Forstjóri norska innistæðutryggingasjóðsins: engin ríkisábyrgð

Eftirspurn eftir hlutlægum upplýsingum um það hvort Íslendingum ber að borga Icesave-skuldina er ástæða fyrir því að manna á milli gengur hlekkur í ársgamalt viðtal við Arne Hyttnes forstjóra norska innistæðusjóðsins. Í viðtalinu tekur Arna af öll tvímæli um að EES-reglur kveði á um ríkisábyrgð á bankainnistæðum. EES-reglur mæli aðeins fyrir um að stofnaður skuli innistæðutryggingasjóður. Verði sjóðurinn gjaldþrota er engin bakábyrgð hjá ríkinu.

Eins og segir í viðtalinu

- I EU-direktivet står det eksplisitt at staten ikke har annet ansvar. Kan direktivet likevel tolkes dit hen at staten har ansvar i det øyeblikket et nasjonalt garantifond ikke makter å dekke innskyternes tap etter reglene?

- Det er ikke krav i noe EU-direktiv om at det skal være en statsgaranti, svarer Hyttnes.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Það er löng leið frá þeim bresku og hollensku innistæðueigendum sem tóku yfirvegaða ákvörðun að hætta sínu fé í erlendum netbanka sem bauð eina hæstu ávöxtun sem sést hefur í Evrópu frá stríðslokum. Banka sem var skráður í einu minnsta hagkerfi heims með einn ótryggasta gjaldmiðil í heimi. Þetta fólk tók yfirvegaða áhættu þegar það lagði sitt fé inn á Icesave reikninga Landsbankans.

Það er löng leið frá þessu fólki og að bændum og sjómönnum á Íslandi sem nú eru kallaðir til ábyrgðar og eiga að standa þessu fólki skil á því fé sem það tapaði þegar Landsbankinn fór í þrot. Bændur og sjómenn á Íslandi tóku engar yfirvegaðar ákvarðanir í þessu máli og voru grandalausir að þessar innistæður væru á þeirra ábyrgð.

Að kalla bændur og sjómenn á Íslandi til ábyrgar nú og krefja þá og börn þeirra um greiðslu á þeim innistæðum sem töpuðust í gjaldþroti Landsbankans, það er stærsti glæpurinn í þessu máli öllu.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 27.2.2011 kl. 11:16

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það er skylda hvers ríkis að sjá til þess að innistæðutryggingakerfið sé til staðar, annars fá menn ekki að reka bankastarfsemi. Þetta er augljóst. Þú sem sparifjáreigandi gengur út frá þessu. Í Noregi sitja fulltrúar ríkisvaldsins, fjármálaeftirlitsins í stjórn tryggingasjóðsins. Sem sagt; ríkið skal sjá til þess að tryggingakerfið sé í lagi og hefurt eftirlit með því. Við vitum hvernig fór með íslenska eftirlitskerfið - klikkaði hægri vinstri! Og kerfið hrundi. Hvað segir Árni Hyttenes um þetta allt:- „Fondet har stor egenkapital og låneadgang. Vi ser for oss at vi kan håndtere det som måtte komme. Skulle det oppstå en så stor krise at vi ikke kan håndtere det, er det en systemkrise. Og da vil myndighetene måtte føle ansvar for å opprettholde norsk bankvesen, svarer Hyttnes.“

Ef málið vex okkur yfir höfuð „da vil myndigheterne“ sýna ábyrgð og halda bankakerfinu gangandi. Þetta er á mannamáli að ríkið ber ábyrgð.

Hjálmtýr V Heiðdal, 27.2.2011 kl. 12:23

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Það er rétt sem Hjálmtýr segir um skyldu hvers ríkis varðandi innistæðutryggingakerfið, en skyldan umfram innistæðitrygginarinnar er fyrst og fremst siðferðileg og raunar má fullyrða að sú skylda sé aðeins innanlands. Því hvers virði er samfélagið ef ríkisvaldið reyni ekki að viðhalda stoðunum umfram það sem kerfið segir til um. Þetta er nákvæmlega það sem stjórnvöld gerðu í kjölfar hrunsins sem var„systemkrise“ eins og forstöðumaðurnn orðar það.

Hins vegar kemur eftirfrandi fram í viðtalinu við Arne Hyttnes:

- Har staten et juridisk ansvar da?

- Nei. Det er ingen statsgaranti for innskudd i Norge. Men jeg anser det som svært lite sannsynlig at noe slikt skal oppstå.

Raunar er ástæða til að leita eftir svörum frá forstöðumönnum innistæðutryggingasjóða annarra landa. Mér segir svo hugur um að þar komi góð rök fyrir mig til að segja synja Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.2.2011 kl. 12:59

4 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Sigurður

Það læðist inn þarna ein lítil hugsun: siðferðileg skylda.

