Ríkisbankar í græðgisvæðingu

Íslenskir bankamenn eru óvenjuleg fyrirbrigði í mannheimum. Hæfileiki þeirra til sjálfsblekkingar er óendanlegur. Jón Finnbogason forstjóri Byrs segir í opinberu viðtali við RÚV, að því er virðist allsgáður, að hann sjái fyrir sér að Byr verði leiðandi í endurreisn sparisjóðakerfisins.

Altso, fyrir það fyrsta er Byr ekki lengur sparisjóður. Sparisjóðurinn Byr er græðissambræðslusjóður og fór í gjaldþrot. Ríkisvaldið endurreisti Byr af einhverri óskiljanlegri hvöt sem fjármálaráðherra á eftir að útskýra.

Rökin sem Jón Finnbogason teflir fram er að Byr þekki ,,sparisjóðshugsjónina" og hafi aukinheldur ráðið lykilstjórnendur gjaldþrota SpKef. En sá sparisjóður var rekinn í þágu frændgarðs sparisjóðsstjórans og helstu yfirmanna sem mokuðu út peningum til fjárglæfra.

Byr á auðvitað ekki að vera í rekstri, heldur önnur skúffa í Landsbankanum, þessi sem er fyrir ofan skúffuna merkt SpKef.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Og svo héldu menn að þeir þyrftu að kjósa Besta til að geta haft  eitthvað grín í galskapinu.

Ragnhildur Kolka, 13.3.2011 kl. 20:00

2 identicon

Hversu djúpt þurfum við að sökkva áður en við sjáum ljósið?

Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 13.3.2011 kl. 20:29

3 identicon

Jamm og......Mr Darling former chancellor requests the Treasury release details of the inquiry into liquidised bank in an attempt to publicise the affair and show the Bank of England's previous errors
2011. March 12.
http://www.ft.com/cms/s/0/7f6d5df8-4c0c-11e0-82df-00144feab49a.html#axzz1GV2XbpSg

Britain's biggest banking scandal
http://news.bbc.co.uk/2/hi/business/3383461.stm

http://file.wikileaks.info/leak/sandstorm-bcci-report-1881.pdf BCCI "Sandstorm" report. This previously released, partly redacted, confidential investigative report was commissioned by the Bank of England and kicked off the interna...tional BCCI banking scandal. 

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 13.3.2011 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband