Fullveldisstjórnmál

Frá miðri 19. öld er fullveldið aðalmálefni íslenskra stjórnmála. Þótt almennt sé talað um að stéttastjórnmál hafi vikið sjálfstæðisstjórnmálum til hliðar um og upp úr 1918, þegar fjórflokkakerfið tók á sig mynd, er fullveldið í forgrunni áratugina eftir seinna stríð.

Andstaðan við Nató og herstöðina á Miðnesheiði var innblásin sjálfstæðishugsjón. Þeir sem studdu aðild að Nató og varnarsamning við Bandaríkin tefldu einnig fram röku fullveldis. Í þeirra huga var hernaðarsamstarfið vörn gegn ásælni Sovétríkjanna á norðurhöfum. Á Íslandi var ekki áhugi á ,,finnlandiseríngu" fullveldisins.

Með umsókn Samfylkingarinnar um aðild að Evrópusambandinu, sem alþingi var vélað til að samþykkja 16. júlí 2009, héldu fullveldisstjórnmál á ný innreið sína á aðalsvið íslenskra stjórnmála. Allt annað verður aukageta, hvort sem um er að ræða kvótakerfið, stjórnlagaþing, skattapólitík eða velferðarkerfið.

Sá stjórnmálaflokkur sem best kann að útsetja fullveldisstjórnmálin er með pálmann í höndunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband