Föstudagur, 18. mars 2011
Já er aflát til óreiðumanna
Óreiðumenn stofnuðu til Icesave-reikninganna og græddu á þeim. Björgólfsfeðgar, stórir viðskiptavinir þeirra eins og Jón Ásgeir í Baugi og krosseignamafíustarfsemin mjólkuðu auðtrúa útlendinga með tilstyrk orðspors Íslendinga sem var óskaddað fram að útrás.
Þeir sem ætla að segja já í atkvæðagreiðslunni 9. apríl játa ábyrgð þjóðarinnar á handfylli af illa gerðum einstaklingum sem komu þjóðinni á vonarvöl með kaldrifjuðum viðskiptum og einbeittum brotavilja.
Þjóðin ber ekki ábyrgð á Icesave-reikningum einkabanka með útibú í Bretlandi og Hollandi. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur vill telja okkur trú um að við berum ábyrgð á Björgólfsfeðgum, Jóni Ásgeiri, Kaupþingsstjórnendum og öðrum óreiðumönnum. Dómgreindarleysi ríkisstjórnarinnar er að krjúpa á kné þegar ríkisstjórnir Bretlands og Hollands kröfðu íslenskan almenning um bætur vegna óreiðumanna.
Við eigum ekki að kaupa óreiðumönnum aflát með því að samþykkja Icesave-kröfur Breta og Hollendinga.
Nei er eina svarið 9. apríl.
Athugasemdir
Var spurð í dag hvers vegna Bretar og Hol. krefjist ábyrgðar Ísl..þjóðarinnar. Mjög margir fylgjast ekki nægilega mikið með. Ég bendi á netið og bloggin,en margir eru án án tölvu,aðrir jafnvel nenna ekki að leita og lesa. Ég tók því upp á því að safna greinum á Facebook,þar geta þeir kíkt,hafi þeir áhuga. Ein vinkona hringdi í dag,var eiginlega komin á þá skoðun að fara ekki á kjörstað. Það verður forvitnilegt að sjá leiðbeiningarnar sem H.Í. er að gefa út.
Helga Kristjánsdóttir, 18.3.2011 kl. 23:34
Sidferdileg røk segja NEI.
Lagaleg røk segja NEI.
Fjarhagsleg røk segja NEI.
Rettlætiskenndin segir NEI.
jonasgeir (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 08:28
Við berum ábyrgð á þessum mönnum og óhæfuverkum þeirra.
Við kusum til valda óhæfa og spillta stjórnmálamenn sem gæfu glæpalýðnum frítt spil.
Fyrir það þarf þjóðin nú að borga.
Karl (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 11:24
Við berum ekki ábyrgð, hvorki á spilltum viðskiptamönnum né mistökum stjórnvalda.
Við berum ábyrgð á samlöndum okkar og þjóðarhag ef eitthvað er. Ríkisábyrgð ofurskulda sem enginn þekkir í raun er óábyrg afstaða. Jafnvel þó svo við þekktum lokaupphæðina sem við gerum ekki.
Okkar ábyrgð ætti að vera fólgin í samstöðu um að bjarga heimilum og fyrirtækjum okkar sem bankarnir eru að gleypa með "leyfi stjórnbalda". Bankar sem eru í eigu fjármagnseigenda - kröfuhafa.
Við berum ábyrgð á að standa með almannahag.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 19.3.2011 kl. 11:42
Enn og aftur. ÉG hafði ekkert með þetta íslenska "Nigeríu" plott að gera, vissi ekki einu sinni af þessu. Sé ekkert sem réttlætir að Ég eða Þú verðum að játa á okkur glæp sem aðrir hafa í raun JÁTAÐ á SIG!! Þannig að: NEI! - NEI! - NEI!
Erna Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 12:12
Hversu mikið af hagnaði Icesave átti íslenska þjóðin að fá í sinn hlut? En henni er sagt að borga tapið. Mikil er skömm þeirra sem þannig tala.
Helgi (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 18:44
Helgi - þrátt fyrir ummæli um að við eigum eitthvað inni hjá gamla Landsbanka, þá er það ekki satt að mínu viti. Nýji landsbankinn fékk þann gamla á skuldabréfi sem ekki er innistæða fyrir. Svo sú sögn stjórnar að við eigum eitthvað upp í skuldirnar tel ég algera rangfærslu.
Við fáum ekki hagnað af neinum stóru bankanna - þeir eru allir í eigu kröfuhafa, hver og einn einasti.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 19.3.2011 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.