Viðskiptavædd stjórnmál í Reykjanesbæ

Reykjanesbær verður sérstaklega illa úti í hruninu vegna þess að Árni Sigfússon bæjarstjóri og meirihlutinn með honum drukku ótæpilega að eitruðum kokteil viðskipta og stjórnmála. Árni rak bæjarsjóð eins og áhættusækinn útrásarauðmaður. Hann gerði samninga ofaná samninga sem höfðu mest lítið með rekstur almannaþjónustu að gera en þjónuðu braskeðli bæjarstjórans.

Hannes Friðriksson skrifar grein í Víkurfréttir um sviðna jörð sem blasir við suður með sjó. Ábending Hannesar er að menn byrji á því að líta í eign barm og greina hvað fór úrskeiðis.

Þegar kurlin koma öll til grafar verður þetta niðurstaðan: Stjórnmál eiga að vera í þágu almennings og það er ekki í almannaþágu að braska með opinberar eigur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir Sigfússynir eiga sér málsbætur fáar.

Rekstrar- og markaðsgúrúar excel-skjalanna reyndust ekki vitringar svo ekki sé sterkar að orði komist.

Karl (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband