Samstaðan brotnaði 16. júlí 2009

Valdabraskið við myndun ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. þar sem fullveldi og forræði þjóðarinnar til að fara með eigin mál var fórnað fyrir ríkisstjórnarsetu eitraði samstarfið í þingflokki Vg. Þingmenn Vg voru kosnir á málefnagrunni sem fól í sér að flokkurinn héldi Íslandi utan Evrópusambandsins. Þegar svikin við margítrekaða stefnu voru innsigluð 16. júlí 2009 með því að meirihluti þingflokks Vg stóð að samþykkt ályktunar um að sækja aðild að ESB var ekki aftur snúið.

Eftir svikin sumarið 2009 er Vg flokkur í upplausn. Flokksstofnanir álykta ítrekað um að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins og brýna trúnaðarmenn flokksins að standa sig í slagnum um fullveldið. Á sama tíma er flokkurinn í ríkisstjórn með eina flokknum í landinu sem vill aðild að Evrópusambandinu. Þegar enginn trúnaður er um meginmál verða önnur mál í uppnámi, samanber þegar þrír þingmenn Vg studdu ekki fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar.

Flokkakerfið er í kreppu. Fyrir nokkrum vikum kviknuðu eldar í Sjálfstæðisflokknum vegna ákvörðunar formanns að styðja Icesave-lögin. Þingflokkur Vinstri grænna er við að liðast í sundur. 

Kosningar geta ekki orðið seinna en í haust.


mbl.is Segja sig úr þingflokki VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Atkvæðagreiðslan 16. júlí 2009 situr eins og opið sár í sál Vinstri grænna. Þeir sem enn búa yfir samvisku munu aldrei finna frið, hinir geta gengið til liðs við Samfylkingu án þess að finna nokkuð fyrir því. Það hafa þeir reyndar gert fyrir löngu.

Ragnhildur Kolka, 21.3.2011 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband