsund kjósenda sem er um 36% af kosningabærum Íslendingum. Og ef að niðurstaða þessa stjórnlagaráðs verður eins og margir vilja borin undir þjóðina óbreytt þá er þetta bara lýðræðin í sinni sönnustu mynd. Í Zimbabwe hefðu það verið stjórnvöld sjálf sem settu stjórnarskrá án þess að fólkið hefði nokkuð um það að segja. Sjálfstæðismenn og Páll vilja hafa það þannig að Alþingi seti nýja stjórnarskrá. Siðan verði þingi slitið og og kosið til Alþingis og það þingi samþykki breytingar á stjórnarskrá. Hvar sérð þú beina aðkomu kjósenda að því?
Magnús Helgi Björgvinsson, 24.3.2011 kl. 15:30
Þjóðin mun ganga frá breyttri stjórnarskrá með haustinu þótt Hæstiréttur og krakkahjörðin á Alþingi hafi fengið fýlukast.
Sjállarnir munu ekki geta stöðvað sókn kjósenda til beinna lýðræðis en auðvitað sárnar þeim. Það er súrt að hafa verið með allar skóflurnar í sandkassanum og þurfa að afhenda þær.
Nú getum við öll gengið til verka og beitt áhrifum okkar til að eignast stærri hlutdeild í stjórnsýslunni.
Marir hafa hug á því og sumir hafa haft hann lengi.
Árni Gunnarsson, 24.3.2011 kl. 16:52
Ps. Geldingaráð er býsna gott nafn. Næstum eins og Náhirð sem ég hef lengi haft á mikið uppáhald.
Árni Gunnarsson, 24.3.2011 kl. 16:54
Þeir sem ég þekki sem kusu til stjórnlagaþings voru á móti því og miðað við hversu slæm þáttakan var þá held ég að þetta sé aumasta kosning sem ég þekki til :)
Og hvað varðar stjórnlagaráð þá fékkst ekki einusinni helmingur þingmanna til að samþykkja það.
Árni, ég held þetta sé rétt hjá þér, við getum brátt öll tekið til verka í stjórnsýslunni þar sem það er ekkert annað eftir í boði að gera og valla að það taki því að vinna sökum fáránlegs skattkerfis.
Stjáni (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 02:04
Nú getum við öll gengið til verka og beitt áhrifum okkar til að eignast stærri hlutdeild í stjórnsýslunni.
Marir hafa hug á því og sumir hafa haft hann lengi.
Árni. Ég hef sjáflur haft mikinn hug á að koma mínum áhugamálum og hugmyndinum inn í stjórnarskrána. Þó ég sé þessi einn af þjóðinni þá sé ég hvergi að neitt muni vera tekið til minna sjónarmiða, né ef til vill þinna ef því er að skipta.
Ekki er ég neinn Sjálli en því miður mun Samfylkingin ætla sér að ráða yfir þessari stjórnarskrá og hvað verði sett í hana. Það er dapurlegt að fólk sjái ekki í gegnum þetta og halda að við getum haft áhrif á hvað verði sett inn í stjórnarskrána.
Þú skrifar að þjóðin muni ganga frá breyttri stjórnarskrá með haustinu. Hvernig mun það vera gert? Útskýrðu það fyrir mér. Ætlarðu kannski stjórnlagaráðinu að leita beint til þjóðarinnar með fundum á landsbyggðinni?
Guðni Karl Harðarson, 25.3.2011 kl. 08:27
Hún hefði verið köllu: Loksins eitthvað að gerast í stjórnarskrármálum" Guðmundur 2. Og ólíkt fyrri ráðum eða nefndum byggist þetta á atkvæðum um 84 þúsund kjósenda sem er um 36% af kosningabærum Íslendingum. Og ef að niðurstaða þessa stjórnlagaráðs verður eins og margir vilja borin undir þjóðina óbreytt þá er þetta bara lýðræðin í sinni sönnustu mynd. Í Zimbabwe hefðu það verið stjórnvöld sjálf sem settu stjórnarskrá án þess að fólkið hefði nokkuð um það að segja. Sjálfstæðismenn og Páll vilja hafa það þannig að Alþingi seti nýja stjórnarskrá. Siðan verði þingi slitið og og kosið til Alþingis og það þingi samþykki breytingar á stjórnarskrá. Hvar sérð þú beina aðkomu kjósenda að því?
Magnús Helgi, Finnst þér það virkilega sterkt að 36% þjóðarinnar hafi kosið í stjórnlagaþingið? Mér finnst það mjög veikur grunnur.
Hreyfingin vill líka að alþingi setji nýja stjórnarskrá. Það gerðu þau með því að samþykkja þingsályktunina.
NEI takk! Þetta verðu ekki með alvöru gert nema að stjórnlagaráðið leiti beint til þjóðarinnar með hugmyndir áður en að þjóðaratkvæðagreiðslu kemur!
Guðni Karl Harðarson, 25.3.2011 kl. 08:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.