Sunnudagur, 13. mars 2011
Einelti og derringur úti á Nesi
Þegar fullorðinn karlmaður sakar konu um einelti er eins gott að hafa sæmileg rök fyrir máli sínu. Að öðrum kosti situr karlmaðurinn uppi sem hálfgerður kjáni. Þau rök sem framkvæmdastjóri hjá Seltjarnarnesi teflir fram gagnvart Ásgerði Halldórsdóttur bæjarstjóra eru ótrúverðug í meira lagi. Millistjórnandi sem ekki getur tekið orðahnjaski er ekki á réttum stað.
Þegar framkvæmdastjórinn fyrrverandi gerir kröfu um að lýðræðislega kjörinn bæjarstjóri víki er kjánaskapurinn komin út yfir velsæmismörk.
Bæjarstjórinn og framkvæmdastjórinn gátu ekki unnið saman og það er leitt. Við þær kringumstæður leysir fullorðið fólk málin.
Vælubíllinn með eineltissírenu og derringskröfum um að setja af bæjarstjóra sem almenningur hefur kosið til forystu er út í hött.
Vill að bæjarstjóri Seltjarnarness víki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að karlmaðurinn skuli vera búinn að vera í veikindaleyfi í heilt ár vegna málsins, bendir til að orsakir vandans séu einhverjar aðrar en einelti.
Axel Jóhann Axelsson, 13.3.2011 kl. 16:44
Þetta hugsaði ég líka, þegar fréttin var lesin,
en þorði varla að hugsa upphátt.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 13.3.2011 kl. 17:08
Um hvað skyldi málið hafa snúist upphaflega?
Hér á Flórídu auglýsa Tort-lawyers hástöfum. Þetta er stétt manna sem tekur að sér að sækja bætur fyrir hvern sem er af hvaða ástæðu sem er. Hér er þetta lögvernduð atvinnugrein.
Erum við bara ekki að tileinka okkur nýja tíma?
Halldór Jónsson, 13.3.2011 kl. 18:02
Dómkvaddir matsmenn virðast sammála honum. Þá er hann varla ótrúverðugur?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.3.2011 kl. 18:52
Ég sé að hér er fólk með einhverjar meiri upplýsingar um málið en ég. Allavega þykir mér skipta höfuðmáli niðurstaða dómskvaddra matsmanna.
Gunnar Waage, 13.3.2011 kl. 19:14
Ert þú ekki að setja þig á háan hest Páll, eða ertu starfmaður Seltjarnarnes?
fréttin er svona "Matsmennirnir telja fullsýnt að í fjórum atriðum hafi Ásgerður ótvírætt sýnt framkvæmdastjóranum ámælisverða og ótilhlýðilega háttsemi sem stjórnandi"
Þessir matsmenn hljóta að hafa gögn sem þú hefur ekki eða hvað? Á facebook má lesa að 1 - 2 aðrir starfmenn eru búnir að kvarta undan sama bæjarstjóranum.
SigG (IP-tala skráð) 13.3.2011 kl. 19:53
Ekki hef ég áhyggjur af því að Ágerður bæjarstjóri komi „löskuð" frá þessu máli. Tilkvaddir matsmenn sem unnu fyrir Ólaf Melsteð beindu vinnu sinni að því sanna ágalla á framkomu Ásgerðar. Framhald þessarar rannsóknar hlýtur næst að beinast að því að rannsaka ferli Ólafs og samskipti hans við Nesbúa. Þar er af nógu að taka. Er það rétt að í „veikindaleyfinu" hafi Ólafur stundað háskólanám ?
Bjarni Dagur Jónsson (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 16:28
Hvað hefurðu fyrir þér í því Bjarni Dagur að dómkvaddir matsmenn vinni fyrir annan aðilann? Ertu að grafa undan réttarríkinu?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 08:17
Sæl Elín. Það hefur komið fram í fréttum.
Bjarni Dagur Jónsson (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 11:22
Ég hélt að dómkvaddir matsmenn væru óháðir fagaðilar. Hvaða starfsmenn Ólafs eru þetta segirðu?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.