Þjóðaratkvæði um framhald ESB-umsóknar

Ályktun alþingis frá 16. júlí 2009 sem heimilaði samfylkingarhluta ríkisstjórnarinnar að sækja um aðild að Evrópusambandinu var ekki opið umboð fyrir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra til að innlima Ísland í Evrópusambandið. Stofnsáttmálar Evrópusambandsins munu á næstu mánuðum taka breytingum vegna aðgerða til að stemma stigu við efnahagskreppunni. Af hálfu Evrópusambandsins er þess krafist að Ísland samþykki allar þær breytingar fyrirfram sem sambandið gerir á stofnsamþykktum sínum.

Stjórnarskráin takmarkar í 21. grein samningsumboð stjórnvalda við önnur ríki með þessum orðum:

Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til.

 

Í vor lýkur rýnifundum Íslands og Evrópusambandsins sem hafa staðið rúmt ár. Eiginlegar samningaviðræður hefjast að síðsumars eða í haust. 

Í ljósi þess sem er á undan gengið, þ.e. takmarkað umboð stjórnvalda, breytt Evrópusamband og ekki síst ítrekuð andstaða þjóðarinnar og afgerandi ályktanir gegn ESB-aðild á flokksþingum og landsfundum Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins, er aðeins um tvo kosti að velja fyrir ríkisstjórnina.

Í fyrsta lagi að draga umsóknina tilbaka, eins og þingsályktunartillaga þingmanna þriggja flokka mælir fyrir um. Í öðru lagi að efna til þjóðaratkvæðis um framhaldið en Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem kveðjur á um að spurningin

Á að halda áfram aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins?

verði lögð fyrir þjóðina eigi síðar en 1. september í haust.


mbl.is Rýnifundi um vinnumál lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Síðan ef meirihluti þjóðarinnar hafnar áframhaldandi aðlögun, þá verður ríkisstjórnin að segja af sér. Því að þá getur hún ekki lengur haldið í eina málið sem skiptir hana máli: ESB-aðildina.

Vendetta, 17.3.2011 kl. 13:36

2 Smámynd: Ragnar Einarsson

Þetta er raunverulega ekki ríksstjórn sem fer með völd hér í dag.

  þetta er það skársta sem við gátum kosið eftir Okt 2008, Ó day

guð blessi ísland og allt það kjaftæði, samt virðast ekki vera margir kostir

í stöðunni,,á að treysta þeim sem komu okkur í þetta BULL,,eða fáum við 

einhverja aðra valkosti?

Ragnar Einarsson, 17.3.2011 kl. 22:35

3 Smámynd: Vendetta

Það eru amk. tveir aðrir valkostir en fjórflokkurinn, þ.e. Hreyfingin og Samtök Fullveldissinna. En ef þeir sem eru óanægðir með gömlu flokkana skila auðu eða sitja heima í næstu Alþingiskosningum, þá mun ekkert breytast til batnaðar. Það er skiljanlegt, að fólk er vonsvikið þegar það fær hverja ónýtu ríkisstjórnina á fætur annarri.

Vendetta, 17.3.2011 kl. 23:23

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ef lánið er skilyrt þá  er það bara enn ein sönnunin fyrir því að það á að arðræna okkur. Við skrifum uppá Icesave - og Bretar hafa réttin á auðlindunum ef við getum ekki borgað. Sem við getum ekki, erum alltof skuldug til þess. Svo þeir eru bara að búa í haginn fyrir sjálfum sér. Það grætir mig hvað landinn er tilbúinn til að gefa frá sér allt sem við eigum. Bankarnir stóru eru í eigu kröfuhafa. Þeir hafa fengið lög í gegn hjá Alþingi til að endurreikna lán og hafa við eignaupptöku fyrirtækja og heimila. Icesave samningurinn kemur til með að veita bretum veð í landauð okkar. Skuldir ríkisins eru nú þegar mun hærri en nokkurn tíma innkoma.

Það eina sem við getum gert er að snúa vörn í sókn, setja lög til að vernda fyrirtæki og heimili og neita því að afsala auðlindir þjóðarinnar.

Samt ætlar fólk að segja já?

Guð blessi ykkur.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 17.3.2011 kl. 23:59

5 Smámynd: Ragnar Einarsson

Vá þvílíkur heilaþvottur, það er bara Icesave icesave,,,hvað með stóra ránið þegar fólkið sem við settum á alþingi ákvað að vernda innustæður stóreignamanna, sömu stóreignamanna sem urðu til í stjórnartíð fyrri ríkistjórnar,,,,,,,,,Almenningur tók á sig ca. 800 milljarða til að forða tapi ca 3% landsmanna

Af hverju er ekkert rætt um þetta? Er búið að telja fólki trú um að það séu útlendingar sem séu að reyna stela frá okkur?

Líttu þér nær  !!!!!

BULL

Ragnar Einarsson, 18.3.2011 kl. 01:14

6 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ragnar.

Hver á bankana? Þessa þrjá stóru? - það eru kröfuhafar (þú mátt afsanna það ef þú getur).

Hvað vilja kröfuhafa? ( sitt fjármagn hundrað prósend með vöxtum - skítt með almenning) nema þú getir sagt mér annað.

Hver verndar bankana? ( Ríkisstjórn vegna AGS) nema þú getir sagt mér annað.

Hversu skuldug erum við ( langt langt fram yfir landsframleiðsu, þrátt fyrir gjaldeyrishöft) nema þú getir sagt mér annað.

Hvernig eigum við að borga af síauknum lánum?

Ékki veit ég það - en þú?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 18.3.2011 kl. 01:34

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Lísa,það eina sem við getum gert,skal verða gert, að segja nei.

Helga Kristjánsdóttir, 18.3.2011 kl. 03:42

8 identicon

Laukrétt hjá þér Lísa - tek undir hvert orð og segi nei  og aftur nei eins og Helga þann 9. apríl!

Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 11:16

9 identicon

 Bara eitt stórt NEI svo sannarlega !!!!!!!!!!!!!!!!!

Ransý (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband