Palestínumenn ofsóttir í Írak

Shítar í Írak eru sakađir um ţjóđarmorđ á palestínskum aröbum ţar í landi. Eftir fall Saddams Husseins hafa tugţúsundir Palestínumanna flúiđ Írak. Í fyrra voru 600 Palestínumenn drepnir í höfuđborginni Bagdad. Palestínumenn biđla til alţjóđsamfélagins og Ísrael um ađstođ.

Fyrir ţrem árum bjuggu um 30 ţúsund Palestínumenn í Írak. Á valdatíma Saddams Husseins nutu ţeir ýmissa fríđinda sem meirihluta íbúa Íraks, shítum, stóđ ekki til bođa eins og ókeypis heilbrigđisţjónustu og menntunar. Núna eru eftir um 10 ţúsund Palestínumenn í Írak og margir ţeirra óttast um líf sitt og eru í felum.

Í frétt Jerusalem Post er sagt frá skipulögđum morđum shíta á Palestínumönnum. Morđsveitir fara um götur og strćti og krefjast skilríkja af vegfarendum. Palestínumenn eru umsvifalaust skotnir. Shítar telja ađ Palestínumenn hafi stutt einrćđisstjórn Saddams Husseins og eru núna ađ jafna sakirnar.

Talsmenn Palestínumanna ákalla alţjóđasamfélagiđ um hjálp en ţeir tala fyrir daufum eyrum. Ofsóknirnar eru ađeins neđanmálsgrein í skálmöldinni í Írak.

Ráđherra flóttamála í heimastjórn Hamas á hernumdu svćđunum, Atef Udwan, segir ráđuneyti sitt vinna ađ ţví ađ fá leyfi Ísraelsstjórnar ađ taka viđ flóttamönnum frá Írak.

Udwan segir pólitíska lausn nauđsynlega og biđur Ísraelsstjórn í nafni mannúđar ađ taka viđ flóttafólki.

Ţađ eru nýmćli ađ hugtakiđ mannúđ komi fyrir í samskiptum Hamas og Ísraelsmanna.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guđmundsson

Mjög áhugavert ţetta. Hvar er Sveinn Rúnar Hauksson og félagar hans í Ísland-Palestína? Ćtli ţeir sjái ástćđu til ađ gera mikiđ mál út af ţessu? Ef ţeir gera ţađ ekki sýnir ţađ ansi skýlaust ađ barátta ţeirra er hugsuđ til höfuđs Gyđingum og Ísrael en ekki bara ţeim sem ţeir telja ofsćkja Palestínuaraba óháđ ţvi hver ţađ er.

Hjörtur J. Guđmundsson, 3.2.2007 kl. 20:24

2 Smámynd: Ólafur Als

Skálmöldin í Írak tekur á sig margar myndir og flestar ljótar. Palestínu-arabar óska eftir adstod Ísraela og e.t.v. má segja ad ţad bodi gott. Sveinn Rúnar hefur nú svo oft opinberad tvískynnung sinn í málefnum strídandi fylkinga fyrir botni Midjardarhafs ad hér er litlu vid ad bćta. Ćtli vid munum sjá fram á fridsamari samskipti Gydinga og Palestínu-araba ádur en ofbeldinu lćgir í Írak? Ég geri ekki rád fyrir ţví. Vonandi ţó.

Hvert ţad skref sem stigid hefur verid í átt ad fridsamari tilveru í gömlu Palestínu hefur verid mćtt med kröftugu andsvara afla á bord vid ţau sem nú hlada eld á bálköstinn í Írak. Hin sorglega stadreynd er ad milljónir araba (múslima) vilja ad Ísrael ţurrkist af landakortinu og ţúsundir eru tilbúnar ad framfylgja ţví med ofbeldi og deyja í nafni ţess.

Vitneskja af ţessu tagi er mörgum óţćgilegur vitnisburdur ţví ţeirra pólitíska landslag er séd med augum margra vestrćnna fjölmidla sem á árum ádur litu vinsemdaraugum til Ísraels en breyttu áherslum sínum á sjöunda og áttunda áratugnum. Sumpart med réttu (Ísrael ekki lengur "fórnarlamb") má segja en vid bćttist hin landlćga óvild sumra í gard Bandaríkjanna - en valdhafar í Washington urdu med tímanum helstu studningsmenn Ísraels ţar sem Bretar og Frakkar höfdu ádur gegnt mikilvćgu hlutverki.

Palestínu-arabar hafa átt misjafna vist í hinum ólíku Arabalöndum. Stundum hefur verid sagt ad brćdur ţeirra líti nidur á ţá vegna ţess ad ţeir syni ymis merki dugnadar sem einkenni m.a. Gydinga. Svo segir m.a. bladamadur í bók sem hann skrifar um sex daga strídid og addraganda ţess. Á ţeim nítján árum sem Jórdanir rédu hinum s.k. vesturbakka var hagur ţeirra slćmur en ţar á móti kom ad herrar ţeirra voru af sama kyni. Vistin vída annars stadar hefur verid upp og ofan og hvergi hefur ţeim bodist ad adlagast samfélagi gestgjafa sinna ad fullu. Sumt vegna pólitískra ástćdna (aldrei ad gefast upp gagnvart Ísrael) en sumt af e.k. andúd í gard Palestínu-araba.

Ólafur Als, 4.2.2007 kl. 12:33

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband