Fimmtudagur, 3. mars 2011
Karl Th. boðar atvinnubann
Ritstjóri Eyjunnar, Karl Th. Birgisson, birtir orð á götunni vegna bloggs um tjáningarfrelsið. Karl Th. segir að þeir sem hafi aðrar skoðanir en hann á tjáningarfrelsinu eigi ekki að hafa vinnu og alls ekki hjá Heimssýn.
Karl Th. tilheyrir vinstrielítunni sem fer með völdin í landinu. Upplýsandi er hvernig völdin gera vinstrimenn að ofstækisfólki sem líður engar aðrar skoðanir en sannan rétttrúnað.
Hugleysið sem felst í að birta ásakanir undir nafnlausum dálkum og sleppa tilvísunum í heimildir er aftur á móti þekkt í kimum múgræðisins sem Karl Th. er verðugur fulltrúi fyrir.
Athugasemdir
Þetta er sama hugsun Páll
og var hjá þeim sem brenndu fólk og bækur.
Þessi rétttrúnaðarstefna
hefur fælt marga frá stuðningi við vinstri flokka.
Viggó Jörgensson, 3.3.2011 kl. 17:37
Karl er fulltrúi ólundar og hroka valdaelítunnar sem stjórnar landinu þrátt fyrir augljósan hæfileikaskort, óheilindi og spillingu.
Endurreisnin hefst fyrst þegar þjóðin hefur hrist þessa óværu af sér.
Karl (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 17:49
Til upplýsingar.Orðið á götunni er að ummæli Baldurs Hermannssonar menntaskólakennara og einkavinar hinna innmúruðu og innvígðu – um að beita eigi konur kynferðislegu ofbeldi og að innst inni vilji þær láta nauðga sér – hafi nú víðtækari áhrif en ætla hefði mátt í fyrstu.
Páll Vilhjálmsson framkvæmdastjóri Heimssýnar tók nefnilega upp hanskann fyrir Baldur í pistli með þeim afleiðingum nú kraumar víða samtökunum sem hann veitir forstöðu.
Drífa Snædal, fyrrum framkvæmdastýra VG, brást snarlega við þessum ummælum Páls á Facebook: „Búin að segja mig úr Heimssýn og bíð eftir sympatískari samtökum sem efast um inngöngu Íslands í ESB.“
Annarri konu, Arndísi Soffíu Sigurðardóttur á Suðurlandi, sem gegnt hefur trúnaðarstörfum fyrir Heimssýn, var líka nóg boðið. Hún sagði sig snarlega úr félagsskapnum.
Orðið á götunni er að hinir hófstilltari og jarðbundnari innan Heimssýnar hafi nú æ meiri efasemdir um þá ráðstöfun, að Páll verði framkvæmdastjóri félagsins í átökunum sem framundan eru um aðild Íslands að ESB. Hann þykir með orðljótari mönnum í skrifum sínum – svo að jafnvel Jónas Kristjánsson bliknar stundum í samanburðinum – og meðal forystumanna Heimssýnar heyrast þær raddir að líklega væri viturlegra að tefla fram hófsamari talsmönnum í baráttunni framundan.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 17:53
Til frekari upplýsingar.„Því miður Heimssýn, við eigum ekki samleið. Mér er nefnilega ekki sama með hverjum ég starfa þótt stefnt sé að sama markmiði,“ segir Arndís Soffía Sigurðardóttir sem setið hefur í varastjórn Heimssýnar í Rangárvallasýslu. Hún hefur sagt sig úr Heimssýn í kjölfar ummæla Páls Vilhjálmssonar sem fyrr í dag tók upp hanskann fyrir Baldur Hermannsson menntaskólakennara sem áminntur hefur verið fyrir skrif sín um að konur í hópi níumenninganna ætti að áreita kynferðislega.
Arndís segir að henni hafi á sínum tíma þótt ummæli Bjarna Harðarssonar óviðeigandi. En hann sagði á utanríkismálaþingi Vinstri grænna að vissulega væri hópur í Heimssýn sem byggði andstöðu sína við Evrópusambandið á að vilja ekki mæta „blámönnum“ á götu í Reykjavík en að hann gæti vel unnið með slíku fólki. Bjarni var á þeim tíma gjaldkeri í stjórn Heimssýnar. „Nú tekur Páll Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Heimssýnar, upp hanskann fyrir menntaskólakennara sem lét þessi orð falla á netinu um Sóleyju Tómasdóttur, borgarfulltrúa: „Undir niðri dauðlangar hana í nauðgun, það er nú heila málið.“. Hvernig er hægt að reyna að fá sig til að réttlæta svona málflutning?“
Anna Ólafsdóttir Björnsson stjórnarkona í Heimssýn hafði ekki séð ummæli Páls þegar Smugan hafði samband. Hún sagðist ekki geta tekið undir með þeim sem verja ummæli Baldurs Hermannssonar en andstæðingar Evrópusambandsaðildar væru fjölbreyttur hópur.
„Ef ummæli Baldurs skaða Heimssýn á einhvern hátt er eðlilegt að stjórn taki á málinu. Sjálfri finnst mér ummæli Baldurs fráleit og ég sé ekki neina ástæðu til að taka upp hanskann fyrir hans málsstað.“
Anna ætlar ekki að segja sig úr samtökunum.
Drífa Snædal háskólanemi í Svíþjóð hefur í kjölfar ummæla Páls sagt sig úr Heimssýn. Drífa er fyrrverandi framkvæmdastýra VG. „Það er mjög erfitt að heyja baráttu á mismunandi forsendum. Ummælum eins og þeim sem Páll Vilhjálmsson lét falla hlýtur að fylgja ábyrgð,“ segir Drífa í samtali við Smuguna. Fyrr í dag tilkynnti hún um úrsögn sína á Facebook. „Búin að segja mig úr Heimssýn og bíð eftir sympatískari samtökum sem efast um inngöngu Íslands í ESB.“
Atli@smugan.is
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 17:57
Bara fjör hjá Páli!
Björn Birgisson, 3.3.2011 kl. 17:59
Það eru fleiri en Steingrímur duglegir í að moka skít!
jonasgeir (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 18:13
Ja, það er aldeilis orðið vandlifað. Rétthugsunin er allt að drepa - nema yfirdrepsskapinn.
Kolbrún Hilmars, 3.3.2011 kl. 18:32
Er ekki bara málið það að Páll og nokkrir aðrir Heimsýnarmenn s.s. Hannes Hólmsteinn hafa þessar kvennlegu fantasíur, þ.e. að láta nauðga sér þar sem þeir eru fastir í gálga (svona létt Sado/maso bondage fantasia).
Skiljanlegt að Páll hafi fullan skilning á orðum Baldurs þar sem honum langar sjálfum í einn bein stífan í rassgatið á sér á miðjum Austurvelli umkringur áhorfendum.
....allt sem ég segi er náttúrulega bakkað upp með vísindalegum rökum og svo er ég bara að taka þátt í málefnanlegri umræðu.
HHG (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 18:36
Orðið á götunni um tjáningarfrelsið er einhver hallærislegasti pistill síðari ára á Íslandi.
Gústaf Níelsson, 3.3.2011 kl. 21:09
Þetta er náttúrulega bara tóm öfund í Marxistanum.
Það er náttúrulega ólíðandi að vinstrimenn skulu þurfa að horfa upp á ómengaðan og óbeislaðan náttúruhúmor pólitískra andstæðinga, meðan þeir sjálfrir eru fjötraðir í menningarbyltingarhúmor, með skínandi af jafnrétti, bræðralagi, tillitssemi og heilögum pólitískum anda.
Svo slæmt er ástandið meðal húmorsbældra vinstrimanna, að einn góður brandari hjá hægrimanni, getur vakið upp pólitískt ofviðri og ofsóknir.
Vissulega er húmor spurning um smekk, mér finnst Baldur t.d. fyndinn, en Karl Th bara hlægilegur.
Hilmar (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 21:57
Svakalega getur fólk lesið texta á mismunandi hátt. Páll talar um málfrelsi og allt í einu er hann farinn að verða sammála Baldri Hermannssyni í augum einhverra sem kunna að lesa ósýnilegt letur inni á milli línanna. Lesið bloggið sem um ræðir og reynið að finna hvernig hann er að leggja blessun sína yfir skoðun BH. Það er bara ekki hægt.
blaðamaður (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 22:34
Hvar værum við ef við hefðum ekki opinbera sturtuvörðinn Hrafn Arnarson til að klippa/líma í vinnutímanum sem við greiðum launin í að halda út ESB og Baugsfylkingarvakt 24/7 og eigin bloggsíðu á athugasemdarkerfinu hjá Páli á milli þess að hann krefur Pál upplýsinga um launamál Páls, sem er mun afkastaminni við ritstörfin og klippa/líma verkin...???
Var sturtuvörðurinn Baugs og ESB hundtryggi búinn að upplýsa hvað hann sjálfur þiggur í laun fyrir viðvikið og hvort og hvað Evrópusambandið og Baugsfylkingin bætir ofaná þau sem hið opinbera - við - greiðum?
Að það finnast einhverjir jafn takmarkaðir og baðvörður ESB sem telja að um eitthvað annað en þá prívat grín Baldurs hafi getað verið um að ræða, og hvað þá nenna að eyða tíma í að væla yfir því er sorglegra en tárum tekur, þas. ef sá hinn sami telst með lágmarks greind. Hverjum væri ekki slétta sama ef bað og Baugsvörðurinn segði klúrar sturtusögur á síðunni hans Páls...?? Baldur hver..???
Upphlaupið segir allt um hversu skelfilega Baugfylkingin er mönnuð og hvers vegna allt fer í rassg.... sem þessi vesalings flokkur kemur nálægt og þarf að notast við í spunaskrípalæti eins og í þessu tilfelli.
Er sannfærður um að þjóðin sér mun stærri vandamál eins og þau sem skrækjandi gamalmennið gráhærða er búin með flokknum sínum að koma henni í, og spunaprump eins og þetta til að reyna að breiða yfir allt klúðrið og myrkraverkin er ekki þess virði að spá í og hvað þá missa svefn yfir. Punch - línan í brandara Baldurs hefur örugglega með viðbrögð rétttrúnaðargengis og kostulegar tilraunir spunatrúða Baugsfylkingarinnar að gera.
Eins og venjulega velur Baugsfylkingin sér verkefni að hæfi, þar sem ljósabekkir og súludanslist er komið af "To do" lista óstjórnvalda.
En hvernig var það með Karl. Laug hann því ekki til langt fram yfir að allir vissu og voru opinberar upplýsingar frá flokknum sjálfum komnar, að Baugsfylkingin hafði ALDREI þegið krónu í mútufé né nokkuð annað frá Baugsmönnum eða Jóni Ásgeiri? Spurningin um dómgreind og dómgreind...???
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 23:00
Þú ert á einhverri mjög undarlegri vegferð, Páll. Ég skil vel þær konur sem ekki vilja fara með þér í þá ferð.
Það er ekki rétttrúnaður að fagna því ekki þegar gamlir karlar henda gaman að ofbeldi gegn konum eða hvetja beinlínis til þess. Ef fólk skilur ekki muninn á tjáningarfrelsi, sem er ekki takmarkalaust, og lögbrotum, er ekki von á góðu.
Svala Jónsdóttir, 3.3.2011 kl. 23:37
Hefur orðið á götunni ekki orðið vart við flóttann af eyjunni?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 00:03
,,Svakalega getur fólk lesið texta á mismunandi hátt. Páll talar um málfrelsi og allt í einu er hann farinn að verða sammála Baldri Hermannssyni í augum einhverra sem kunna að lesa ósýnilegt letur inni á milli línanna. Lesið bloggið sem um ræðir og reynið að finna hvernig hann er að leggja blessun sína yfir skoðun BH. Það er bara ekki hægt."
Haa? Það fer nú ekkert á milli mála. Að hann sé sammála og aðdáandi skrifa BH. Manni skilst að þetta hafi verið mikið bókmenntaafrek.
Þetta eru nú meiri öfgasamtökin þessi heimssýn. Til skórskammar þetta lið. Öfga og ofsamenn sem ættu hvergi að fá inngöngu neinstaðar. En þessu er hampað hér uppi í fásinninu. Vaða allstaðar inní fjölmiðla með sína öfga og rangfærslur ásamt vitleysisáróðri á öllum sviðum. Í alvöru löndum fengi þetta hvergi áheyrn hjá fjölmiðlum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.3.2011 kl. 00:26
Verulega ómerkilegt fólk sem skrifar að öðrum finnist að beita eigi konur ofbeldi og að öðrum finnist sem konum dreymi um hitt og þetta sem venjulega þykir ekki sérlega spennandi. Og skrifa slíkt ekki einu sinni undir nafni eins og þessi Eyjuskrif og endurtekning krumma krummasonar.
En að til sé fólk sem lepji slíkt eftir og láti eins og slík ómerkilegheit séu sannleikur er bara ekki í lagi. Og alls ekki hægt að taka alvarlega.
ESB sinnar geta greinilega lagst ansi lágt eins og hér sést!
jonasgeir (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 06:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.