Samfylkingin talar niður endurreisnina

Um leið og fréttir bárust að Landsvirkjun hefði fengið erlent lán sendi skrifstofa Samfylkingarinnar út skilaboð, sem voru endurbirt á bloggum samfylkingarfólks, að lánið væri skilyrt við lausn Icesave-deilunnar við Breta og Hollendinga. Þegar nánar var að gáð eru skilyrðin þau að heildarfjármögnun verði tryggð í Búðarhálsvirkjun.

Samfylkingin notar hvert tækifæri til að telja kjarkinn úr fólki með því að tala fyrir hagsmunum Breta og Hollendinga í Icesave-deilunni. 

Málflutningur Samfylkingarinnar staðfestir að endurreisn atvinnulífsins og ríkisstjórn Jóhönnu Sig. fara ekki saman. Þann 9. apríl velur þjóðin á milli endurreisnar og ríkisstjórnarinnar. 


mbl.is Fé fæst til Íslands á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kjarni málsins er sá að við höfum enga tryggingu fyrir því að nei við Icesave nægi til að koma þessari ömurlegu ríkisstjórn frá völdum.

Ég sá í könnun á visir.is að 73% vilja að þingkosningar fari fram nú.

Ekkert er fjallað um þetta í fjölmiðlum. Það er eitthvað annað en áður þegar samfylkingin og snatar hennar framkvæmdu skoðanakannanir í gríð og erg og klifuðu á niðurstöðum þeirra í miðlum auðmanna og flokksins.

Því miður bendir allt til þess að nei við Icesave nægi ekki til að létta þeim hörmungum af þjóðinni sem er ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu.

Þegar saman fara valdasýki og öfgar berjast hinir siðlausu til síðasta blóðdropa.

Það mun sannast í tilfelli þessa ógæfufólks.

Karl (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 10:56

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég var í upphafi óákveðinn varðandi hvað ég ætlaði að kjós í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Með hverjum degi sem liðið hefur, sannfærist ég meir og meir um að segja "NEI" við Icesave.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.3.2011 kl. 11:32

3 identicon

Já ég var sama sinnis og Gunnar Th. G. hér að ofan en með hverjum deginum sem líður þá sannfærist ég um að segja NEI.

Ekki síst af því að nú ætlar þetta sama lið að byrja á sömu blekkingunum og lygunum og heimsendaspánum og þegar átti að nauðga bæði ICESAVE I og ICESAVE II upp á þjóðina.

Þó að ég hafi stutt VG í síðustu kosningum, þá vil ég þá burt úr þessari ógæfulegur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 12:28

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Eina leiðin er að segja nei og heimta kosningar. Aðeins nýtt Alþingi getur fengist við Icesave af einhverju viti.Það eru margir þingmenn inni núna sem þurfa endilega að komast eitthvað annað.

Halldór Jónsson, 18.3.2011 kl. 18:45

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvað er líkt með þingmönnum og barnableyjum?

Það þarf að skifta reglulega.... af sömu ástæðu

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.3.2011 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband