Mánudagur, 28. febrúar 2011
Stjórnlagaráð er pólitískt kennitöluflakk
Ógilt stjórnlagaþing getur ekki orðið að marktæku stjórnlagaráði. Ríkisstjórnarmeirihluti sem skiptir um kennitölu á þingi sem Hæstiréttur dæmir ógilt er á kafi í spillingu þar meginreglum réttarríkisins er varpað fyrir róða.
Fyrir utan spillinguna er ófriðurinn sem hlýst af framferði ríkisvaldsins slíkur að mögulegar tillögur um nýja stjórnarskrá, er kæmu frá stjórnlagaráði, eru fyrirfram ómarktækar.
Yfirbragð stjórnlagaráðsins verður að það sé atvinnubótavinna þekktra skjólstæðinga Samfylkingarinnar.
Tillaga um stjórnlagaráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki sammála þetta er fólkið sem þjóðin kaus burt sé frá einhverjum formgöllum. Síðan er valið ódýrasta leiðin sem er mjög gott þetta hefur kostað nógu mikið.
Ragnhildur Gunnarsdóttir, 28.2.2011 kl. 20:53
Við getum eflaust verið ósammála um hvort stjórnlagaráð sé rétt viðbrögð eða ekki við úrskurði Hæstaréttar, Ragnhildur. En getum við verið sammála um að breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins séu ekki aðkallandi?
Páll Vilhjálmsson, 28.2.2011 kl. 20:58
..Auk þess sem þetta er einmitt búið að kosta nógu mikið.
-Sérstaklega í ljósi þess að niðurstaðan úr spjallinu í stjórnlagaráði eða stjórnlagaþingi eða "what ever" á eftir að hafa óskaplega lítið að segja fyrir líf venjulegs fólks á Íslandi. Það er alveg öruggt mál.
jonasgeir (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 21:24
Hverju þarf að breyta?Auðlindirnar eru í eigu þjóðarinnar,ekki þarf að breyta því,nema ef menn vilja setja inn ákvæði um að ESB fái óheftan aðgang.Taka út 26 greinina,þá geta stjórnvöld á hverjum tíma valtað yfir þjóðina óheft.Og þessi asi,það er margt þarfara en að skipta þjóðinni í andstæðar fylkingar akkúrat núna.Síðast en ekki síst ef núverandi stjórnvöld fá sínu framgengt þá þurfum við enga stjórnarskrá.
Þórður Einarsson, 28.2.2011 kl. 21:33
Þórður Hvernig færðu það út að auðlindir Íslands séu í eigu þjóðarinnar?
Ófæddur fiskur, hinummegin á hnettinum, sem á eftir að synda alla leið til íslands.
Er að fullu í eigu aðila sem eru búnir að veðsetja þetta ófædda kríli hjá erlendum lánastofnunum.
Svo ertu hræddur um að ESB ætli sér þetta kríli.
Hvað kemur þér það við ..............Ekki átt þú neitt í þessu er það?
Símon (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 21:44
Ragnhildur hefur nokkuð til síns máls. Þessi niðurstaða er ódýrasta leiðin, í öllum mögulegum skilningi þess máls. Svo toppa stjórnvöld sjálf sig í ruglinu, með því að kjósa Ástráð Haraldsson í Landskjörstjórn - aftur. Ótrúlegt.
Baldur (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 22:21
Ragnhildur það er ekki rétt að þetta sé fólkið sem þjóðin kaus. Einungis um 36% kosningabærra manna tóku þátt í þessum skrípaleik af kosningum og hvert og eitt þeirra sem þarna um ræðir fengu bara brot af því.
En þú ert sem sé sammála þeim þingmönnum sem leggja þetta til að álit kjósenda eins og mín sem ekki fór á kjörstað vegna þess hvernig staðið var að þessum kosningum, en einmitt kosningafyrirkomulagið fannst mér allt einn skrípaleikur og ekki nokkur leið að vita hver fengi mitt atkvæði í lokin, varð til þess að ég ákvað að sita heima í mótamælaskyni við allan þennan skrípaleik. Ég á sem sé ekki að fá tækifæri til að velja nýta atkvæði mitt til að styðja eitthvað af þessu fóki í löglegum, almennilega framkvæmdum kosningum???
Eitt er allavega víst að fari þessi tillaga í gegn, mun ég muna í næstu kosningum hvaða þingmenn það voru sem ekki vildu leyfa mér að taka þátt í eðlilegum kosningum fyrir þetta stjórnlagaþing.
Og ég mun aldrei líta á niðurstöðu þessa stjónarskrárráðs, sem tillögu mína. Þessir aðilar eru valdir af fámennri valdaklíku til að umbreyta stjórnarskránni, einmitt lögunum sem öll önnur lög hér á landi byggjast á, og ÞAÐ Á SVO AÐ HEITA ÞJÓÐIN!!!!!!!
Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 23:14
Get ekki annað en tekið undir með Sigurði.
Bergþór Heimir Þórðarson, 28.2.2011 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.