Krata-Eyjan endurnýtir fólk

Krata-Eyjan sem eins og Samfylkingin er komin á framfæri auðmanna stríðir við trúverðugleikavanda. Fjölmargir pistlahöfundar yfirgáfu Eyjuna þegar hún gekk fyrir auðmannabjörg. Nýr ritstjóri sér þann kost vænstan að nota herfræði aðildarsinna sem eru snillingar að endurnýta félagsmenn með því að stofna stöðugt ný samtök utan um sama minnihlutahópinn.

Krata-Eyjan tilkynnir á forsíðu að ,,nýir" pistlahöfundar séu gengnir til liðs við sökkvandi skipið og eru þar þekktir samstarfsmenn ritstjórans Karls Th. Birgissonar af kratamálgagninu Herðubreið: Jón Daníelsson og Vilhjálmur Þorsteinsson. Til að dylja krataslagsíðuna eru fulltrúar frá Besta flokknum, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum meðal ,,nýrra" pistlahöfunda.

Viðsjár eru framundan í pólitík og atvinnulífi og eflaust mun Krata-Eyjan gagnast húsbændum sínum vel. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var að vona að hún myndi lognast út af eftir eigendaskiptin. Svakalega beryttist hún til hins verra með komu Karsl Th. :-(

Eva Sól (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 16:16

2 Smámynd: Björn Birgisson

Krata - Eyjan. Kannski réttnefni, en einhver blanda af pólitísku fólki er nú þarna. Á hvaða bloggi erum við? Yrði það Bláa - Eyjan ef endurskírnar væri þörf?

Björn Birgisson, 4.3.2011 kl. 16:27

3 identicon

Já slagsíðan er orðinn svo augljós og fréttir og fréttamatið er líka enn meira litað af undirliggjandi hagsmunum ESB trúboðsins og Samfylkingar elítunnar !

Ég ætla samt að lesa þá áfram en ég ætla líka að nota hvert tækifæri sem gefst til að gagnrýna þessa lituðu og einlitu krana-frétta mennsku þeirra !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 17:10

4 identicon

Er Eyjan enn í gangi?

marat (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 19:18

5 identicon

Sæll Páll, ég hef fylgst með skrifum þínum um skeið, og hef oft séð þig nota orð læriföður þíns, Davíð Oddssonar, að það sé Baugspennar sem séu  landráðamenn. Enn hvað má kalla þá sem skrifa undir merkjum læriföður þíns, hins eina og sanna Saurpenna Íslands, hádegismóra, sem var ráðinn til að skrifa söguna upp á nýtt í hádegis móum. Aðalgaurinn í því, sem hefur skaðað hina íslenzku þjóð. Þú ert Göbbels Davíðs Oddsonar. Og þinn herra getur ekki endurritað söguna. Hann mun alltaf vera sá sem leiddi okkar þjóð í þær raunir sem hún er í. Kisstu læriföður þinn á kinnina, því þú ert ekkert annað en hans rakki. Sjáðu að þér, og gakktu í lið með þeim sem vilja Íslandi sem bezt....Ekki eyða þessari færzlu....please

Arnór Sveinsson (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 01:34

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Arnór minn, veistu eki að Páll kaus VG síðast?

Var ekki góð mynd þar sem Baddi nefndi Ísland Djöflaeyjuna? hefði hann kannski átt að segja Krataeyjan?

Halldór Jónsson, 6.3.2011 kl. 17:30

7 Smámynd: Björn Birgisson

Hér kemur flokksbundinn Framsóknarmaður, sem styður Sjálfstæðisflokkinn ljóst og leynt, og segir okkur að Páll hafi kosið VG, sem hann þó hnýtir í öllum stundum! Er ekki pólitíkin að verða svolítð undarleg í kollinum á sumum? 

Björn Birgisson, 6.3.2011 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband