Mánudagur, 28. febrúar 2011
Stærsti kjósendahópurinn er án flokks
Flokkakerfið er að segja skilið við þjóðina hægt en örugglega. Nær annar hver maður sem spurður var í könnun Fréttablaðsins/Stöðvar 2 vildi ýmist ekki svara eða myndi skila auðu í alþingiskosningum. Stjórnmálaflokkarnir hafa gengið svo fram af fólki að það styður engan starfandi flokk.
Ríkisstjórnarflokkarnir vilja hræra í stjórnarskránni með stjórnlagaþingi og stjórnsýslunni með sameiningu ráðuneyta.
Í stað þess að stjórnmálaflokkarnir herji á umhverfi sitt er nær lagi að þeir horfi inn á við. Almenn krafa hlýtur að koma fram um að skrúfa fyrir peningastreymi úr ríkissjóði til flokkakerfis sem þjónar almenningi jafn illa og raun ber vitni.
Stjórnarflokkarnir ná ekki meirihluta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi skoðanakönnun Fréttablaðsins er varla marktækari en aðrar skoðanakannanir þess auma miðils, svo vitnað sé í þennan hérna.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.2.2011 kl. 07:59
Þeir streitast við. Hvað er Sólveig Anna Jónsdóttir t.d. að gera í VG? Á hún að ná óánægjufylginu?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 08:28
Fjórflokkurinn riðar til falls . Í síðasta þjóðarpúlsi Gallup neitaði 1/3 úr slembiúrtaki að gefa upp hollustu við tiltekinn Flokk. Þetta eru einfaldlega staðreyndir málsins.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 08:50
Níumenningarnir sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þeir sögðu alþingi smánarblett á samfélaginu. Örfáum tímum síðar birtist viðbót: Meintum Sjálfstæðisflokk, Framsókn og Samfylkingu. Hringdi Steingrímur brjálaður?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 08:54
Á meðan mótmælendur streitast við að blása lífi í líkið er breytinga ekki að vænta.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 09:04
Þetta er rétt hjá Páli og þessu hafa stjórnmálafræðingar haldið fram um nokkurra ára skeið. Stjórnmálin eiga í alvarlegri kreppu. Sú kreppa lýsir sér m.a. í litlu trausti á stjórnmálaflokkunum og Alþingi. það er furðulegt en stjórnmálin eru svið án siðferðis svipað og viðskiptalífið. prófkjörin og fjármagnið sem þeim fylgir hafa farið langt með að eyðileggja flokkana. Spilling í flokkunum er ekki ný af nálinni. Guðni Th. hefur ritað ævisögu Gunnars Thoroddssen. Gunnar var kosinn á þing fyrir Snæfellinga. Í kosningum var beitt víðtækum mútum eins og lesa má í bókinni.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 09:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.