Þriðjudagur, 1. mars 2011
Evran kyndir undir verðbólgu
Til að bjarga ríkjum í Suður-Evrópu og Írlandi hefur Seðlabanki Evrópu keypt ógrynni af verðlausum ríkispappírum gjaldþrota ríkja til að fresta því óhjákvæmilega sem eru stórfelldar afskriftir lánasafna sem eru í eigu breskra, franskra og þýskra banka.
Þegar Þjóðverjar finna fyrir verðbólgunni er úti um stuðninginn við evruna. Það er búið að brjóta sáttmálann sem gerður var við Þjóðverja um að evran yrði hvorki verðbólguhvati né millifærsla á fjármunum þýskra skattgreiðenda til óreiðuríkja.
Íslenska krónan er vitanlega betri gjaldmiðill en evran, um það þarf ekki að ræða.
Verðbólgan hér undir EES-meðaltali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er meira sammála Jónasi Kristjánssyni en þér og hugsa að meirihluti þjóðarinnar er sama sinnis.
Krónan er bæði verðbólgumyndandi eins og allir hafa fengið að sjá og í leiðinni kjaralækkandi verkfæri í m.a. höndum sægreifa.
www.jonas.is
27.02.2011
Krónan skerðir lífskjörin
Aðdáendur krónunnar vitna oft í erlenda fræðimenn, sem segja krónuna hafa bjargað þjóðarbúinu frá verri skelli. Bera saman við Írland, sem hefur hina hötuðu evru. Tengja hins vegar ekki í hina raunverulegu skýringu. Hin meinta snilld krónunnar felst í, að lækkun hennar skellir vandanum í einu vetfangi á launin. Allt er í hnút á vinnumarkaði, af því að lífskjör rýrnuðu rosalega hér á landi. Verkalýðsfélög komast hvorki lönd né strönd í kröfum sínum. Vitlegra hefði verið að heimta evru og hindra þannig sjálfvirka launalækkun sem ódýrt hagstjórnartæki. Krónan er það, sem heldur lífskjörunum niðri.
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.