Uppreisn í Reykjavík

Reykvíkingar kusu ekki Jón Gnarr til valda heldur leiddi Samfylkingin hann í hásætið. Þorpsfíflið verður borgarstjóri í umboði Samfylkingarinnar og heldur að hann sé stjórnmálamaður. Íbúar Reykjavíkur eru ekki sömu skoðunar og tóku völdin af samfylkingarfíflaganginum þegar fíflið og valdahækjan heimsóttu Grafarvog.

Þegar fólk kemst á bragðið að fyrirlíta valdhafa er komin einstefna. Valdhafar verða fórnarlamb vítahrings þar sem einn ósigur er farvegur fyrir næstu auðmýkingu. 

Verkefni borgarstjórnar Reykjavíkur eru ærin. Með fífl í borgarstjórastól verður ekki tekist á við vandamálin heldur búið til uppistand til að fela þau. Brandarar koma ekki í stað stjórnmála, en hvorki Jón Gnarr né Samfylkingin skilja það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þú ert sjaldgæft eintak af illgjarnri og neikvæðri manneskju. Ég get ekki ímyndað mér að það séauðvelt fyrir fólk að þrífast þar sem þú ert nálægt.

Þú ert alveg útstúderaður kjáni og einfeldningur. Svona blaðamaður sem skrifar greinar í sorpblöð og slúðurdálka. Enn til að líta jákvætt á þig þá ertu náttúrulega efni í skemmtiatriði.

Þú gætir t.d. telft í nýrri grein: "Hver getur orðið stærsta fíflið á sem stystum tíma" og ynnir ábyggilega. Slægir líklegast Íslandsmet ef ekki væri annað.

Verðlaun yrðu 2 vikur í leiðinlegum bæ í Síberíu með miklu wodka þar sem þú gætir notað til að slípa til sjálfsvorunaráráttu þína og vesaldóm...;) ...aumingja kallinn...

Óskar Arnórsson, 13.3.2011 kl. 23:55

2 identicon

Heill og sæll Páll - sem og; aðrir gestir, þínir !

Nafni minn; Arnórsson !

Því miður; líta hlutirnir svona út, frá mínum bæjardurum séð, sem næsta nágranna Reykvízkra, í austur, á landsbyggðinni.

''Samfylking''; svonefnd, hefir Jón karlinn - og slekti hans allt, upp í ermi sinni, sem hverjar aðrar strengjabrúður - og; nú hlýtur þú að vera mér sammála, í næstu málsgrein, líklegast.

Hvaða hlutverki; gegnir Hanna Birna Kristjánsdóttir, í þessum farsa, sem forseti Borgarstjórnar, í þessum fádæmum öllum, sem yfir nágranna mína, þar syðra ganga, nú um stundir ?

Er kannski ekki; neitt ýkja einkennilegt, í ljósi þeirrar staðreyndar, að kratarnir hafa andlegan - sem veraldlegan leiðtoga hennar, Gufu strók inn Bjarna Benediktsson (yngra), í vasa sínum, á landsvísu.

Nafni minn !

Þér, að segja, eru stjórnmál suður í Zimbabwe, hjá hinum aldna Mugabe, á mun hærri plönum, heldur en hið íslenzka, almennt talið.

Þú ættir; að koma hingað út til Íslands, um stundarsakir - og kanna sjálf ur, hvort þessi dáða drengur;; Jón Gunnar Kristinsson, sé yfirleitt í lagi, fornvinur góður, áður en þú fordæmir Pál, svo skart, sem að ofan greinir.

Enginn heilbrigður maður; bindur trúss sitt, við kratana - fremur en hina glæpaflokkana á Íslandi, hins ólgumikla samtíma okkar.  

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 01:50

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Óskar,ekki er auðvelt að ráða í hvað þér gengur til,þetta flokkast sem árás.    Málið er að Páll er mest lesni pistlahöfundur hér. Meir en 2,þúsund manns koma daglega,aðeins til að sjá snjallar færslur hans,sumar þeirra verðskulduðu N'OBEL,væri hann veittur.

Helga Kristjánsdóttir, 14.3.2011 kl. 01:57

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þetta er engin Nóbels færsla og hafa ekkert til málanna að leggja nemaþorpsfífl og valdahækjur.

Alla vega er það ekki það sem maður á von á hjá blaðamanni. Það er ekkert innihald í þessu sem hann skrifa nema mest munnræpa og rugl.

Ég hef aldrei séð eina einustu setningu um núverandi borgastjórn um neit sem hún hefur gert eða ekki gert. Ef það er eitthvað er það vel falið innan um kjaftavaðal sem ekkert segir hvað hann sé að fara.

Ef hann tekur þessu sem árás er það fínt. Páll er mega asni og ég er einn af þeim sem les pistlanna hans því þeir eru bara merkilegur sóðaskapur.

Ég skrifa nákvæmlega í sama stíl og Páll með smáveigis öðruvísi áherslum. Páll er bara kjáni og fábjáni sama hvaða vini hann á nafni minn...

Jón Gnarr þekkir ekkert þetta stjórnmálapakk sem er búið að éta sig inn á gafl í Reykjavík. Ef það væri vit í fólki þá reyndi það að kíkja á við hverja hann er að eiga þarna, styðja hann og gefa honum ráð ef einhver er með þau.

Það er bara verið að gera hann bitlausan í þessari vonlausu baráttu gegn spillingaröflunum í borginni og spillingaröflun eiga dyggan stuðningsmann í Páli blaðsnáp.

Páli er fyrirmunað að skilja stöðunna rétt. Jón Gnarr og nokkrir með honum er einn af fáum fyrstu mönnum sem tekt að vera heiðarlegur í viðleitni sinni að koma viti í þessa súpu sem pólitík er orðin í Reykjavík.

Ég er ekki viss um að það muni takast. Ef einhver heldur að eitthvað yfirleitt snúist um hver er í hvaða flokki eða hvaða pólitískar skoðanir einhver er með, þá skilur sá hinn sami ekki mikið í því sem er að ske.

Reykjavík mun verða fórnað eins og venjulega fyrir peninga, stöður og fríðindi og um það snýst allt spilið hjá fólki sem hangir dauðahaldi í allar aðferðir til að breyta engu.

Páll gæti nú fjandas til að skoða hvað er er að gerast raunverulega og skrifa svo um málið hafi hann áhuga. Enn ekki bara að útvarpa heimsku sinni með þessu jarmi um að allir séu fífl...hann hlýtur að geta grafið eithvað upp sem er bitastæðara en þetta.

Óskar Arnórsson, 14.3.2011 kl. 02:37

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

...ekki yrði ég hissa að Páll væri bara leigupenni hjá einhverjum hagsmunasamtökum og spillingaröflum...ég ætla alla vega að skoða þann möguleiga ef ég er með tíma í það...

Óskar Arnórsson, 14.3.2011 kl. 02:40

6 identicon

Fínn pistill. Hjartanlega sammála Óskari Helga.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 08:31

7 identicon

Vinsamleg spurning til Óskars Arnórssonar.! Býrð þú á Íslandi.?

Númi (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 11:45

8 identicon

Óskar Arnórsson, hvernig getur þú séð einhverja illgirni í því þegar Páll bendir á hið augljósa, að brandara koma ekki í stað stjórnmála.  Ætli dagar Dags í stjórnmálaum séu ekki senn taldir. Stjórnmálamaður sem leiðir þorpsfífl í borgarstjórastól á ekki mikið erindi í stjórnmálin.

þór (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 12:23

9 identicon

Komið þið sæl, að nýju !

Nafni minn; Arnórsson !

Varnir þínar; Jóni Borgmeistara til handa, eru sannarlega virðingarverðar, en eiga sér öngva stoð, þar sem hann - og fylgjendur hans, gengu sjálfviljug, til samstarfs við kratana, og hina óborganlegu Hönnu Birnu;; fólk, sem hefir ekki gripsvit, á stjórnun Reykjavíkur pláss, sem á daginn er komið, eftir allan þann fíflagang, sem á undan er geng inn, fornvinur góður.

Hvernig; geta þau Jón réttlætt, stuðning sinn, við byggingu og rekstur, eins afkáralegasta monthúss, innan Reykjavíkur marka, sem tónlistar húsið er - og fleygt hundruðum Milljóna króna, í þann óskapnað, árlega, um langan aldur, svo;; dæmi sé til tekið ?

Eflaust; má týna til, fjölda annarra Héra verka, af hálfu þessa liðs - þó; taka vilji ég fram, að fæstir fyrirennara þeirra, hafi verið gáfulegri svo sem, á fyrri árum, nafni minn.

Aðeins; að ígrunda betur hlutina, áður en þú hefjir næstu atlögu, á hendur Páli síðuhafa, nafni minn, góður.

Með; ekki lakari kveðjum, en þeim fyrri /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 12:30

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Nei ég bý ekki á Íslandi. Jón Gnarr er EKKI stjórnmálamaður. Og hefur sannað að ekki þarf neina sérstaka eiginleika til að sina borgarstjóraembætti. Og ég ver ekki gjörðir hans ef þær eru neikvæðar.

Jón er heiðarlegur, veit hvað er að gerast í kringum sig, en ekki þar með sagt að hann viti hvernig á að bregðast við því. Þetta brandaratal hefur með hans eina af mörgum vinnum hans að gera. Oft þá einu sem fólk veit um.

Páll er frægur skrifari sem og lesin, segir að hann berjist gegn spillingu, enn ég trúi honum ekki lengur í því efni. Stjórnmál á Íslandi eru engin stjórnmál í þeirri merkingu. Pólitíkuasar eru smitaður af þeirri hagsmunagrúppu sem hver og einn er tengdur.

Og svo koma menn og eru að tengja þetta við einhverja flokkspólitík sem það er ekki. þessi bygging sem þú talar um nafni er arfur sem Jón tók við. Það sem vantar inn í borgarstjórn er áhugasamt fólk sem vill reka borgina fyrir fólkið, enn ekki fólkið eigi að halda uppi ótölulegum fjölda "aðalsmanna" sem er búið að ala upp í kynslóðir engum til gagns nema þeir sem eru við jötunna.

Jón Gnarr er symbol fyrir mótmæli fólks og kröfu um breytingar. Og til að einhverjar breytingar eigi að geta komist í gegn þarf að setja upp stálhandskanna og hreinsa til. Og það getur hann ekki einn með sínum fáu mönnum.

Ég vona að hann fari áfram og bjóði sig fram til alþingis. Og virkilega geri í því að smitast ekki af þeim spillingarvírus sem það er í gangi.

Og þetta með "brandara í stað stjórnmála" er enn eitt djókið. Hugsið ykkur ef hann hefði unnið í öskunni eða sem togarasjómaður. Hvernig hefði þá kritikin verið?

Alla vega hvet ég menn að lesa ´það sem Páll skrifar einu sinni enn og finna eitthvað haldbært innihald.

Stundum eru menn svo uppteknir af að orða ekki neitt á sem skáldlegastan máta, að þeir gleyma alveg því sem þeir ætluðu að segja. Og þá gera þeir eins og Páll, skrifa bara og skrifa, helst með hæðni og helst að það rími flott. Innihald og boðskapur er nákvæmlega engin.

Óskar Arnórsson, 14.3.2011 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband