Mánudagur, 28. febrúar 2011
Engir nýir flokkar án klofnings
Íslenska flokkakerfið er hálf-lokað og stórkostlega niðurgreitt með almannafé. Ný framboð eiga þess vegna erfitt uppdráttar. Til viðbótar er þrautin þyngri fyrir ný framboð að finna trúverðuga frambjóðendur; Þráinn Bertelsson náði kjöri við síðustu alþingiskosningar.
Af þessu leiðir að nýir flokkar komast tæplega á koppinn nema sem klofningur úr starfandi stjórnmálaflokkum. Tveir starfandi flokkar á alþingi eru líklegastir til að klofna, Vinstrihreyfingin grænt framboð og Sjálfstæðisflokkurinn.
Almenningi hugnast ekki starfandi stjórnmálaflokkar og við það skapast skilyrði fyrir umsköpun. Framsóknarflokkurinn á þar bestu möguleikana.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.