80/20 reglan staðfest

Um átta af hverjum tíu Íslendingum eru í góðu lagi fjárhagslega og könnun Eurobarometer staðfestir í grófum dráttum athuganir Seðlabanka Íslands á fjárhag heimilanna. Þau 20 prósent sem eru í vanda héldu þjóðfélaginu í helgreipum í mánaðavís með hverskyns upphrópunum og kröfum um að ríkisvæða íslensk heimili vegna þess að fimmtungur þeirra var í vanda.

80/20 prósent reglan er kennd við félagsvísindamanninn Paretó og segir að hlutföllin eigi við margvísleg fyrirbæri í heiminum. Fjárhagsstaða íslenskra heimila fellur undir regluna.

Það má velta fyrir hvort íslensk heimili stæðu jafn vel og raun ber vitni ef tvær aðstæður hefðu ekki verið fyrir hendi. Í fyrsta lagi gengislánadómur Hæstaréttar og í öðru lagi gildur séreignasparnaður sem fleytti mörgum yfir erfiðustu mánuðina eftir hrun. 


mbl.is Flestir segja fjárhaginn góðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áróðursdeild Evrópusambandsins,er komin á fullt,þarna er notuð aðferð sem þekkt er hjá spilltum valdhöfum einræðisríkja. Útkoman handstýrð,og fyrir utan það að þetta er móðgun gagnvart þjóð vori,þá er einnig Samfylkingarfnykur af þessu,fnykin finn ég  þó þrælkvefaður sé.

Númi (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 14:24

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Styðst ekki Eurobarometer við innlend gögn.....sem sagt: frá Seðlabanka íslands. Þá er engin furða þótt þeim beri saman.

Baldur Hermannsson, 26.2.2011 kl. 14:33

3 identicon

Hitler sagði að almenningur væri heimskur og gleyminn. Hann var einn í heiminum eins og Palli. Þetta gildir um íslendinga meðan þeir ekki koma saman og mótmæla kröftuglega STRAX svonefndri verðtryggingu lána (les: arðráni). Matur er að hækka, olían osfrv. Almenningur borgar af lánum en eftirstöðvar hækka! Er þetta ekki heimsmet í heimsku?????? Af hverju er þetta ekki annarsstaðar í þróuðum ríkkjjum? Þó vextir hækkuðu e-ð í staðinn væri það mun skárra. Þá væri þó hægt að gera áætlanir sem ekki er hægt með arðránsvísitölu! RÍSUM UPP STRAX! Annars eru orð Hitlers í fullu gildi!

Hnefinn (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 14:36

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hnefinn heimtar verðbólgu og ...... Hitler.

Baldur Hermannsson, 26.2.2011 kl. 14:41

5 identicon

Þú er frægur fyrir að snúa öllu upp í rassgatið á þér Skugga-Baldur Soldierson! Þínum líkum finnst það best þannig.

Hnefinn (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 14:51

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sem sagt engin furða þótt maður sé með eilíft harðlífi.

Baldur Hermannsson, 26.2.2011 kl. 15:20

7 identicon

Baldur, útúrsnúningur þinn á fyrri dagsönnum ummælum Hnefans eru vonandi frekar byggð á fákunnáttu fremur en þrælslund. Lesið þessa stuttu en frábæru grein Ólafs Margeirssonar:

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/verdtrygging-eilifdarvelin-sem-brast?page=2&offset=-5

Svo getið þið báðir vel við unað eftir það.

Íslendingur (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 15:52

8 Smámynd: Steinarr Kr.

Eurobarometer.  Er það ekki sama könnunin og mældi mikla ánægju með íslenska landherinn?  Er mark á henni takandi?  Það er ekki hægt að velja að einhver hluti sé í lagi, ef uppistaðan í könnuninni er vitlaus.

Steinarr Kr. , 26.2.2011 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband