Ragnar braut af sér, ekki lögðilinn

Ragnar Önundarson forstjóri Kreditkorta tók þátt í samsæri gegn almannahagsmunum með samráði við Visa um verðlagningu á þjónustu kortafyrirtækja. Vörn Ragnars eftir að málið komst í hámæli með  umfjöllun Kastljóss er að hann sé ekki ábyrgur fyrir eigin gjörðum heldur eigendur fyrirtækisins sem hann starfaði hjá.

Vörn Ragnars er útgáfa viðskiptaelítunnar á ábyrgðarleysi sem tíðkuð er meðal afbrotamann segjast sjálfir fórnarlömb aðstæðna, uppeldis eða samfélagsins. Íslenska viðskiptaelítan verður að komast undir manna hendur til að atvinnulífið eigi sér viðreisnar von. Ábyrgð á afbrotum verður að liggja hjá einstaklingum en ekki lögaðilum.

Afbrot eiga ekki að vera spurning um debet og kredit í bókhaldi fyrirtækja heldur fangelsi og útskúfun brotamanna.

Ragnar getur ekki skýlt sér á bakvið eigendur Kreditkorta, það er hann sem framkvæmdi brotin.


mbl.is Krefst afsagnar forstjórans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, var það ekki Páll. Sigurjón er sekur en Björgólfur ekki.

Hann er að benda á Reiknistofu bankanna (Seðlabanka, Landsbanka, Kaupþing, Glitni, Samband íslenskra sparisjóða, Visa Ísland og Kreditkort). Samkeppnisstofnun gerði akkúrat ekkert - og gerir ekkert enn - til að fyrirbyggja samráð bankanna.

"Í samkeppnislögum er fjallað um sameiginlegt eignarhald keppinauta á fyrirtækum. Enn hefur þessu ákvæði lítt eða ekki verið beitt hér á landi [...]. Eignarhald RB er enn sameiginlegt og í höndum keppinauta [...]. Á það bara að vara áfram eins og það sé ekkert vandamál?"

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 13:08

2 identicon

Hvernig dettur fólki í hug að Samkeppniseftirlitið eigi að fyrirbyggja eitthvað? Þetta er ekki Forvarnaeftirlitið.

Jón Flón (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 13:29

3 identicon

Hlutur Ragnars í þessum brotum fyrirtækjanna eru mikil vonbrigði ekki síst þar sem hann var meðal þeirra örfáu sem varaði við því hvert stefndi í bankakerfinu og efnahagsmálum á árunum fyrir hrun.

En ég tek undir með Elínu hér að ofan. Það þarf að rífa illgresið upp með rótum en ekki slíta eingöngu sýnilega hlutann og vona að rótin verði sjálfdauð.

Allir sem koma að þessum málum þurfa bera sína ábyrgð allt frá þeim persónum sem gegna hlutverki kjölfestueigenda, stjórnarmönnum til framkvæmdastjóra sem hrinda ákvörðunum eigenda og stjórnar í framkvæmd á kostnað viðskiptavina og samfélagsins.

Þegar Kanarífuglinn syngur, þó hann heiti Ragnar Önundarson, þá eiga menn að hlusta en ekki vísa því á bug. Reiknistofa bankanna er jafngalið fyrirbæri og Reiknistofa olíufélaganna, Reiknistofa Krónunnar og Bónuss, Reiknistofa símfyrirtækjanna og þar fram eftir götunum. Af hverju gerir Samkeppnisstofnun ekkert í þessu máli? Bankakerfið hrundi þótt allar upplýsingar um stöðuna lægju fyrir á einum stað hjá Reiknistofu bankanna sem staðsett er í Seðlabanka Íslands sem er einnig hluthafi.

Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 13:37

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

"Afbrot eiga ekki að vera spurning um debet og kredit í bókhaldi fyrirtækja heldur fangelsi og útskúfun brotamanna."

Eigum við ekki bara að byggja lítið búr til að loka inni alla heiðarlega? Það þarf ekkert að vera stórt eða merkilegt. Það er ódyrara enn að eltast við óheiðarlega. Þeir eru alltof margir.

Það þarf að stoppa afbrot og ekki til að útskúfa neinum. Látum svoleiðis rugl eftir handa afdönkuðum prestum og kirkjunni.

Það þarf að laga þessi mál, spillingu, afbrot yfirvalda og aðalsfólksins og stoppa frekju og yfirgang ofbeldismanna í fjármálum...hverjir svo sem það eru..

Óskar Arnórsson, 12.3.2011 kl. 13:57

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég man ekki betur en á endanum hafi kennitölur olíufélagana einar talist sekar í olíusamráðinu, ekki þeir framkvæmdaaðilar sem upphugsuðu plottið og lögðu á ráðin.  Það virðist fara eftir því hverjir eru hinir brotlegu eru hvor túlkunin verður ofaná, svo undarlega sem það hljómar.

Af hverju fengu þessir aðilar í Vísa málinu að labba frá því eftir að fyrirtækin greiddu sekt?

Ég er viss um að blaðamaðurinn knái hefði á því sína skýringu, gæti hann tengt krimmana við Samfylkinguna, en honum henta ekki pólitískar tengingar í þessu máli, hver ætli sé skýringin á því?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.3.2011 kl. 14:01

6 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Ragnar er bara álíka siðblindur og aðrir í íslensku viðskiptalífi. Sama gildir um íslenska stjórnmálamenn og flesta embættismenn. Hafa ber í huga að bananalýðvelidð Ísland er gjörsamlega rotið að innann af spillingu og hefur alltaf verið. Ef eitthvað er, þá hefur það versnað eftir hrun.

Guðmundur Pétursson, 12.3.2011 kl. 14:23

7 identicon

Páll Gunnar Pálsson,sem Ragnar minnist á er rammspilltur embættismaður,hann á stóran þátt í hruninu hann var forstöðumaður Fjármálaeftirlitsins í tíð Valgerðar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra. Páll þessi þyrfti rækilegrar skoðunar við. Páll horfði fram hjá mörgum augsýnilegum hættum í sínu starfi hjá Fjármálaeftirlitinu. Páll vissi um ýmis vafasöm mál hjá lífeyrissjóðum,en leit til hliðar og ýtti kvörtunarmálum útaf borðum. En Ragnar Önundarson er ekki í góðum málum heldur að er virðist.

Númi (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 17:19

8 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Númi, þú ert eitthvað að ruglast á mönnum

Jónas Fr. Jónsson var forstjóri Fjálmálaeftirlitisins.

Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitisins. Samkeppniseftirlitið hefur verið duglegt að fara inn í fyrirtæki með dómsúrskurði í höndunum og leggja hald á ýmis gögn.

Samkeppniseftirlitið hefur lagt þungar sektir á fyrirtæki fyrir brot á lögum.

Það væri allt í lagi að setja Pál í röntgen myndatöku.

Það kæmi ekkert vafasamt í ljós. Það er mitt mat.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 12.3.2011 kl. 20:26

9 identicon

Páll Gunnar var forveri Jónasar Fr. sem forstjóri FME, frá stofnun þess árið 1999 til 2005.

Baldur (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 21:18

10 identicon

Þorsteinn H Gunnarsson,þú þarft að lesa þér betur til,um þennan Pál Gunnar.

Númi (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 21:55

11 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Númi og Baldur þið eruð eins og Loki Laufeyjarson.

Það er erfitt að eiga orðastað við aðila sem þora ekki að koma fram undir nafni.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 12.3.2011 kl. 22:54

12 identicon

Steini stuðkall,googlaðu bara um þennan Pál Gunnar,þá kemstu að ýmsu.

                                                                ( Loki Laufeyjarson biður að heilsa.)

Númi (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 23:36

13 identicon

Ragnar Önundarson hefur líklega hvorki verið sóttur til saka né sakfelldur, þótt allmörg ár séu liðin frá samkeppnisbrotinu. Telst hann þá ekki saklaus í skilningi laga?

Ef menn vilja refsa framkvæmdastjórum hlutafélaga fyrir siðferðilega ámælisverða háttsemi í samkeppnismálum, væri tryggara að breyta lögum, því að sú gata virðist ekki vera greið. Hugmynd Páls um útskúfun er ekki óhugsandi, ef hann á við missi starfsréttinda. Þjóðsöngur nokkurra síðustu áratuga um fangelsi út af öllu milli himins og jarðar yrði kannski ekki eins óþolandi, ef einhver vildi semja við hann ljóð og lag.

Sigurður (IP-tala skráð) 13.3.2011 kl. 12:25

14 Smámynd: Alfreð K

Við Íslendingar höfum aldrei kunnað að refsa fólki eða draga nokkurn mann til ábyrgðar. Um leið og tveir eða fleiri bera hugsanlega ábyrgð á einhverju hefst endalaus bendingarleikur sem vonlaus yfirvöld/dómstólar ná nánast aldrei að klára með málshöfðun á nokkrum kjafti. (Man einhver eftir Lindarmálinu og 800 milljónunum sem hurfu út úr LÍ. Þáverandi ráðherra, bankastjórar og aðrir sem að máli komu: Ekki benda á mig? Málalok: Enginn málshöfðun, enginn dreginn til ábyrgðar!)

Alfreð K, 13.3.2011 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband