Framsókn leiði endurnýjun flokkakerfisins

Framsóknarflokkurinn er í bestu stöðunni til að endurskapa flokkakerfið. Framsóknarflokkurinn getur sótt fylgi í jafn ólíka kjósendahópa og þjóðernissinnaða vinstri græna og borgaralega þenkjandi sjálfstæðismenn. Sögulega er Framsóknarflokkurinn öflugur á landsbyggðinni en hefur átt erfitt uppdráttar á SV-horninu.

Lykillinn að árangri Framsóknarflokksins er að flétta saman í trúverðuga stefnu fullveldisstjórnmálum, efnahagspólitík hagsýnnar húsmóður sem eyðir ekki um efni fram og atvinnustefnu sem tekur annars vegar mið af því að hrunskúrkar leika enn lausum hala og þurfa ráðningu og hins vegar að hlussurekstur eins og álver er ekki það sem koma skal.

Framsóknarflokkurinn sýndi ábyrgð þegar hann endurnýjaði forystuna í kjölfar hrunsins. Flokkurinn hefur alla burði til að taka við móðurhlutverki Sjálfstæðisflokksins í íslenskum stjórnmálum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

"Lykillinn að árangri Framsóknarflokksins er að flétta saman í trúverðuga stefnu fullveldisstjórnmálum, efnahagspólitík hagsýnnar húsmóður sem eyðir ekki um efni fram og atvinnustefnu sem tekur annars vegar mið af því að hrunskúrkar leika enn lausum hala og þurfa ráðningu og hins vegar að hlussurekstur eins og álver er ekki það sem koma skal."

Ertu að grínast . Páll.  ?

Kárahnjúkar,einkavæðing bankanna,uppkeyrsla húsnæðislana hlutfall og síðast en ekki síst-kvótakerfið. Ólafur í Samskipum og Finnur Ingólfsson... Meira ?

Sævar Helgason, 28.2.2011 kl. 10:33

2 identicon

Mikið gaman, mikið grín á síðu Páls í dag.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 11:05

3 identicon

He he he...er nú eimreiðarsjálfstæðismaðurinn orðin Framsóknarmaður...he he he...algjört grín. Reyndar er ekki mikill munur á sjálfstæðismönnum og framsóknarmönnum...sama íhaldsafturhaldið uppmálað.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 11:14

4 identicon

þú ert kominn inn í einhverja blindþoku hér á blogginu páll. Lykillinn að árangri Framsóknarflokksins er að losa sig við sigmund davíð í einum hvínandi hvelli. eða áður en hann nær að færa fylgið niður í pilsner styrkinn.

fridrik indridason (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 12:12

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Andstæðingar þessa snjalla stjórnmálamanns, Sigmundar Davíðs eru skíthræddir við hann. Hann er allstaðar að vinna á.

Helga Kristjánsdóttir, 28.2.2011 kl. 12:20

6 Smámynd: Alfreð K

Framsóknarflokkurinn hefur komið verulega á óvart og verið til mikils sóma á undanförnum tveimur árum undir formennsku Sigmundar Davíðs.

http://stormsker.blog.is/blog/stormsker/month/2009/1/

Alfreð K, 28.2.2011 kl. 12:58

7 identicon

Tek undir með öðrum hér.

Mér finnst Sigmundur Davíð mjög vaxandi stjórnmálamaður.

Hann er fær um að hugsa út fyrir kassann.

Það geta aðrir íslenskir stjórnmálamenn ekki.

Aðrir fulltrúar Framsóknarflokksins eru ekki boðlegir.

Rósa (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 15:34

8 identicon

Eg  dáist að Sigmundi Davið   og stið hann einlæglega sem alþingismann og formann framsóknar ! Það mættu margir á Alþingi hoppa hæð sina ef þeir hefðu Gáfur Sigmundar Daviðs  . En  hann er nátturlega ekki vinsæll fyrir að gagnryna og setja fólk upp að vegg með sitt eigið" rugl " það verður engin

Ransý (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 19:33

9 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þú ert frekar hugmyndaríkur um hlutverkaskipan íslenskra stjórnmálaflokka Páll, svo ekki sé nú meira sagt. Að sönnu má segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi gegnt einhvers konar "móðurhlutverki" stjórnmálanna, í merkingunni "kjölfesta" þeirra. Framsóknarflokkurinn mun aldrei gegna slíkur hlutverki - til þess skortir hann heiðarleika, siðferðisstyrk og framtíðarsýn. Framsóknarflokkurinn kann þó að vera gagnlegur haldi "móðirin" í öxlina á honum og leiðbeini svo ekki stefni í óefni.

Slíkt "axlarhald" hefur reynst ágætlega.

Gústaf Níelsson, 28.2.2011 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband