Miðvikudagur, 16. mars 2011
Sjálftekt ofurlaunafólks í skjóli lamaðrar ríkisstjórnar
Bankamenn í skilanefndum og forstjórar fjármálafyrirtækja í ríkiseigu skammta sjálfum sér laun og skeyta hvorki um heiður né skömm. Ríkisstjórnin er hvorki með aðhald gagnvart sjálftektarliðinu né stefnu í launamálum og reynir að fela sig á bakvið ábyrgðarleysi.
Ríkisstjórn vinstriflokka sem ekki ræður við sjálftekt forstjóra fyrirtækja í opinberri eigu er ónýt til allra hluta nema að skemmta skrattanum. Á meðan ráðherrar ráfa um með gæluverkefni sín eins og umsóknina um aðild að Evrópusambandinu, stjórnlagaráð og álíka hégiljur telur græðgisliðið sér óhætt.
Jóhanna Sig. og Steingrímur J. seldu almenningi sig sem oddvita fyrstu hreinu vinstristjórnar lýðveldisins. Á miðju kjörtímabili er vinstristjórnin svo lömuð til verka að starfsmenn hjá fyrirtækjum í opinberri eigu skammta sjálfum sér ofurlaun.
Stjórnarlaun í Valitor hækkuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Jóhanna Sig. og Steingrímur J. seldu almenningi sig sem oddvita fyrstu hreinu vinstristjórnar lýðveldisins".
Sérlega vel að orði komist !
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 09:39
"" Á miðju kjörtímabili er vinstristjórnin svo lömuð til verka að starfsmenn hjá fyrirtækjum í opinberri eigu skammta sjálfum sér ofurlaun."
Og á sama tíma eru þau að lækka sín eigin laun og hækka skatta á fólk sem ekki á fyrir mat.
eiginlega er ekki hægt að komast neðar í aumingjaskapnum.
Þetta minnir á ástand sem stundum skapast þegar nýráðnir einstaklingar valda ekki erfiðu yfirmannsstarfi. þá taka undirmenn völdin og framkvæma á ábyrð þess nýráðna.
Nú sitja Þú sköthjú uppi þáðþrota með þessi skilanefndagengi.
Svon er að búa í stjórnlausu landi.
Guðmundur Jónsson, 16.3.2011 kl. 10:50
Næstsíðasta linan átti að vera svona.
"Nú sitja Þau skötuhjú uppi, ráðþrota með þessi skilanefndagengi."
Guðmundur Jónsson, 16.3.2011 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.