Hún er algild held ég og stoppar ekki í tollhliðum.

Hjálmtýr V Heiðdal, 27.2.2011 kl. 13:12

5 identicon

Siðferðileg skylda hvers og hvers vegna skiptir máli.

 Það er ekki siðferðileg skylda íslenks almennings að ætla að leggja af samfélagsþjónustu við eigin þegna til að geta staðið undir fjárkröfum við ríka erlenda borgara í Hollandi og Englandi.

Það er siðferðileg skylda hvers íslendings að vinna gegn slíkri kröfugerð.  

Reyndar alveg með ólíkindum að til sé fólk sem heldur fram svona málflutningi eins og Hjálmtýr.  En þetta fólk heldur víst að ESB taki vel á móti fleiri betlurum í sambandið!

Áður sagði þetta fólk að þetta væri lagaskylda.  Núna siðferðileg skylda... Hvað næst?

jonasgeir (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 13:25

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

En gamli vinur, er ekki rétt það sem forstöðumaður norska innistæðutryggingasjóðsins segir að ríkisábyrgð á innistæðum sé ekki fyrir hend?

Skoðum þá siðferðilegu skyldu ríkisvaldsins. Ég myndi ætla að hún staðnæmist við tollhliðin, eins og þú orðar það, vegna þess að hér átti sér stað „systemkryse“ eins og sá norski sagði.

Verkefnið er nægt innanlands svo við förum ekki að leggja fé til annarra landa þar sem EKKERT kerfishrun átti sér stað. Eignir hins fallna Landsbanka verða að duga fyrir ákvörðunum Breta og Hollendinga að bæta þegnum sínum upp skaðann.

Ef til vill má orða það þannig að gjörningur hafi byggst á siðferðilegri skyldu ríkjanna gagnvart þegnum sínum, um þann lagalega er ég ekki viss.

Íslenska ríkið var ekki einu sinni spurt ráða en fékk það reikninginn.

Í þessu felst engin samþætting á siðferðilegri og lagalegri skyldu. Sú fyrrnefnda er huglæg en sú síðarnefnda byggist á lögum.

Ætlum við að komast upp úr kreppunni í kjölfar hrunsins þarf þjóðin á öllum fjármunum sínum að halda innanlands. Þrotabú Landsbankans stendur Bretum og Hollendingu til boða eins og áður var nefnt.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.2.2011 kl. 13:38

7 identicon

Ef það er mín siðferðis skylda að borga fyrir glæpi útrásarníðinga, hlýtur það að vera rökrétt að ég afpláni fangelsis dóm þessara sömu manna ef/þegar þeir verða dæmdir til fangavistar.

Alex (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 13:40

8 identicon

Afar fróðlegt viðtal víð Lárus Blöndal í Silfri Egils. Hvet menn til að hlusta á málflutning Lárusar. Mjög skynsamlegur og rökfastur málflutningur. Nú mun fara fram kynning á Icesave málinu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna á Ruv. Á grundvelli þekkingar mun þjóðin taka skynsamlega ákvörðun.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 13:44

9 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Vonandi voruð þið að hlusta á Silfur Egils - Blöndalinn.

Hjálmtýr V Heiðdal, 27.2.2011 kl. 13:44

10 identicon

Já Hjálmtýr ég horfði á Blöndali hjá Agli,og hann sagði það sína prívat skoðun að við  ættum ekki að borga. Dómstólaleiðina ætti að fara bætti hann við. Þá spyr ég hvernig er hægt að fara í kynningarferð um Icesave fyrir þjóðaratkvæðagreisluna,kynna okkur það hvernig við eigum að vera þæg og bljúg að borga skuldir þjóðnýðingana , ræningjana, óþokkana. NEI ICESAVE.

Númi (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 14:29

11 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það eru allir miklar hetjur þegr tími gefst til - og mörg slagorð hægt að kyrja um þor-karlmennsku - borgum ekki skuldir óreiðumanna osfrv. En þið sem kusuð Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn - síðast 2007 þegar Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig 3 sætum - þið skuluð líta ykkur nær og hætta sverðaglamrinu. Hlustið á Lárus Blöndal og Ragnar Hall. Eins og segir í laginu: to everything there is a season.

Hjálmtýr V Heiðdal, 27.2.2011 kl. 14:42

12 identicon

Er bæði búin að hlusta áður á Blöndalin,og Ragnar Hall,en það er greinilegt að við höfum ekki sömu skoðun á ummælum þeirra.

Númi (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 14:54

13 identicon

VIÐBÓT::::::

                          N E I     I  C  E  S  A  V  E

Númi (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 14:55

14 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Kæri Númi

Þetta er ekki spurning um skoðun - heldur skilning. Þú getur haft skoðanir á öllu sem snýst og hreyfist - en þú verður að skilja líka svo að málið gangi upp.

Hjálmtýr V Heiðdal, 27.2.2011 kl. 15:23

15 identicon

Þú Hjalmtýr, ert greinilega MJÖG skilningsRÍKUR  JÁ-maður.

Númi (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 15:32

16 identicon

Áhugavert að sjá borgunarsinna benda á málflutning Lárusar sem stóra sannleikann, eins og þeir heldur betur drulluðu yfir hann allt fram að deginum í dag. 

Sömu augsýnilega skilja ekki að Lárus telur að okkur ber ekki nein lagaleg skylda að greiða neitt og það hefur ekkert breyst frá því að hann og Stefán Már Stefánsson prófessor í alþjóðalögum skrifuðu allar 15 greinarnar um lagalegan rétt þjóðarinnar og okkur bæri engar lagalegar skyldur til að greiða neitt af ólögvarinni kröfunni, sem og álit ESA sem þeir félagar tættu í sig.

Málið er að hann er lögfræðingur og samningamaður nýja samningsins með að bjóða sátt er hann að tryggja sig að bera ekki ábyrgð ef málið tapaðist eftir að við neituðum að borga.  Hann einfaldlega treystir ekki ESA og EFTA dómstólnum né viðbrögðum Evrópusambandsins, sem allan tíman hefur komið því skýrt til skila að Icesave og ESB er sín hvor hliðin á sama peningnum.  Innganga í Evrópuparadísina yrði ekki möguleg og EES úr sögunni. 

Það kom skýrt fram í svari Ingibjargar Sólrúnar í viðtali við DV fljótlega eftir hrun, þegar hún skýrði út á hvað málið gengi.:

„Mér finnst rétt að það komi fram að meginástæðan fyrir því að ekki var hægt að fara með málið fyrir dóm var sú að ekki mátti leika vafi á að innistæður væru tryggðar. Ef menn féllust á að fá úr því skorið fyrir dómi mundi skapast réttaróvissa um það hvort innistæðutryggingar væru í gildi. Þar með hefði innistæðueigandi á Spáni, í Frakklandi eða annars staðar fengið tilefni til að efast um tryggingarnar og tekið út sparifé sitt. Slík réttaróvissa er óhugsandi.“

"Ingibjörg Sólrún segir að ekki sé hægt að fara með Icesave-málið fyrir dómstóla vegna þess að þá skapaðist réttaróvissa um innistæðutryggingakerfið. „Slík réttaróvissa er óhugsandi.“ Hún segir þó að þetta merki ekki að Íslendingar geti ekki haldið sjónarmiðum sínum á lofti sem fórnarlömb gallaðrar tilskipunar ESB komi til þess að hún verði endurskoðuð. „En það er ekki fallega gert að halda á lofti lausnum sem eru ekki til staðar. Það eru ranghugmyndir að ætla að dómstólaleiðin hafi verið fær,“ segir Ingibjörg Sólrún."

Varðandi "siðferðisskyldur"  er sjálfsagt að skoða "gott siðferði" Breta og Hollendinga í gegnum söguna.  Eins og td. hvernig þeir hafa hagað málum og viðskilnað við nýlendur sem þær mergsugu.  Var ekki siðferðið í góðu lagi þá?  Hvað með þær sem þær herjuðu á og myrtu íbúa í?  Hvað með bætur fyrir hátt í 150 sjómennina sem íslenska þjóðin missti í stríðinu við að reyna að fær sveltandi Bretum mat?  Var þjóðin þá kannski 150 þúsund?  Hvernig væri að þeir sem eru þjakaðir af samviskubiti og siðferðið er að sliga, að þeir umreiknuðu þá tölu yfir á Breta í daga til glöggvunar og jafnvel Bandaríkin svona til að sjá hlutfallsviðmiðun.  Ætli þeim bregði ekki við að sjá útkomuna. 

Það sem getur fellt þjóðarbúið er svipuð upphæð og einn kaffibolli á mann í Bretaríki.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 16:59

17 identicon

Mál ESA er ekki rekið sem svo að það sé skylda íslenska ríkisins að bera ábyrgð á innstæðutryggingasjóðum, heldur að það sé skylda íslenska ríkisins að koma upp slíkum sjóði sem sé ekki bara til málamynda, heldur geti raunverulega tryggt innstæður.

Því miður er líklegra en ekki að íslenska ríkið verði dæmt ábyrgt af því að hafa fúskað við stofnun tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (kemur það einhverjum á óvart?). Við það fellur ábyrgðin á íslenska ríkið.

Forstjóri norska innstæðutryggingasjóðsins var ekkert að fjalla um þetta og það er enn eitt villuljósið sem Palli kveikir með því að halda því fram að ummæli hans skipti hér einhverju máli.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 17:50

18 Smámynd: Halldór Jónsson

Af hverju liggur svona á ? Af hverju má ekki bíða ? Af hverju á að borga vexti af tryggingabótum?

Halldór Jónsson, 27.2.2011 kl. 18:08

19 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ríkjunum er í sjálfsvald sett hvernig þau fjármagna sjóðinn.  Það er ríkjanna að útfæra þá skyldu sem er í lög leidd að einstaklingum er veittur sá réttur að eiga lágmarks bótarétt ef á reynir.   Eg veit um nokkur Lönd innan EES þar sem rikið er í bakábyrgð eða svona aukaábyrgð fyrir fjármögnun sjóðsins með einum eða öðrum hætti.

Sjáið td. sænska kerfið.  þeir eru ekkert að tvínóna við þetta þeir svíarnir:

,,Deposit insurance is a state-provided guarantee of deposits in all types of accounts at banks, securities companies and some other institutions. It means that you, the saver, are compensated by the state if an institution goes bankrupt."

https://www.insattningsgarantin.se/en/

þá kann einhver að segja:  Ja, þetta hefur komið til í banaveseninu haustið 2008 og er bráðaðgerð o.s.frv. -þar er svarið nei!  þetta var sett í þetta form í byrjun árs 2008  (var áður að einhverju leiti í svipuðu formi og á ísl. held eg, þe. að sjóður var prívat stofnun að forminu til)

Í byrjun 2008 var þetta fært undir sjálft  Riksgäldskontoret.

Helst á að það séu bara þó nokkur ríki sem hafi kerfið sambland af prívat og opinberri umsjón og jármögnun.

Enda væri það eðlilegast.  Augljóst er þau réttindi sem ríkið færir einstaklingum,  (á evrópuleveli ,,confer a right on individuals)  með dírektífi 94/19 eru þess eðlis að ríkinu ber skylda til að sjá svo um að þau séu uppfyllt.  þau innifela ,,obligation of result" sem kallað er í evrópufræðum.  Skuldbindingu sem við sólarlag felst í bótarétti einstaklinga.

Og með ofansagt í huga rifjast upp orð norska lagaprófessorsins sem velti mikið vöngum er hann heyrði speki 2-3 lagaséffa hérna uppi - og svo stundi hann loks uppúr sér:  Til hvers halda íslendingar að tryggingarkerfið sé?  Og þá setti alla íslendinga hljóða, má segja.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.2.2011 kl. 23:07

20 identicon

Hér er nýlegt álit Seðlabanka Evrópu varðandi "Review of

Directive 94/19/EC on Deposit-Guarantee Schemes (DGS)""Ríkisábyrgð gengur gegn Art. 101 of the Treaty"Sjá spurningar 37 og 39 bls 11 og 12:"Funding arrangements must comply with the monetaryfinancing prohibition laid down in the Treaty,and in particular with the prohibition of nationalcentral banks providing overdraft facilities orany other type of facility within the meaning ofArt. 101 of the Treaty".http://www.ecb.int/pub/pdf/other/eurosystemsstanceoncommissionsconsultationondepositguaranteeschemes200908en.pdf

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 15:27

21 identicon

Jamm...þetta er spurning ?

Directive 94/19/EC of the European Parliament and of the Council of 30th May, 1994 (Official Journal ofthe European Communities L 135, 31st May, 1994) on deposit guarantee schemes harmonizes minimum deposit insurance coverage, but also in its Preamble discourages governments from providing funding to their deposit insurer: “… the cost of financing suchschemes must be borne, in principle, by credit institutions themselves ….” At the same time,there are limitations, imposed by the EC Treaty, on the ECB and/or the Euro area national central banks´ lending to governments or institutions (article 101), which limit the possibility of central bank financing of deposit insurance schemes. There are also limitations on the EU Community’s ability to "bail out" governments and/or public entities (article 103).
 

Article 101

1. Overdraft facilities or any other type of credit facility with the ECB or with the central banks of the Member States (hereinafter referred to as "national central banks") in favour of Community institutions or bodies, central governments, regional, local or other public authorities, other bodies governed by public law, or public undertakings of Member States shall be prohibited, as shall the purchase directly from them by the ECB or national central banks of debt instruments.

Article 103

1. The Community shall not be liable for or assume the commitments of central governments, regional, local or other public authorities, other bodies governed by public law, or public undertakings of any Member State, without prejudice to mutual financial guarantees for the joint execution of a specific project. A Member State shall not be liable for or assume the commitments of central governments, regional, local or other public authorities, other bodies governed by public law, or public undertakings of another Member State, without prejudice to mutual financial guarantees for the joint execution of a specific project.

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband