Sunnudagur, 27. febrúar 2011
Krónan stendur sterkt skv. könnun Stöðvar 2
Þrátt fyrir að öllum heimsins gjaldmiðlum sé stefnt gegn krónunni telja um 40 prósent landsmanna að Íslandi sé best borgið með krónunni. Stöð 2 stóð fyrir könnuninni sem ætlað var að mæla styrk íslensku krónunnar. Í kjölfar hrunsins hefur verið stungið upp á að við tökum um dollara, norska krónu, svissneska franka, evru, japanskt jen. Tæplega 60 prósent aðspurðra töldu einhvern þessara miðla, eða annarra mynta í heiminum, betri en krónuna.
Samkvæmt Eyjunni var spurning Stöðvar 2 svohljóðandi ,,Vilt þú að krónan verði framtíðargjaldmiðill á Íslandi?".
Stöð 2 gaf ekki upp hvort einhverjir vildu pólskt zloty eða simbaweskan dollar né heldur hvort einhverjir aðspurðra voru yfirhöfuð á móti gjaldmiðlum og óskuðu sér vöruskiptaverslunar.
Af stjórnmálaflokkunum kemur Framsóknarflokkurinn best út úr könnun Stöðvar 2, þar á bæ er flestir með krónunni.
Athugasemdir
Hverjar eru niðurstöður? 60% svarenda telja að krónan eigi ekki framtíð fyrir sér. Þeir telja að hún verði ekki gjaldmiðill landsins í framtíðinn. Hvort þetta reynist rétt eða rangt vitum við ekki. Þetta er hins vegar mæling á mati þjóðarinnar eins og það er núna. Tilvísun í eyjan.Tæplega 60 prósent landsmanna vilja skipta út krónunni fyrir annan gjaldmiðil á næstu árum, ef marka má skoðanakönnun sem Stöð 2 birti í kvöld. Aðeins kjósendur Framsóknarflokksins vilja halda í krónuna, en viðsnúningur hefur orðið í afstöðu sjálfstæðismanna frá fyrri könnunum og vill nú meirihluti þeirra annan gjaldmiðil en krónu.
45 prósent landsmanna vilja halda í krónuna en 59,5 prósent vilja taka upp nýjan gjaldmiðil.is :
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 21:30
Mikið er hann Hrafn Arnarson alltaf fljótur að koma með bull í athugasemdir. Það er eins og hann læri bara alls ekki þó honum sé svarað með góðum rökum...
jonasgeir (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 21:35
Textinn er frétt á eyjan.is
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 09:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.