Fimmtudagur, 17. mars 2011
Icesave-blekkingar falla
Hræðsluáróður ríkisstjórnarinnar um að Ísland einangrist ef þjóðin hafnar Icesave-lögunum virkar ekki vegna þess að hann stangast á við veruleikann. Ferðamenn koma til landsins burtséð frá Icesave; íslenskur fiskur er keyptur í útlöndum án tillits til Icesave og íslensk fyrirtæki fá erlend lán hvort sem Icesave fellur eða ekki.
Íslenska stjórnmálaelítan, að Framsóknarflokknum undanskyldum, er með bakið upp að veggnum í Icesave-málinu. Ýkjur, að ekki sé sagt beinar lygar, um yfirgengilegar afleiðingar við því að þjóðin hafni óréttmætum og ólögvörðum kröfum Breta og Hollendinga grafa enn frekar undan tiltrú almennings á stjórnmálamönnum.
Þjóðin mun segja nei þann 9. apríl 2011. Í framhaldi getur endurreisnin hafist.
Landsvirkjun fær lán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Landsbankinn rúinn trausti í Hofi. Landsbankinn(NBI) er nú þegar gjaldþrota. Þegar NBI var að kynna stefnu bankans þá hélt yfirstjórn Landsbankans opinn fund í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Tilefni fundarins var að efla traust manna á Landsbankanum eftir hrun og bar heitið Landsbankinn þinn. Fundurinn var vel sóttur af fólki úr hinum ýmsu áttum úr norðlensku þjóðlífi auk fjölda fjölmiðlamanna bæði blaðamanna og sjónvarpsmanna.Fundurinn var þessi hefðbundna kynning á störfum og væntingum bankans vegna þjóðfélagsástandsins og voru línuritin notuð til stuðnings. Eftir þessa kynningu á ágæti bankans þá var fólki boðið að koma með ábendingar og fyrirspurnir til yfirstjórnarinnar. Yfirstjórn bankans settist á stólaröð fyrir framan fólkið en einkunnarorð fundarins er : Hlustum, lærum, þjónum. Sem þau gerðu þau hlustuðu, lærðu kannski aðeins, og þjónuðu fólki síðan með kaffiveitingum eftir fundinn. Það var talsvert um þarfar ábendingar og fyrirspurnir og var ég einn af mörgum sem kom með þarfar ábendingar. Mínar ábendingar og fyrispurnir voru samt ekki að hefðbundnu gerðinni, en þær fjölluðu um reikniregluverkið Basel 2 og áhættugrunna þess aðallega Tier 1 ogTier 2 en þau málefni hafa stóru bankarnir ráðuneytin, FME, Seðlabankinn og þingmenn aldrei viljað nefna opinberlega. Basel II er staðall um bankaeftirlit og fjallar um eigið fé og áhættustýringu alþjóðlegra fjármálafyrirtækja. Basell 2 er stór partur af útreikning á cad-hlutfalli en ef það er ekki verið að nota réttan áhættugrunn þá er ekkert að marka eiginfjárhlutfall bankans.Hverjir falla undir þessar reglur? Viðskiptabankar,sparisjóðir,lánafyrirtæki,verðbréfafyrirtæki,fjárfestingarbankar,rekstrarfélög verðbréfasjóða.Einnig samstæður þar sem að móðurfyrirtæki er eitthvert þeirra fyrirtækja sem nefnt er hér að ofan??Vestia?? Það er engin lausn fyrir bankana að endurmeta eignir innan dótturfélaga, eins og NBI gerir í gegnum Vestiu.Árið 2008 þá áttu allar banka og verðbréfastofnanir að vera farnar að nota Basel 2. Eiginfjárhlutfall skv. nýju eiginfjárreglunum(Basel 2) er reiknað út frá skilgreindu eigin fé og reiknuðum áhættugrunni. Að vísu höfðu KB, Landsbankinn og Glitnir byrjað 2003 En það var betra fyrir þá að nota Basel 2 en að nota Basel 1 eins og sparisjóðirnir gerðu, þar til 2008. Áhættugrunnarnir eru þrír en það eru; Tier 1 (innramatsaðferðin) innheldur hlutafé, yfirverðsreikning hlutafjár, óráðstafað eigið fé og víkjandi skuldabréf. Eiginfjárhlutfall í Tier 1 á að vera yfir 14%.(Tier 1 er notaður af fjárfestingabönkum).(Arion, Íslandsbanki og Landsbankinn(NBI) nota Tier 1 þótt þeir eigi að vera viðskiptabankar)Tier 2 (staðalaðferðin)inniheldur endurmat, víkjandi lán, breytanleg skuldabréf og almennan afskriftareikning. Eiginfjárhlutfall í Tier 2 á að vera yfir 8%.(Tier 2 er notaður af almennum útlánabönkum þ.e.a.s. viðskiptabönkum) (Byr og hinir sparisjóðirnir nota Tier 2)Tier 3 inniheldur víkjandi lán til skamms tíma. Bankar eins og Hraðpeningar (sms 10-40þúsund)nota Tier 3 en þá geta þeir fengið víkjandi lán til skamms tíma frá Seðlabanka.Það er líka bannað að blanda þessum áhættugrunum saman. En það hefur þvælst mjög mikið fyrir núverandi stjórnvöldum og AGS. En það er ekkert að marka cad- hlutfallstóru bankanna miðað við hvernig þeir eru stöðugt að brjóta á sér. Ef við kryfjum aðeins Tier 1 og Tier 2 frekar þá sést það að núverandi rekstur Arion, Íslandsbanka og NBI er hreinlega ekki að ganga upp.Tier 1 er innramatsaðferð og tekur meira mið af eigin áhættu og er ekki jafn háð eftirliti FME Tier 2 staðalaðferð. Tier 1 inniheldur hlutafé og yfirverðsreikning hlutafjár. Þ.e. hlutafé sem bankinn á í öðrum félögum á opnum markaði (félög í kauphöll) vegna þess að banki sem notar Tier 1 getur ekki endurmetið hlutafé þar sem endurmat og innramat eiga enga samleið og endurmat tilheyrir ekki Tier 1. Hlutafé miðast við gengið 1 en yfirverðsreikningur hlutafjár er allt fyrir ofan það. En ég spyr hvar er virkur hlutabréfamarkaður á landinu í dag ??$? Tier 1 inniheldur líka víkjandi skuldabréf sem að banki getur gefið út með samþykki eftirlitsaðila en víkjandi skuldabréf eru seld út til að auka eiginfé bankans, en ég spyr hver verslar með víkjandi skuldabréf í íslenskum banka í dag nema bara upp á söfnunargildi því að víkjandi skuldabréf eru mjög aftarlega á kröfulista fari bankinn í þrot. Ég líka stórlega efast um eiginfjárstöðu stóru bankanna þar sem þeir eru að endurmeta eignir og vexti sem þeir meiga ekki gera, þeir eru að telja sér upp gengishagnað vegna ólöglegra lána og þeir eru ýmist að fá víkjandi lán sem þeir mega ekki því þeir eru að nota Tier 1 eða ríkisábyrgð á víkjandi skuldabréf Halló og að þeir geti ekki sýnt fram á meiri afskriftareikninga þrátt fyrir að hafa fengið tæknilega afskriftir úr gömlu þrotabúunum. Endurmat er einungis ætluð bönkum sem nota Tier 2. Bankar sem nota Tier 1 verða að hafa það til hliðsjónar að þeir geti hvorki endurmetið vexti á lán né yfirtekið félög og breytt skuldum þess í hlutafé, því það að breyta skuldum yfir í hlutafé er ekkert annað en endurmat á hlutafé og þar að auki getur Tier 1 banki ekki endurmetið vexti á lán hvort sem um er að ræða ólögleg eða lögleg og þess vegna verður Tier 1 banki að halda sig við upphaflega vexti. Það er til skammar að stærstu bankarnir hafa hagnast um yfir 33 milljarða á yfirteknum félögum. En stóru bankarnir hafa hagnast ómælt á gengistengdum lánum og yfirtekið félög með ólögleg lán án þess að keyra þau í þrot og FME gerir ekki neit meðan kröfuhafar kvarta ekki. Það er líka stórundarlegt hvernig stóru bankarnir byggja upp sitt eigin fé og en undarlegra hvernig þeir sýna fram á hagnað. Þeir telja upp hlutafé í sjálfum sér (en eiga það ekki sjálfir heldur eru eigendur bankanna með það bókað sem eign hjá sér en það er ekki æskilegt að tvíbóka svona hluti) og yfirverð þess hlutafé og endurmeta það auk þess í leiðinni, en því meta þeir þá gengið í sjálfum sér ekki það hátt að kröfuhafar fengu allt sitt og vandamál þjóðarinnar leyst ef þetta er svona einfalt, hvernig getur fjárfestingarbanki (Tier 1) banki fengið víkjandi lán til að byggja upp eiginfjárhlutfall sitt, en þau á einungis að nota til þrautvara fyrir viðskiptabanka (Tier2)eða(Tier3). Hvernig geta stóru bankarnir fengið auk víkjandi lána, ríkisábyrgð á víkjandi skuldabréfum sem þeir ætla sér að gefa út vitandi það að afskriftareikningar þeirra standa engan vegin undir afskriftaþörfinni miðað við núverandi þjóðfélagsástand, auk þess stór efa ég að þeir liggi á stórum varasjóðum því að jafnvel þótt stóru bankarnir fengu meira greitt fyrir lánin sem fóru frá gömlu yfir í nýju bankanna, þá flokkaðist það bara sem áætluð afskrift og allt um fram þá afskrift fer yfir til gömlu þrotabúanna, svo að óráðstafað eigin fé eða varasjóður eins og það kallast er ekki heldur til staðar. Auk þess endurmeta stóru bankarnir eignir óspart með ólöglegum hætti auk þess að sýna fram á gengishagnað vegna ólöglegra lána og hagnaðar vegna endurskipulags á félögum sem tóku þessi ólöglegu lán. Það er engin rekstargrundvöllur fyrir stóru bankana að nota Tier 1 í dag og ef að stóru bankarnir ætluðu að nota Tier 2 eins og sparisjóðirnir þá færu stóru bankarnir lóðrétt á höfuðið vegna þess að stóru bankarnir notuðu Tier 1 fyrir hrun það er á meðan megnið af þeirra útlánum áttu sér stað og gætu þess vegna ekki notast við endurmat á þau lán. Stóru bankarnir hafa ekkert erindi inn á þennan markað og því hefði frekar átt að styðja við sparisjóðina og stofna nýjan ríkisbanka og láta alla banka nota Tier2, þá hefðum við traust annara þjóða eins og þjóðverja og gætum hent AGS úr landi. Það geta allir bankar notað Tier 1 eða Tier 2 þetta hefur minnst með það að gera hvort þeir séu sjálfir hlutafélög þar sem áhættan bitnar þá helst á eigin fé eigandanna.Tier 2 er staðalaðferð og er ætluð fyrir viðskiptabanka (almennan inn og útlánabanka) það er að FME fylgist meira með því hvað fram fer innan bankans og fer auk þess yfir liði eins og endurmat sem bankinn þarf stundum að nota. Tier 2 inniheldur endurmat þá er hægt að endurmeta vexti á lán og hlutafé í eigu bankanna t.d. þegar bankar neyðast til að taka yfir hlutafélög með því að breyta skuldum yfir í hlutafé þ.e.a.s. bankar endurmeta hlutafé en endurmat er síðan yfirfarið af FME. Sparisjóðirnir eru að nota Tier 2 Bankastofnanir sem nota Tier 2 eiga rétt á víkjandi lánum en ekki banki sem notar Tier 1 þess vegna er það mjög undarlegt að stóru bankarnir hafi fengið víkjandi lán þegar þeir þurfa á að halda en ekki sparisjóðirnir þótt sparisjóðirnir hafi mun stærri afskriftareikninga en stóru bankarinir. Tap Byrs upp á 29 milljarða 2008 var aðallega bara bókfært, en þar inni er um 26 milljarðar vegna afskrifta reikning en bara 500 milljónir af því endanlega tapað. Víkjandi lán og breytileg skuldabréf eru notuð til að banki geti aflað sér fé til þess að uppfylla eigin fjárskilyrði líkt og þegar banki sem notar Tier 1 notar víkjandi skuldabréf. Breytileg skuldabréf eru gefin út af bankastofnuninni með samþykki eftirlitsaðilla og Seðlabanka og breytast í hlutafé eða stofnfé til þeirra sem að keyptu breytilegu skuldabréfin af bankanum það er nái bankinn ekki að greiða af bréfinu í hlutfalli við það sem upp á vantar. Tier 2 inniheldur almennan afskriftareikning en hann inniheldur áætlað tap en ekki endilega endanlegt, þess vegna er uppgjör Byrs 2008 að miklu leiti byggt upp á áætluðu tapi fram í tíman en ekki endanlegu og þess vegna segi ég að ef að stóru bankarnir væru ekki að brjóta svona mikið af sér þá þyrftu sparisjóðirnir ekki svona mikla afskriftareikninga þ.e.a.s sparisjóðirnir væru ekki gjaldþrota. Ef þið lesið ársskýrslu Byrs 2008 þá sjáið þið að aðeins lítið brot af tapi Byrs telst endanlega tapað. Í raun þá þurfa Tier 1 bankar að hafa afskriftareikning en hann er bara upp á 1.25 % útlána hjá Tier 1 bönkum á meðan Tier 2 bankar eru kannski með jafnvel tugi prósenta inn á afskriftareikningi. Það er ekki heil brú í því hvað stóru bankarnir setji lítið í afskriftareikning þrátt fyrir afskriftir og efnhagsástand en þeir ættu frekar að geta afskrifað ef að þeir hafa fengið svona miklar afskiftir, líkt og stórmarkaðir sem fá magnafslátt. Það er líka mjög vitlaust að Seðlabankinn komi ekki til móts við sparisjóðina með þrautavaralánum. Afskriftareikningar fylgja efnahagsástandi og er alls ekki endanlegt tap og það er heldur ekkert víst að sparisjóðirnir þurfi að nota nema brot af honum og hann komi inn sem hagnaður þegar betur árar og því er stuðst við víkjandi þrautavaralán á meðan, en ég spyr hvað var samráðshópurinn að hugsa, afhverju fengu sparisjóðirnir ekki þrautavaralán. Hvern ætla menn að fá til að lána eða kaupa í íslenskum viðkiptabanka (Tier2) ef hann er yfirtekinn í hvert sinn sem fylla þarf á afskriftareikninginn.Væri ekki nær að stóru bankarnir notuðu Tier 2 eins og efnhagsástandið gefur til kynna, jú maður myndi ætla það en í raun hafa þeir hvorki burði í Tier 1 né Tier 2 þar sem að þeir hafa ekki bolmagn til að standast kröfur Tier 2 og að útlán þeirra fyrir hrun miðuðu öll við Tier 1 og því geta stóru bankarnir heldur ekki endurmetið vexti á útlán frá þeim tíma. Það vantar t.d. örugglega ekki minna en 200 milljarða í NBI svo hann nái 8% innan Tier 2 miðað við að hafa lánað útlán fyrir hrun sem Tier 1 banki. Arion ,NBI og Íslandsbanka verður ekki hægt að bjarga sama hvor leiðin yrði farið. Þess vegna mun ég skora á stjórnvöld að skila sparisjóðunum til fyrri eiganda og gefa þeim færi á málaferlum og reisa síðan nýjan ríkisbanka á nýjum grunni sem uppfyllir Tier 2 Það mátti heyra títtiprjón detta þegar ég benti yfirstjórn Landsbankans á að þau væru að nota rangan áhættugrunn, enda átti ég ekki von á því að þau myndu reyna að svara svona óþægilegum rökum. Jafnvel þau yfirmanneskja áhættustýringar væri á meðal þeirra. Það komu ekki einu sinni andmæli frá þeim. Auk þess benti ég Hjördísi Vilhjálmsdóttur á það að endurreisn stóru bankanna kostaði Byr sparissjóð yfir 65 milljarða en Hjördís var aðstoðarmanneskja Steingríms J Sigfússonar fjármálaráðherra á þeim tíma sem að Byr var yfirtekinn þrátt fyrir að hún hafi sagts hafa verið hætt á fundinum þá man ég eftir því að hafa hringt í fjármálaráðuneytið og rætt við hana morguninn eftir að Byr var yfirtekinn. Hjördís sem sagt laug að fólkinu í salnum. Ég hafði bent Steinþóri Pálssyni bankastjóra á það á fundinum að Byr væri með þrisvar sinnum meiri afskriftareikninga en Landsbankinn en samt er Landsbankinn fimm til sex sinnum stærri. Steinþór svaraði mér með því að hann vissi ekkert um reksturinn á Byr. En eftirá að hyggja þá hefði ég átt að benda honum á á fundinum að það væri undarlegt að menntaður maður eins og hann sem væri búinn að gefa það út í viðskiptablaðinu 30 september 2010 að hann vildi að Byr og Landsbankinn myndu sameinast, en auk þess þá er stjórn Landsbankans búin að eiga viðræður við slitastjórn Byrs um að Landsbankinn tæki yfir Byr hf. Þess vegna stórlega efast ég um hæfni hans sem bankastjóra ef hann annað hvort veit ekkert um félög sem Landsbankinn vill sameinast eða það að hann ljúgi um vitneskju sína fyrir framan fullan sal á opnum fundi, og yfirstjórnin sat bara eins og ég veit ekki hvað alveg út á þekju.Ég vill líka benda á það að N4 var á staðnum með 3 stórar mynbandsupptökuvélar en ég tel að Landsbankinn hafi ætlað sér að sýna allan fundinn ef hann hefði heppnast vel en staðreyndin var sú að þó að Landsbankinn hafi ekki átt kvöldið að þá áttu þeir upptökurnar. Þetta er eitthvað svo siðferðilega rangt vegna þess að það var ekkert sýnt af umræðu fundarins heldur eingöngu viðtöl við yfirmenn bankans. Ef að stóru bankarnir þola ekki að hafa Basel 2 þ.e.a.s. leikreglurnar upp á yfirborðinu þá eru þeir ekki traustsins virði. Auk þess er brjálæði að ríkisstjórnin skrifi undir Icesave á meðan Landsbankinn notar rangan áhættugrunn.
valgeir einar ásbjörnsson (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 10:46
Nennti bara ekki að lesa þetta...sorry.
Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 10:53
fjölmiðlar hafa aldrei nokkurn tíma þorað að ræða um Basel 2 en ef að fólk myndi síðan samþykkja Icesave þá spyr ég hvernig ætla fjölmiðlar og ráðamenn þjóðarinnar að reyna að sannfæra kolbrjálaðan almenningin á því að engin hafi vitað hvernig reglverkið virkaði Icesave getur orðið virkilega dýrt ef að Basel 2 nær ekki upp áyfirborðið í tíma þetta er spurning um nauðlendingu eða brotlendingu. Þjóðverjar misstu allt traust á FME þegar að Byr og sparissjóðirnir voru yfirteknir en stjórnvöld þora ekki að ræða hvað í raun fór úrskeiðis þar og Bretar og Hollendingar myndu kenna ráðmönnum Íslands um að upplýsa ekki þjóðinna um Basel 2, en fjölmiðlar þeir sofa á vaktinni eins og fyrir hrun.
valgeir einar ásbjörnsson (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 10:54
nei Helgi ég skil það vel að samfylkingarmaður hafi ekki áhuga á fjármálum enda gerist lítið í þjóðfélaginu í dag, það þýðir heldur ekki fyrir samfylkingafólk að segja að það hafi ekki borið einhverja ábyrgð á hruninu enda Össur seldi bréf sín í spron 2 mánuðum eftir að samþykkt var að síðustu bankarnir innleiddu Basel 2. það er ferlegt að horfa upp á skattpínu ykkar samfylkingar í stað þess að byggja upp atvinnulíf, ég sem vélstjóri er að horfa á eftir fleiri hundruð þúsunum í skatta fyrir getulausa ríkisstjórn
valgeir einar ásbjörnsson (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 11:03
Djöfull er skammtímaminnið virkt hjá þér, en langtímaminnið slappt.
þú manst líklegast ekki eftir tveimur lánum sem OR tilkynnti með pompi og prakt:
http://www.or.is/UmOR/Fjolmidlatorg/Frettir/Lesafrett/1754
http://www.or.is/UmOR/Fjolmidlatorg/Frettir/Lesafrett/1900
Svona til að hjálpa þér aðeins voru þessi lán aldrei greidd. Af hverju spyrðu?
jú af því að þessar stofnanir vildu ekki borga meðan milliríkjadeila stóð yfir. Alveg er ég pottþéttur að það sé nákvæmlega það sama uppi á teningnum núna.
Heywood Jablome!
Heywood Jablome (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 11:40
Heywood Jablome: Þessar stofnanir sem þú ert að vísa til eru ekki fjármálafyrirtæki í þeim skilningi sem frjáls markaður leggur í hugtakið, heldur rammpólitísk stjórnunarbatterí. Alvöru fjárfestar hafa líklega mun meiri áhyggjur af 7-8000 milljörðum sem þeir töpuðu hér haustið 2008 heldur einhverjum mun lægri upphæðum sem Bretar og Hollendingar telja sig hafa tapað, hvað þá enn lægri upphæðum vegna einhverrar smávirkjunar í uppsveitum Suðurlands.
Þar fyrir utan, ef við segjum bara nei við IceSave, þá losna a.m.k. 26 milljarðar sem annars hefðu farið í óafturkræfa vexti á þessu ári, og fyrir þannig pening getum við byrjað að reisa Búðarhálsvirkjun. Sjálf, og strax! Ekki nóg með það heldur er það eina leiðin til að skapa hagvöxt innanlands. Framkvæmdir fyrir erlent lánsfé skapa engan hagvöxt á Íslandi, heldur í útlöndum þaðan sem lánin eru fengin. Hættið svo þessari bölvaðri vitleysu og fíkn í erlent lánsfé! Hversu lengi ætlar fólk að vera meðvirkt með lánsfjárfíklunum sem lögðu efnahagslífið í rúst? Það er kominn tími á meðferð fyrir ykkur!
Guðmundur Ásgeirsson, 17.3.2011 kl. 12:12
þetta er bara ein sort hótana i sambandi við Icesave ,þvi þetta lán fæst ekki nema með samþykki á Icesave og ekki heldur aðkoma að ESB ,Svo nú á að sverfa til stáls og láta almenning skilja i eitt skipti fyrir öll hversu djöfullegur hann er , að standa fyrir uppbyggingu i landinu ,ef hann ekki samþykkir EKKI LÁTA BLEKJAST ...STÆRRA NEI VIÐ ICESAVE en nokkru sinni ......
ransý (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 12:13
Lánið er skilyrt. Ragna Sara Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, staðfestir þetta.
Landsvirkjun þarf semsagt að að tryggja sér 18 milljarða í viðbót með lánum. Nei við Icesave myndi þýða að aðgangur Íslands að erlendu lánsfjarmagni verður nánast frosinn næstu árin.Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 13:31
Ótrúlega getur nú þessi barnalegi og jafnframt kostulegi málflutningur Baugsfylkingar og borgunarsinna verið þreytandi svona til lengdar. Í hvaða sýndarveruleikaheimi lifa þeir og í þeirri trú að fólk er fífl eins og þá hugsanlega þeir..???
Verður alþjóðlegur lánamarkaður settur í frost við það að rúmlega 300 þúsund manna þjóð kýs að skjóta ólögvörðum kröfum Breta og Hollendinga í umboði Evrópusambandsins til úrskurðar lögboðinna dómstóla til að fá úr því skorið hvort að einhver greiðsluskylda finnist..???
Eitthvað sem lögfróðum aðilum hvorki á vegur handrukkaranna eða aðstoðarmanna þeirra hérlendis hafa getað sýnt fram á hingað til og sjálfsagt aldrei.
Erum við nokkuð búin að gleyma að við áttum að verða orðin Kúba norðursins sem og Norður Kórea og gott ef ekki sokkin í sæ og það strax við að hafa ekki gengið að glæsi-Svavarssamningnum Icesave 1. Af hverju útskýra þessar mannvitsbrekkur fyrir okkur NEI liðum hvers vegna ekkert hefur staðist að því sem þeir hafa ruglað um hingað til, og þá hvers vegna nokkur þokkalega gefin maður ætti að taka mark á þeim núna, sem og hvers vegna þeir ræða ekkert um þá þennan "stórkostlega" Icesave 3 samninginn, sem á sínum tíma var fullyrt af sömu að aldrei yrði hægt að ná mótaðilum að samningaborðinu...???
Hvers vegna hefur ekki eitt einasta atriði af því sem þessir útsendarar og hagsmunagæslumenn Breta og Hollendinga hafa fullyrt og beinlíns logið ekki komist nálægt því að standast..???
Ætti það ekki að vera fagnaðarefni fyrir handrukkarana að fara með málið fyrir dómstóla, þó svo að þeir hafa ALDREI þorað að minnast á þann möguleika hvað þá reynt að hóta honum. Það næsta sem þeir komust var að fá Steingrím og Jóhönnu og stjórnarliðs hörmungina skrifa undir í Icesave 2, að ef að Íslendingum lánaðist að koma málinu fyrir einhverja dómstóla á einhverju stigi, ÞÁ ÞYRFTU ÞEIR EKKI AÐ UNA NIÐURSTÖÐU NEINS DÓMSTÓLS; SAMA HVER HÚN YRÐI...!!!!
Bendir það ekki til ótrúlegs öryggis um sigur í málinu, sem alþjóðasamfélagið mun örugglega hafa í huga þegar það ÆTLAR AÐ REFSA ÞJÓÐINNI FYRIR AÐ LEITA LAGALEGS RÉTTAR SÍNS OG HAFNA SPILLTRI PÓLITÍSKRI AFGREIÐSLU MÁLSINS....???
Er einhver farinn að hugleiða hvað mun gerast ef að þjóðinni verði skipt í þessar tvær fylkingar og annar hlutinn neyddur til að greiða fyrir illa upplýstan nauman meirihlutann eins og kannanir sýna að er í dag...??? Friður á milli íbúa landsins...??? Meirihluta JÁ manna sem svöruðu því í könnun að rúmlega 80% þeirra hafa aldrei lesið samninginn né kynnt sér málið frekar en borgastjóra trúðurinn, en ætla samt að segja JÁ.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 15:25
Fjármálaráðherrann mun luma á 26 milljörðum sem hann ætlar að gauka að UK og NL í næsta mánuði - svona alveg aukreitis, ef ríkisábyrgð um Icesave verður samþykkt.
Sting upp á því að 18 milljarðarnir verði teknir af þeirri upphæð, en þá verða eftir 8 milljarðar sem eflaust verður hægt að finna góð not fyrir.
Kolbrún Hilmars, 17.3.2011 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.