Bresk Icesave-aðför fær stuðning ríkisstjórnar Íslands

Bretar kröfðust íslenskrar ríkisábyrgðar á Icesave-innlánum Landsbankans í Bretlandi, samkvæmt fyrrum bankastjóra Landsbankans. Þáverandi ríkisstjórn Geirs H. Haarde féllst ekki á að íslenskur almenningur ætti að ábyrgjast starfsemi einkabanka.

Bankakerfið á Íslandi hrundi í október 2009. Vorið eftir kemst til valda hér á landi vinstristjórn sem ólm vill leggja þær kvaðir á þjóðina sem fyrri ríkisstjórn hafnaði.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir sýnir sig viljugt verkfæri breskra hagsmuna gegn almannahag á Íslandi.

Þökk sé forsetanum er löggjafavaldið í höndum þjóðarinnar. Notum það til að segja Nei þann 9. apríl


mbl.is Voru að reyna að knýja fram ríkisábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við samþykkt Icesave þrjú á Alþingi voru fyrstu Icesave lögin felld úr gildi, þar með talin áttunda grein þeirra sem hljómaði svo:

8. gr. Endurheimtur á innstæðum.

Ríkisstjórnin skal þegar í stað grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana sem þarf til að endurheimta það fé sem safnaðist inn á Icesave-reikningana. Í þeim tilgangi skal ríkisstjórnin fyrir 15. október 2009 hafa frumkvæði að samstarfi við þar til bæra aðila, m.a. yfirvöld í Bretlandi, Hollandi og Evrópusambandinu, og óska aðstoðar þeirra við að rekja hvert innstæðurnar af Icesave-reikningunum voru fluttar. Ríkisstjórnin skal fyrir árslok 2009 semja áætlun um hvernig reynt verður að endurheimta það fé sem kann að finnast.

Í því skyni að lágmarka ríkisábyrgð samkvæmt lögum þessum skal ríkisstjórnin einnig gera ráðstafanir, í samráði við þar til bæra aðila, til þess að þeir sem kunna að bera fjárhagsábyrgð á þeim skuldbindingum sem stofnast hafa vegna Icesave-reikninganna verði látnir bera það tjón.

Hreyfingin lagði fram breytingartillögu um að setja þessa grein aftur inn en hún var felld af meiri hluta þings, þar með talið sjálfstæðismönnum. Með því að fella út þessa grein dregur verulega úr því að hinir seku verði dregnir til ábyrgðar.

Lilja Mósesdóttir var á meðal þeirra sem sagði nei. Hún segist á facebook síðunni sinni vilja ná samstöðu meðal Íslendinga um grundvallarbreytingar á samfélaginu. Henni þykir vænlegast að ná því markmiði með því að veita Björgólfi Thor friðhelgi. Þetta eru hræsnarar dauðans í ríkisstjórninni.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 13:10

2 Smámynd: Magnús Ágústsson

Thad er oskyljanlegt ad radamenn og konur skur gera allt eg meina allt til ad troda thesu ofani kok THJODAR SINNAR

og thetta med 8undu greinina er satt sem Elin tala um

AD fella thessa grein er verid ad vernda tha sem stjornudu bankanum a kosnad THODARINNAR

skomm thessara radamanna sidustu ara er med olykindum

EG SEGI NEI 

Magnús Ágústsson, 4.3.2011 kl. 13:30

3 identicon

En svona vildu sjálfstæðismenn hafa Icesave á meðan þeir voru í stjórn.

í október 2008 skrifaði Árna Matt fyrrverandi fjármálaráðherra sjálfstæðisflokksins og Baldur Guðlaugsson undir loforð þess efnis að Ísland myndi borga Icesave og standa við skuldbindingar sínar.

Davíð skrifaði svo undir annað loforð við AGS um að Ísland myndi standa í skilum við erlenda innistæðueigendur. Ekki nóg með það, Geir H Haarde ítrekaði við bæði Breta og Hollendinga að Ísland myndi borga.

Geir Haarde sendi svo Baldur Guðlaugsson fyrir hönd ríkisstjórnarinnar til að semja og þetta niðurstaðan varð lán til 10 ára með 6.7% vöxtum. Töluvert verra en Svavars samningurinn innfól.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 13:31

4 identicon



Er það rétt sem maður heyrir um And-Icesave-liða: að þeir hafi ákveðið að láta ekki "ná sér lifandi"?
 
Nefnilega: að áður en endanlega verður ljóst að Icesave-kostnaðurinn verði enginn, þá muni And-Icesave grípa til örþifaráða til að knýja fólk til að velja dómstólaleiðina.

Sagt að í síðasta lagi þegar ljóst verður að Icesave-kostnaðurinn verði ekki meiri en tíkall þá muni Jón Valur, sveipaður fánanum uppá styttunni af Jóni Sig, bera að sér eld til að knýja þjóðina til að standa vörð um þjóðarheiður og hneppa ekki kynslóðir næstu alda í Icesave-þrældóm. Er þetta rétt?

Sagt að And-Icesave-söfnuðurinn hyggist síðan, í hinsta lagi þegar ljóst er að Icesave-kostnaðurinn verði ekki meiri en ein króna, flykkjast saman, með börn sín og buru, til fjalla og taka sér búsetu Surtshelli.

Sagt að Jón, And-Icesave-píslarvottur, muni hafa þar sama sess og John Smith meðal Mormóna.

Sagt að aðilar í ferðaþjónustunni séu farnir að skipuleggja sig til að mæta ferðamannastraumnum sem koma muni til að bera söfnuð þennan augum,
And-Icesave-lífsmátann og einkum hinar tilkomumiklu And-Icesave-trúarathafnir.

asdis o. (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 13:31

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Þúsund sinnum segi Nei.

Helga Kristjánsdóttir, 4.3.2011 kl. 13:40

6 identicon

Í október 2008 skrifaði Árna Matt fyrrverandi fjármálaráðherra sjálfstæðisflokksins og Baldur Guðlaugsson undir loforð þess efnis að Ísland myndi borga Icesave og standa við skuldbindingar sínar.

Davíð skrifaði svo undir annað loforð við AGS um að Ísland myndi standa í skilum við erlenda innistæðueigendur. Ekki nóg með það, Geir H Haarde og Ingibjörg Sólrún ítrekuðu við bæði Breta og Hollendinga að Ísland myndi borga.

Geir Haarde sendi svo Baldur Guðlaugsson fyrir hönd ríkisstjórnarinnar til að semja og niðurstaðan varð lán til 10 ára með 6.7% vöxtum. Töluvert verra en Svavars samningurinn innfól. Þetta er sagan öll.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 13:42

7 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Nei skal það vera.

Þórólfur Ingvarsson, 4.3.2011 kl. 13:50

8 Smámynd: Guðmundur Jónsson

@ Hrafn Arnarson

Ég tók mér það bessaleyfi að bæta við textann hjá þér því sem þú sleppir, það skiptir nefnilega máli í heildar samhenginu feitletrunin er mín.

"""Í október 2008 skrifaði Árna Matt fyrrverandi fjármálaráðherra sjálfstæðisflokksins og Baldur Guðlaugsson undir loforð þess efnis að Ísland myndi borga Icesave og standa við skuldbindingar sínar (á grundvelli laga um innistæðutryggingar á EES)

Davíð skrifaði svo undir annað loforð við AGS um að Ísland myndi standa í skilum við erlenda innistæðueigendur. Ekki nóg með það, Geir H Haarde og Ingibjörg Sólrún ítrekuðu við bæði Breta og Hollendinga að Ísland myndi borga (á grundvelli laga um innistæðutryggingar á EES)

Geir Haarde sendi svo Baldur Guðlaugsson fyrir hönd ríkisstjórnarinnar til að semja  (á grundvelli laga um innistæðutryggingar á EES). og niðurstaðan varð lán til 10 ára með 6.7% vöxtum. Töluvert verra en Svavars samningurinn innfól. Þetta er sagan öll."""
 

Guðmundur Jónsson, 4.3.2011 kl. 14:16

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já það er satt sem asdis o. bendir á.  þetta er orðið bara súrrealískt.

það er augljóst að menn hafa annað agenda á bakvið en beinlínis þessari skuld sem allt bendir nú til að lítið sem ekkert lendi á ,,bændum og sjómönnum og læknum" etc. 

það líka spilar inní þetta að sumir ,,fjölmiðlar", eins og útvarp Saga og Ínn, eru farnir að byggja svo mikið á þessu.  Fá fólk til að æsa sig niðrí rassg. á öllum hliðum nefnds máls og bulla og vaðra útí loftið af litlu viti og engri þekkingu.  Og þegar eru læti og svona og hávaði = Meiri likur til að einhverjir 3-4 hlusti og horfi.  þetta er líka þess eðlis að það höfðar til þjórembingsdrulluhefðar sumra íslendinga og æsir upp tilfinninga o.s.frv.  Að mörgu leiti kjörmál til að rugla með.

þetta er orðið iðnaður.  Að andskotast útí æseif og allar hliðar þess og þá fylgir oft skammir útí ríkisstjórn eða vond SJS eða illu Jóhannu og oft afar stutt í afskaplega vonda EU og so videre og so videre.

það er orðið mikill iðnaður í kringum þetta.  Svipað og iðnaðurinn í Bandaríkjunum í kringum það að herma eftir Elvis Presley og þess háttar. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.3.2011 kl. 14:20

10 Smámynd: Magnús Ágústsson

@ asdis o og Omar

thessir samnigar eru bara ologlegir

Thad er heila malid 

Magnús Ágústsson, 4.3.2011 kl. 14:38

11 Smámynd: Birna Jensdóttir

Sumt fólk er svo yfirmáta drulluhrætt um að Ísland fái ekki að ganga ESB á hönd að það er lyginni líkast.Bara að borga og borga sem mest.Mér er spurn vill það bara ekki borga allar skuldir hinna sem hafa mist allt sitt og eru á vonarvöl?Margir af þessum sem mistu allt sitt höfðu ekkert lifað um efni fram,voru engir útrásarvíkingar heldur ungt fólk og aðeins eldra,sem var að koma þaki yfir sig og sína.Ég hef nóg með mitt og margir aðrir líka svo maður fari ekki að bæta á sig einhverjum óhófs einkaskuldum Bankanna fv.

Birna Jensdóttir, 4.3.2011 kl. 15:05

12 identicon

Eitt er ljóst:

Það var einskær heppni að haf‘ann Óla
í hreinskilni talað - það var grís.
Sama hvað kratarnir grenja og góla
ég glaður syng  honum lof og prís.

Hitt kann að vera, úr því sem komið er, að rétt  sé að samþykkja.

Valdimar Jónsson (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 17:00

13 identicon

Bað - Hrafninn, er jafn andskoti illa að sér i þessum málefnum eins og allt annað sem hann klippir/límir og birtir á vefsíðunni sinni hér á athugasemdarkerfinu hjá Páli.  Ekki stafur af því sem hann skrifar að ofan stenst nokkra skoðun þeirra sem hafa lágmarks þekkingu á Icesave.  Lalli Johns, Jón Ásgeir frekar en nokkur önnur fífl Samfylkingarinnar geta lofað einu né neinu sem skuldbindur ríkissjóð og er það tryggt í stjórnarskránni, sem hann skilur ekki frekar en aðrir Baugsfylkingarliðar.  Það á við forsætisráðherra á mútugreiðslum frá Jóni Ásgeiri og Landsbankanum eins og allir ráðherrar og þingmenn flokksins.  Ætli það sé tilviljun að hagmunir annarra en þjóðarinnar hefur alla tíð ráðið förinni hjá flokknum hans?

Það er deginum ljósara að Jón Ásgeir Jónsson Evrópusambandsinni No.1 er með allt niðrum sig þegar hann þarf að tjalda Hrafni sem aðal spunakerlingunni í umræðunni. En í tilfelli eiganda Samfylkingarinnar er ekki hægt að vorkenna honum og flokknum hvernig er komið fyrir þeim.

Hrafn heldur að það er löngu búið að semja um Icesave af Samfylkingunni og það í október 2008, í einhverjum samningi sem var samið upp á 6.7% vexti. Því miður hafa Hollendingar ekki hugmynd um að samningur hafi verið gerður, frekar en Samfylkingarráðherrar núna eða þá sem hann gerðu, frekar en Breta greyin sem voru ekki komnir að samningaborðinu fyrr en góðum mánuði síðar. En sem fyrr veit Hrafn gáfaði betur. Og við sem vorum þá að henda öllum peningunum í Lee Bucheit og samninganefndina nýju sem kom heim með Icesave 3 þegar "loforð" og MoU minnisblað er gildur samningur að sögn snillingsins. Og að auki voru þá tveir samningar gerðir síðan þá, Icesave 1 og 2, og samþykktir af Alþingi algerlega af óþörfu segir snillingurinn fróði.

Aftur á móti í raunveröldinni sem Hrafn tilheyrir ekki, þá er staðreyndin sú og allir vita, að ENGIN samningur getur komist á fyrr en eftir að meirihluti Alþingis hafi SAMÞYKKT SAMNINGSDRÖG, sem áður þurfa að verða að þingfrumvarpi að lögum. Síðan þarf forsetinn að skrifa upp á lagafrumvarpið. Það hefur hann ekki gert, sem betur fer.

Sannleikurinn um Samfylkingarsamninginn með 6.7% vöxtunum sem staðgenglar Ingibjargar Sólrúnar á sjúkrabeði, þau Össur Skarphéðinsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir gerðu við Hollendinga í október 2008 og hefur einhverjum ótrúlegum spunaafreki Baugsfylkingarinnar verið snúið upp á Sjalla og ráðuneytisstjóra og gott ef ekki seðlabankastjóra, sem bera ekki neina ábyrgð á ógjörningnum.


Í nóvember 2008 komu Bretar fyrst að samningaborðinu, og var öll fyrri samningavinna, MoU og "loforð" og tillögur milli Íslands og Hollendinga gerðar ógildar með samþykki allra þjóðanna til að hægt væri að hefja þríhliða samningagerð með hreint borð. "Samningur" (samningsdrög) Samfylkingarinnar var þar með úr sögunni sem betur fer.


Það er rannsóknarefni hvernig Samfylkingunni tókst að ljúga glæpinn upp á samstarfsflokkinn og Sjöllum að láta það yfir sig ganga. Nýjustu atburðir skýra það ef til vill best.

Umræður á Alþingi.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 7. 2. 2009 og um MoU minnisblað Samfylkingarinnar eða „6.7% samninginn“. Þorgerður var ráðherra þegar Samfylkingin gekk frá samningsdrögunum.

Þorgerður Katrín sagði.:

„En það er alveg ljóst að Memorandum of Understanding eða minnisblaðið sem sagt var gert UNDIR FORUSTU UTANRÍKISRÁÐUNEYTISINS***…..!!!!
{ les.: *** SAMFYLKINGARINNAR.. (O: *** }…


"Báðir flokkarnir vissu af þessu. Bæði forsætisráðherra (Geir Haarde) og utanríkisráðherra (Ingibjörg Sólrún) vissu af þessu.“


Ingibjörg Sólrún, Þórunn Sveinbjarnadóttir, Össur Skarphéðinsson, öll í hlutverki utanríkisráðherra eftir hrun í hrunstjórninni hafa sagt að engir samningar á milli Íslands og Hollands hafa komið á, heldur aðeins minnismiði MoU, sem hefur nákvæmlega enga skuldbindingu fyrir ríkissjóð.
Undir þetta hafa tekið Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur og aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar á þeim tíma, Geir H. Haarde þáverandi forsætisráðherra, Árni Mathiesen þáverandi fjármálaráðherra og síðast en ekki síst, Svavar Gestsson formaður samninganefndar Íslands í Icesave deilunni.

Þetta segir um yfirheyrslu fjárlagnefndar þingsins yfir Svavari Gestssyni formanni samninganefndar um Icesave.:

"Fyrsti minni hluti fjárlaganefndar áréttar að fráleitt er að unnt sé að halda því fram að með minnisblaðinu umrædda hafi komist á samningur og skilmálar ákveðnir. Svavar Gestsson, formaður samninganefndarinnar, staðfesti þennan skilning á fundi fjárlaganefndar og sagði að þetta blað hefði ekki haft áhrif eða truflað störf samninganefndar heldur væri eingöngu minnisblað."


Sem sagt engin samningur var gerður á minnisblaði MoU við Hollendinga af Sjöllum og Samfylkingunni.

Kristrún Heimisdóttir aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar segir 10.2 2010 um minnisblaðið MoU .:

"Ýmis skjöl af þessu tagi eru til, enda reyndu Bretar og Hollendingar margsinnis að knýja Íslendinga til að ganga að tvíhliða lánasamningum sem Íslendingar töldu óaðgengilega, og höfðu samningsskjöl til reiðu með aðstoð íslenskra lögmannsstofa. Þetta skjal sætir því engum tíðindum og var aldrei borið undir ráðherra," segir hún. Á þessum tíma hafi verið langt í land að samningar lægju fyrir, "enda lágmarksviðmið Íslands að ná pólitískum árangri á grundvelli ályktunar Alþingis um Brusselviðmið."


Ingibjörg Sólrún segir 21.12. 2009.:


"Samkvæmt Brussel samkomulaginu 14. nóvember 2008 hafi minnisblað (MoU) við Hollendinga frá 11. október verið úr sögunni, en það hefur oft skotið upp kollinum í opinberri umræðu upp á síðkastið."


Árni M. Mathiesen sagði 4.7. 2009.:

"Minnisblöð eru ekki skuldbindandi. Ef minnisblöð væru það, þá væri búið að byggja mörg álver við Húsavík."


Umræður á Alþingi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 7. 2. 2009.:

"Frú forseti. Af hverju er þetta þá ekki — minnisblaðið — af hverju erum við þá ekki að tala um þann samning? Af hverju var hollenski fjármálaráðherrann á fjármálaráðherrafundinum að segja að samræður væru í gangi á milli Íslendinga og Hollendinga? Af hverju? Jú, af því að það var enginn samningur kominn á. Menn geta ekki verið að fela sig í þessu. Það er ekki boðlegt að koma með svona málflutning hingað upp af hálfu ráðherra. Minnisblaðið er ekki skuldbindandi og menn skulu hafa það á hreinu ellegar hefðu Hollendingar ekki haldið áfram við samningaborðið til þess að ná samningi við okkur."


Og.:


"Ég vil líka gefa það til kynna að ég tel að það hafi ekki verið nægilega athugað, og það ekki bara af hálfu íslenskra lögfræðinga heldur líka erlendra lögfræðinga, hvort ríkisábyrgð væri á málinu öllu. Ég spyr: Ef Evrópusambandið og Hollendingar og Bretar segja að ríkisábyrgð sé á öllum þessum skuldbindingum, af hverju erum við þá að fjalla um það hér í þinginu, þ.e. ef þessi ríkisábyrgð er hvort sem er?"


Og til að toppa fullyrðingar Baugspennans, þá segir prófessor Sigurður Líndal.:

"Nú liggja fyrir fjölmargar yfirlýsingar forvígismanna Íslendinga um stuðning við tryggingarsjóð, nánar tiltekið að aðstoða sjóðinn við að afla nauðsynlegs fjár – meðal annars með lántökum – svo að hann geti staðið við skuldbindingar um lágmarkstryggingu innistæðna. Ef orð kynnu að hafa fallið á annan veg, geta þau ekki fellt ábyrgð á ríkissjóð, þar sem slík ábyrgð verður að hljóta samþykki Alþingis. Í mikilvægum milliríkjaviðskiptum er gengið úr skugga um umboð og réttarstöðu viðsemjenda, þannig að þetta hefur bæði Hollendingum og Bretum verið ljóst. Reyndar skiptir grandleysi ekki máli – slíkt loforð er ekki bindandi."


Og þetta er það sem Ingibjörg Sólrún skrifaði í greinagerð, um ástæðu þess að ESB hefur gert allt sem þeir geta til að koma í veg fyrir að málið fari fyrir dómstóla og lög skipta þá ekki neinu máli. Hvorki þeirra eigin né annarra, sem og sýnir glögglega fram á að Icesave og ESB er sín hvor hliðin á sama peningnum.:

"Af hálfu allra fulltrúa ESB og EFTA ríkjanna var þvertekið fyrir að fara með málið fyrir dómstól þar sem allur réttarágreiningur og óvissa um innlánstryggingar myndi grafa undan trausti almennings á bönkum og gæti valdið fjármálakerfi Evrópu ómældum skaða."


Og Ingibjörg Sólrún skrifar ma. í greinagerð.:

Umsamin viðmið.

"Hinn 14. nóvember 2008 náðu viðræðunefnd Íslands, Hollands, Bretlands og (Þýskalands) undir forystu Frakklands samkomulagi um stuttan texta, Agreed guidelines, sem þýtt var umsamin viðmið. Þetta er diplómatískt samkomulag sem leiddi til þess að ríkin létu af tafaaðgerðum innan AGS, féllu frá niðurstöðu gerðardóms sem bindandi og hófu formlegar samningaviðræður á grundvelli EES-réttar, með aðkomu stofnana ESB og með hliðsjón af sérstaklega erfiðri stöðu Íslands. Þar með var samkomulagið við Hollendinga frá 11. október úr sögunni."


Og.:

"Rétt er hins vegar að taka fram að þó að hin sameiginlegu viðmið feli í sér pólitíska skuldbindingu þá skuldbinda þau Ísland ekki með neinum hætti að þjóðarrétti ef ný stjórnvöld vilja hafa þau að engu."


Og.:

"Ég hef hér að framan rakið meginþættina í þeirri atburðarás sem átti sér stað allt frá því neyðarlögin voru sett 6. október 2008 og þar til Brussel-viðmiðin voru samþykkt af íslenskum stjórnvöldum hinn 14. nóvember."


Umræður á Alþingi 7. 2. 2009 Sigmundur Daði Guðlaugsson. :

"Að halda því fram að margumrætt minnisblað sé skuldbindandi samningur af hálfu íslenska ríkisins, hvað segir það um viðhorf hæstv. ráðherra til þingsins? Hvert álítur hæstv. ráðherra vera hlutverk Alþingis? Er það bara að ýta á takka fyrir ríkisstjórnina?"

"Hæstv. félagsmálaráðherra (Árni Páll Árnason) heldur því fram að þetta minnisblað (MoU) sem honum er svo tíðrætt um sé samningur. Þetta er minnisblað. Þetta er hugmynd um það hvernig mætti leysa málið og það er fjallað um það að það eigi að koma til móts við Íslendinga sérstaklega í því umboði sem Alþingi svo veitti ríkisstjórninni. Það var ekki gert og nú liggur hér fyrir samningur. Þetta er allt annar samningur en lagt var upp með, heldur en menn sættust á að veita ríkisstjórninni umboð til. Þar af leiðandi hefur þetta margumrædda minnisblað hér ekkert að segja eins og hæstv. fjármálaráðherra hefur svo oft gert svo ítarlega og svo vel grein fyrir í málflutningi sínum þar til hann lenti í því að verða ráðherra."


Gunnar Bragi Sveinsson sagði.:


"Virðulegi forseti. Okkur þarf ekkert að koma á óvart málflutningur hæstv. félagsmálaráðherra þar sem hann er líka væntanlega sérstakur talsmaður Evrópusambandsins hér á þingi. Ég vil hins vegar benda hæstv. ráðherra á nokkuð. Ef ég man rétt þá var í þessu Memorandum of Understanding sem hann veifar hér og sem þingmenn, að mér skilst, megi nú ekki taka út af skrifstofum þingflokka sinna — en ég lít svo á, frú forseti, að það sé búið að afnema það og við megum fara með þessi gögn hérna inn í þingið fyrst ráðherrann gerir það — þá kemur fram að ef aðilar eru síðar meir ekki sáttir við það sem fram kemur í þessu minnisblaði þá sé hægt að endurskoða það ef báðir aðilar samþykkja það, eitthvað slíkt. Það hefur komið fram og kemur fram í þeim leynigögnum sem ég skil ekki af hverju eru leynigögn en ég náði aðeins að kynna mér í morgun, að gerðar voru athugasemdir síðar við þetta minnisblað, annars vegar vegna ágreinings um lagamál og hins vegar vegna þess að efnahagshrunið varð miklu verra. Þess vegna er þetta ekki bindandi samningur. Svo væri ágætt að fá að vita hvers vegna hann nefnir ekki að ráðuneytisstjóri viðskiptaráðuneytisins skrifar líka upp á það. Er það vegna þess að Samfylkingin var þarna í ráðuneytinu?"


Og.:


Virðulegi forseti. Það er náttúrlega alveg óttalegt dæmalaust sérstakt rugl í hæstv. ráðherra að halda því fram að þetta minnisblað sé löggiltur samningur. Ég skil þá ekki hvers vegna menn voru yfirleitt þá að gera einhvern flóknari og stærri samning ef þetta er hið eina og sanna plagg. Það er mjög sérstakt.
Það kemur fram líka í þessum ágætu leynigögnum sem við fáum að kynna okkur nánast í dulkóðuðu herbergi að stjórnvöld — eða það var bent á það að í ljósi þessa mikla hruns sem hér varð þá getum við ekki staðið við það sem áður var sagt, þá geta Íslendingar ekki staðið við það sem sagt var í byrjun október. Það kemur fram í þessum gögnum sem við megum ekki fara með út úr þessu herbergi. Ég mótmæli því hér með að við megum ekki birta þetta. Ég skil það ekki. Það er eitt sem ég vil spyrja hæstv. ráðherra um: Finnst honum engu skipta þau orð franska seðlabankans um þessa tilskipun Evrópusambandsins að hún eigi ekki við í kerfishruni? Skiptir það engu máli?


Það er kostulegur málflutningur og þekkingarleysi Hrafns og félaga og jafnvel tilhlökkunarefni ef að spunatrúðar Baugsfylkingarinnar komast í gegnum fyrsta kafla Icesave og jafnvel getað reynt að glöggva sig á glæsisamningi Svavars Iceesave 1, þó svo að lítil von er til þess með Hrafn sem vill ekki gefa upp hvað Jón Ásgeir/Baugsfylkingin og ESB greiða honum ofaná það sem þjóðin þarf að gera við að gæta hagsmuni þeirra 24/7/365.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 19:49

14 identicon

Afskaplega er þögnin annars æpandi frá bað - Hrafninum, kostuðum af Jóni Ásgeiri, Baugsfylkingunni og Evrópusambandinu .... 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 22:44

15 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Hrafninn er í sturtuklefanum...

Páll Vilhjálmsson, 4.3.2011 kl. 22:54

16 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

...að afrita og líma.

Páll Vilhjálmsson, 4.3.2011 kl. 22:55

17 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ásdís og Ómar. Það getur aldrei gerst að undirritun IceSave-III hafi í för með sér "engan kostnað" eins og gefið hefur verið í skyn. Sá sem heldur því fram að svo sé er einfaldlega að ljúga.

Staðreynd málsins er sú að samningurinn gerir ráð fyrir að áfallnir vextir upp á 26 milljarða komi til greiðslu strax. Til samanburðar er þetta jafn mikið og er varið til lögreglu-, fangelsis- og dómsmála. Þessir vextir ásamt öðrum sem falla á höfuðstólinn þangað till hann hefur verið greiddur upp, eru óafturkræfir því vaxtakröfur njóta minnsta forgangs við gjaldþrotaskipti.

Alveg sama þó það krónan styrkist um 200% og skilanefndin fái lottóvinning þá eru að minnsta kosti 26 milljarðar flognir út um gluggann strax við undirritun og aldrei minna en það.

Við eigum ekki að leggja blessun okkar yfir áframhaldandi tilraunir Breta og Hollendinga til að traðka á lögum um gjaldþrotaskipti og innstæðutryggingar á kostnað íslenskra skattgreiðenda, því þá værum við einfaldlega farin að fjármagna glæpastarfsemi!

Guðmundur Ásgeirsson, 6.3.2011 kl. 01:16

18 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef endurheimtur í þrotabú Landsbankans verða jafn góðar og allt stefnir í að sögn "kynningarnefndar stjórnvalda" (nýja heiti samninganefndarinnar), þá er það einmitt full ástæða til þess að við eigum að hafna samningnum.

Við þurfum þá ekki að óttast kostnað af völdum óhagstæðrar niðurstöðu í dómsmáli, því ef krafa Breta og Hollendinga fæst greidd að fullu úr búinu þá eru þeir tjónlausir og hafa engan lagalegan grundvöll til að krefjast skaðabóta.

P.S. Már Guðmundsson sagði í beinni útsendingu í gærmorgun að ef við höfnum IceSave þýði það að ríkið muni ekki geta fjármagnað sig með opnum alþjóðlegum skuldabréfaútboðum. Það er auðvitað glæsilegt hjá formanninum að vekja athygli skattgreiðenda á því að þarna erum við komin með bremsu á frekari skuldsetningu og spákaupmennsku í ríkisfjármálum. Nú er bara að taka í bremsuhandfangið 9. apríl og þvinga ríkið til að fjármagna sig eins og það á að gera: með skattekjum en ekki skuldsetningu og hallarekstri.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.3.2011 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband