Ingibjörg Sólrún tekur afstöðu gegn Icesave

Icesave-lögin eru pólitísk. Samþykkt eða synjun þeirra ræðst af sannfæringarkrafti þeirra sem mæla með og mót. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrum formaður Samfylkingar tekur afstöðu gegn Icesave-lögunum þegar hún vekur athygli á því að þjóðin er ekki skuldbundin samkvæmt þjóðarétti að greiða Bretum og Hollendingum.

Rök þeirra sem vilja að Íslendingar samþykki Icesave-lögin í þjóðaratkvæði 9. apríl eru m.a. þau að ríkisstjórn Geirs H. Haarde, þar sem Ingibjörg Sólrún var utanríkisráðherra, hafi skuldbundið þjóðina greiða Icesave-skuldina.

Eftir því sem pólitískur sannfæringakraftur fylgjenda Icesave-laga þverr verður líklegra að þjóðin felli lögin úr gildi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Er þetta ekki nokkuð frjálsleg túlkun?

Björn Birgisson, 27.2.2011 kl. 14:04

2 identicon

Þegar fólk sest niður og hugsar þá hvarflar kannski því að það sé eitthvað undarlegt við það að fara að ábyrgjast skuldir manna sem voru á topp 100 lista Forbes fyrir nokkrum misserum og lifa í vellystingum í London, Spáni, Luxemburg og Sviss á meðan stefnuvottar stjórnvalda hita upp hér heima. Kannski verður þeim hugsað til H.C. Andersen og Nýju fata keisarans. Hver vill standa berstrípaður siðferðilega og málefnalega í íslenskri veðráttu?

Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 14:20

3 identicon

Hvet alla til að horfa á Lárus Blöndal í endursýningingu á Silfri-Egils í kvöld!

Íslendingur (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 14:25

4 identicon

Það er eins með þetta eins og allt annað sem kemur frá þessu fólki stjórnarinnar sem halda fram hinu og þessu sem ástæðu fyrir því að þú eigir að borga.

Það eru engin skynsöm rök til þess að samþykkja þessar fjárkröfur Breta og Hollendinga.  ENGIN!

Ekki lagaleg.  Ekki siðferðisleg.  Ekki söguleg. Ekki pólitísk og alls ekki rök réttlætis.

jonasgeir (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 14:26

5 identicon

Ef Malcolm Walker, forstjóri Iceland Foods, fer á Everest eins og hann undirbýr og týnir lífinu þá er Iceland Food verðlítið eða verðlaust og IceSave reikningurinn hækkar um mörg hundruð milljónir punda

Eiga íslenskir skattgreiðendur að eiga allt sitt undir duttlungum áhættufíkla og innheimtudeildarinnar úr IceSave bankanum? Frekar myndi ég leggja íslensku fjárlögin undir í spænska lottóinu.

Áhættan af þessu brölti braskkarlanna er ekki verjandi.

Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 14:34

6 identicon

Láus Blöndal  talar fyrir hönd Rikistjórnar Jóhönnu Sig og co  , það vita allir en þeir sem endilega vilja samþykKja Icesave  GERI ÞAÐ !!  þá verða það þeir sem það gera þeir sem ábyrgðina bera her eftir  !! En ekki sem settu  hrunið af stað  !  þeir halda áfram að  geta vellt ser og hlegið að heimsku samlandans !!!!!!!!!!!  og gefið fokkmerki  .....Við vissum það alltaf   !!!!!

ransý (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 15:32

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég velti fyrir mér hvort það sé nokkuð svo slæmt að fara dómstólaleiðina.

Vinnum við málið er því lokið. Fari svo ólíklega að Bretar og Hollendingar sæki málið fyrir héraðsdómi og vinni það verða þeir að taka við bótum í íslenskum krónum og semja svo við okkur að taka við þeim aftur.

Það ætti að vera skemmtileg hringekja það.

Ragnhildur Kolka, 27.2.2011 kl. 16:33

8 identicon

Lárus færði fyrir því ágæt rök að Icesave III væri skásti samningurinn. Það var skrýtið hins vegar að heyra hann tala um að ef samningurinn væri samþykktur þyrftum við hugsanlega ekki að greiða neitt þar sem búið væri gríðarlega vanmetið en ef við felldum samninginn og þyrftum að greiða bætur, þá gæti það numið hundruðum milljarða.

Hvernig má það vera að við þyrftum að greiða bætur ef búið dekkar tjónið?

marat (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 16:38

9 identicon

Hlustið endilega á viðtalið við Lárus Blöndal í endursýningu eða á netinu. Skuldir "óreiðumanna" sem íslenska ríkið hefur þegar greitt:fé lagt í Sjóvá-Almennar, fé lagt í nýja Landsbankann og aðra viðskiptabanka, fé lagt í sparisjóði,fé lagt í Seðlabankann,,,, listinn er langur og milljarðarnir margir.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 17:01

10 identicon

Ingibjörg Sólrún sagði þetta fljótlega eftir hrun við DV.:

„Mér finnst rétt að það komi fram að meginástæðan fyrir því að ekki var hægt að fara með málið fyrir dóm var sú að ekki mátti leika vafi á að innistæður væru tryggðar. Ef menn féllust á að fá úr því skorið fyrir dómi mundi skapast réttaróvissa um það hvort innistæðutryggingar væru í gildi. Þar með hefði innistæðueigandi á Spáni, í Frakklandi eða annars staðar fengið tilefni til að efast um tryggingarnar og tekið út sparifé sitt. Slík réttaróvissa er óhugsandi.“

"Ingibjörg Sólrún segir að ekki sé hægt að fara með Icesave-málið fyrir dómstóla vegna þess að þá skapaðist réttaróvissa um innistæðutryggingakerfið. „Slík réttaróvissa er óhugsandi.“ Hún segir þó að þetta merki ekki að Íslendingar geti ekki haldið sjónarmiðum sínum á lofti sem fórnarlömb gallaðrar tilskipunar ESB komi til þess að hún verði endurskoðuð. „En það er ekki fallega gert að halda á lofti lausnum sem eru ekki til staðar. Það eru ranghugmyndir að ætla að dómstólaleiðin hafi verið fær,“ segir Ingibjörg Sólrún."

Ætti ekki að vefjast fyrir neinum að Icesave og ESB er sín hvor hliðin á sama peningnum, eins og Evrópusambandið hefur ítrekað komið til skila, en álfurinn Össur einn virðist ekki skilja.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 17:04

11 identicon

Hrafn launaður ESB starfsmaður. 

Og er þá ekkert mál að borga alla reikninga drullusokka í framtíðinni af því að Jóhanna og Steingrímur borguðu allt annað helvítis bull og jafnvel löglausan falsreikninginn Icesave líka?

Segðu okkur hvar þú ætlar að stoppa?

Held að þetta toppi allt "gáfulegt" sem frá þér hefur komið.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 17:10

12 identicon

Ætli Ingibjörg se nú ekki farin að óttast að" Neyðarlögin" verði feld og sjáí þá sængina útbreidda  Ekkert fást útúr Landsbankaútibúinu og Islendinga búna að skrifa undir "AFSAL" Islands ....   FOR EVER  ? Þvi hvað myndum við annað gera ef við SAMÞYKKJUM ??? 

Ransý (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 17:50

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð þið hér að ofan.

Marat, þegar Lárus lætur eins og að upphæðin gæti orðið 47 milljarðar, og jafnvel minni, þá skautar hann alveg framhjá forsendum samningsins.  Og þær eru þrjár.

1.  Þrotabúið liggur ekki á lausu til útgreiðslu, skilanefndin áætlar nokkur ár í endurheimtur.  Á meðan greiðast vextir.

2. Óvissa vegna dómsmála gætu tafið útgreiðslur, þess vegna í mörg ár.  Það hækkar vextina ennþá meir.   Á þeim tíma gætu eignirnar alveg eins rýrnað, eins og að gera ráð fyrir að þær vaxi.  Minni á olíuverðshækkanir vegna óróans í arabaheiminum, yfirvofandi hrun evrusvæðisins, óumflýjanlegt gjaldþrot Bandaríkjanna.  Óvissan sem fylgir hverjum þessum lið, gæti haft áhrif á hagvöxt en mjög skuldsett fyrirtæki (líkt og þau sem eru í LÍ eignasafninum) eru einmitt háð viðverandi hagvexti.

3. Gengisáhætta er innibyggð í samninginn.  Þortabú Landsbankans borgar aðeins 640 milljarða til tryggingasjóðs, en bretalánið er í pundum.   Finnst einhverjum líklegt, svona fyrir utan spámenn Seðlabankans, að gengið haldist stöðugt næstu 7 árin?????

Gammagreining sagði í hlutlausu áliti sínu að miðað við núverandi forsendur væri samningurinn upp á 60 milljarða.  En óvissan er gífurleg sögðu þeir líka.

Hvort trúa menn hlutlausum greiningaraðila, eða manni sem er að verja sinn eigin samning????

Hafa menn góða reynslu af spám Seðlabankans, svona í ljósi Hrunsins???

Góður málstaður þarf ekki á blekkingum að halda,  blekkingar segja mikið um innihald samningsins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.2.2011 kl. 17:53

14 identicon

G2: ég var eingöngu að endursegja það sem Lárus Blöndal sagði í Silfri Egils. Hvort þetta er gáfulegt eða ekki skrifast þá á hans reikning.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband