Evruríkin ræða sameiginlega efnahagsstjórnun

Írar og Grikkir vilja betri kjör á sínum neyðarlánum en Þjóðverjar neita að láta draga sig til sameiginlegrar ábyrgðar á skuldum ESB-ríkjanna 17 sem nota evru. Leiðtogafundur evru-ríkjanna í Brussel síðdegis mun leggja drög að sameiginlegri efnahagsstjórnun evru-ríkjanna, segir alþjóðaútgáfa Spiegel.

Evrópusambandinu er legið á hálsi fyrir að grípa til aðgerða seint og illa. ,,Markaðurinn" tilkynnti evru-samfélaginu að afdrif smáríkja á borð við Írland, Grikkland og Portúgal eru ákveðin; þau fá ekki lán sem þau geta staðið undir.

Næst á dagskrá er Spánn en greiðsluhæfi landsins féll í gær.

Evrópusambandið verður næstu árin að finna út hvað verður um evruna og hvernig sambandið ætlar að lifa af.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það ekki bara fínt ef þessi lönd fá lán afskrifuð, eða er það heimsendir?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 13:31

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Afskriftir munu leiða í ljós hvernig evrusvæðið bregst við gjaldþroti evru-ríkis. Þar eru margir möguleikar og enginn þeirra er heimsendir.

Páll Vilhjálmsson, 11.3.2011 kl. 13:41

3 identicon

Ég man það hér í Þýskalandi að það var talað um skuldaaukningu Grikklands fyrir mörgum árum.  Það var einnig talað um skuldaaukningu Portúgals líka.  En eigum við ekki að láta þá sem keyptu skuldabréfin borga afföllin?

Þess vegna erum við, í Þýskalandi, ekki sérlega sáttir við kaup Seðlabanka Evrópu á þessum bréfum.

En það hefur ekkert með evruna eða ESB að gera heldur hvernig þessi ríki hafa trassað í mörg ár að gera heimavinnuna sína.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 13:46

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Alveg rétt hjá Stefáni að þessi 29 ár í ESB og 60 miljaðra evru bæjarhjálp hafa ekki gagnast Grikklandi hið minnsta. Einungis leitt landið í ríkisgjaldþrot og gert allt mun verra. ESB hefur því heldur ekki neitt með Ísland að gera, annað en helst slæmt.
  
Stefán vill ekki bogra, þó svo að peningar Grikkja liggi á kistubotninum í Berlín þar sem þeim er eytt í að halda 30 af hverjum 100 Þjóðverjum eftir 20 ár og trilljón evrur áfram á bæjarhjálpinni frá Vestur-Þýskalandi. Transfer union skilar þjóðum ekki neinu nema aumingjaskap.  

Gunnar Rögnvaldsson, 11.3.2011 kl. 14:23

5 identicon

Gunnar:  Ég skil þig ekki.  Berlín afskrifar eins og aðrir.  Ekki vera hræddur við það.

Grísku skuldabréfin sem ég á munu að hluta til falla á mig.  Þannig er það.

En þetta hefur ekkert með Evruna eða ESB að gera heldur með Grikkland að gera.

Þeir stóðu sig ekki.  Ekki frekar að Portúgalar eða Írland. 

Ekki draga allt niður í svaðið.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 14:54

6 identicon

Hefur þetta ekki eitthvað með seðlabanka ESB að gera?  Áttu menn þar ekki að senda viðvaranir út vegna skuldasöfnunar einstakra ríkja?   Óráðsíja PIIGS hefur að sjálfsögðu áhrif á önnur ríki innan EMU samstarfsins.  Það segir sér sjálft að í samstarfi við aðra verða að vera reglur og eftir þeim fylgt.  Annað býður upp á óráðssíu í fjármálum á kostnað þeirra sem fara af skynsemi með sitt fé.  Gott dæmi um það eru einmitt grikkir.

Gunnar Rúnarsson (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 17:35

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Myntin Evra er byggð á regluverki því hún er ekki eins og alvöru mynt sem er byggð á þegnum og ríkisjóði þeirra.
 
