Fimmtudagur, 24. mars 2011
Stjórnvöld gæta ekki íslenskra hagsmuna
Þjóðin er með stjórnarráð á framfæri sínu til að efla sameiginlega hagsmuni þjóðríkisins. Þótt margvíslegar skilgreiningar séu á þjóðarhagsmunum er ein almennt viðurkennd og það er að nærumhverfi þjóðríkja er hluti af hagsmunum þeirra. Á þessum grundvelli var landhelgisbaráttan háð á sínum tíma.
Rétt utan landhelgi Íslands eru tvö grannríki sem eiga margvíslegra hagsmuna að gæta og Íslendingar. Grænlendingar og Færeyingar eru líkt og við fiskveiðiþjóðir og náttúruauðlindir á Norður-Atlantshafi, aðgengi að þeim og nýting, er brýnt hagsmunamál. Lengra í vestri er önnur þjóð með sambærilega hagsmuni, Norðmenn.´
Norðurslóðir eru að breytast vegna hnattrænnar hlýnunar. Breytingarnar eru þegar hafnar, samanber að fiskitegund eins og makríll gengur í íslenska lögsögu í meira mæli en áður og skapar verðmæti en jafnframt milliríkjadeilur. Stjórnvöld eru aftur á móti upptekin við annað en að gæta brýnna þjóðarhagsmuna. Milljörðum ofan á milljarða króna og tugum mannára í stjórnsýslunni er eytt í tilgangslausa slæpingjaferð til Brussel.
Nuuk, Þórhöfn og Osló eiga að vera þungamiðjan í íslenskri utanríkispólitík. Þar á eftir Washington, Moskva, London, Ottawa, Stokkhólmur og Kaupmannahöfn. Á eftir Berlín og París kæmi Brussel.
Ísland leikur hlutverk í bjartri framtíð norðurslóða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
sælir
ég er algerlega sammála þessu mati á norðurslóðum en það verður ekki raunverulegt dæmi fyrir okkur fyrr en eftir 15 ár í fyrsta lagi. og það að því gefnu að norður heimskautsísinn haldi áfram að bráðna. en að því gefnu eigum við að mynda þríhliða bandalag með grænlandi og noregi um hagsmunamál okkar á öllu svæðinu. það er svo hliðarspurning hve dýru verði esb væri tilbúið að borga okkur fyrir forystuna í slíku bandalagi?
fridrik indridason (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 15:17
Sæll vertu
Fyllige sammála. Margar atvinnugreinar og hagsmunir falla samman. En það má ekki gleyma Færeyjum í þessu sambandi þar sem um sömu hagsmuni er at ræða.
Kveðjur frá Nuuk
Guðmundur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.