Sunnudagur, 27. febrúar 2011
Fullveldisstjórnmál
Frá miðri 19. öld er fullveldið aðalmálefni íslenskra stjórnmála. Þótt almennt sé talað um að stéttastjórnmál hafi vikið sjálfstæðisstjórnmálum til hliðar um og upp úr 1918, þegar fjórflokkakerfið tók á sig mynd, er fullveldið í forgrunni áratugina eftir seinna stríð.
Andstaðan við Nató og herstöðina á Miðnesheiði var innblásin sjálfstæðishugsjón. Þeir sem studdu aðild að Nató og varnarsamning við Bandaríkin tefldu einnig fram röku fullveldis. Í þeirra huga var hernaðarsamstarfið vörn gegn ásælni Sovétríkjanna á norðurhöfum. Á Íslandi var ekki áhugi á ,,finnlandiseríngu" fullveldisins.
Með umsókn Samfylkingarinnar um aðild að Evrópusambandinu, sem alþingi var vélað til að samþykkja 16. júlí 2009, héldu fullveldisstjórnmál á ný innreið sína á aðalsvið íslenskra stjórnmála. Allt annað verður aukageta, hvort sem um er að ræða kvótakerfið, stjórnlagaþing, skattapólitík eða velferðarkerfið.
Sá stjórnmálaflokkur sem best kann að útsetja fullveldisstjórnmálin er með pálmann í höndunum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.