Reglan var sú að lönd mættu ekki koma ríkisfjármálum sínum í uppnám með því að reka ríkissjóð með nema max 3 prósent tapi og svo lágum ríkisskuldum því þá myndu ríkisskuldabréfin sem bankakerfi þeirra nota til að sækja sér peninga í umferð hjá prentsmiðju seðlabankans enda sem rusl í kistum nú gjaldþrota seðlabanka ECB og þannig grafa undan mynt 16 landa. Nágranni þinn gæti þannig eyðilagt mynt þína, eins og er að gerast núna án þess að þú hafir gert neitt rangt sjálfur.  

Fyrst þverbrutu Þjóðverjar þessar reglur. Svo brutu Grikkir þær. Svo brutu 14 lönd reglurnar. Það gerðist vegna þess að einn peningur, einir og sömu vextir og ein peningapólitík getur aldrei gengið í 16 ólíkum löndum án þess að um transfer union sé að ræða.  
 
Í þessu myntsamstarfi hefur Þýskaland stundað massífa innvortis gengisfellingu í 12 ár og rakað til sín viðskiptahagnaði sem nemur 1000 miljörðum dala. Því þarf að flá þessa Kínverja Evrópu inn að skinninu svo þeir skilji hvað fór fram undir nefinu á milljón embættismönnum tröllabandalags ESB undir stjórn seðlabankabykkjunnar ECB sem hefur massíft skrúfað peningapólitík sína saman eftir þörfum Þýskalands. Nú er payday. Borga 800 miljarða evrur, við kassa eitt, takk.
 
Ef þú vissir Gagn & Gaman um EMU Stefán þá myndir þú kannski skilja eitt eða tvö prósent af málinu. En þú ert bara eins og 99,99 prósent af þeim sem tóku upp evrur; cluless um allt nema um útlit peninganna. En ég skil þig þó vel, en það hjápar bara ekkert í þessu máli.    

Gunnar Rögnvaldsson, 11.3.2011 kl. 19:16

8 identicon

Gunnar:  Ég held að þú ættir að opna augun og kynna þér málin betur hvað myynt þjóða varðar. 

Svolítið sérstakt að þú telur að mynt snúsit um þjóð.  Hún hlýtur að snúast um efnahagssvæði.

En svona kemur maður upp um sig.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 22:47

9 identicon

@Stefán:

Það er afskaplega ódýrt að segja að Grikkir og hinar þjóðirnar hafi ekki staðið sig og það er ekki nema að hluta til rétt. Evran hefur mikið með það að gera hvernig komið er fyrir þessum löndum en það virðist Sf fólk almennt ekki vilja skilja. Hefur þú hugleitt af hverju hlutirnir ganga vel í Svíþjóð um þessar mundir og hvaða mynt þeir hafa? Hvernig heldur þú að atvinnuleysi væri háttað hér ef við hefðum evru? Svo sérðu væntanlega núna afleiðingar af vaxtastefnu ECB í gegnum tíðina á Spáni en á það hefur Gunnar bent.

Stefán, svona undir lokin held ég að gott væri fyrir þig að segja t.d. Grikkjum, Írum og Spánverjum hvað evran er frábær og hvað hún og ESB aðildin hefur fært þeim mikla velmegun, hamingju og hátt atvinnustig ofan í snilldina hjá ECB.

@Gunnar Rúnarsson: Vissulega voru þessi lönd ekki varkár í útgjöldum sínum en evran var kolvitlaus skráð fyrir þessi lönd en það leiddi til eyðslufyllerís. Það þýðir að evran er orsök þeirra vandræða um leið og krónan er núna að bjarga útflutningsatvinnuvegum okkar. Ef þessi lönd hefðu eigin mynt væri bati þeirra þegar hafinn. Þjóðverjar græða mjög á evrunni og ég hvet þig til að lesa stórgóða nýlega grein á time.com um ástæðurnar fyrir því. Þar er fólk í fullri vinnu að draga fram lífið á jafngildi 550$ á mánuði sem staðfestir það sem nafni þinn Rögnvalds hefur verið að segja um hvernig Þjóðverjarnir hafa gert hlutina.

Svindlarar eins og Þjóðverjar og Kínverjar eiga ekki að komast upp með það sem þeir eru að gera í langan tíma, það er ekki nema von að uppgangur sé t.d. í Kína núna þar sem gjaldeyrissvindl þeirra veldur því að svo til allur heimurinn borgar fyrir uppganginn þar. Hvað ætli mörg hundruð þúsund manns út um allan heim hafi misst vinnuna vegna þessa falska gengis yuansins?

Helgi (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband