Grísk uppreisn í Brussel

Grísk vinkona Íslendinga, Maria Damanaki, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins braut siðvenjur í Brussel í vikunni. María úthúðaði vinnuveitanda sínum fyrir niðurskurðarhörkuna gagnvart Grikklandi.

Evrópa á ekki bara að vera markaður heldur félagslegt og pólitískt verkefni, sagði María á opnum fundi með fulltrúum evrópskra verkalýðsfélaga. Framkvæmdastjórnin talar einu máli og uppreisn Maríu gegn yfirlýstri stefnu ESB sýnir að þanþol sambandsins er við að bresta.

ESB er í þeim vanda að félagsleg og pólitísk samstaða, sem María krefst, verður aðeins fjármögnuð með skattfé Þjóðverja. Og Þjóðverjum fannst nóg um þegar milljarðar ofaná milljarða voru fluttir frá vesturhluta Þýskalands í austurhlutann við sameiningu þýsku ríkjanna.

Óhugsandi er að pólitísk samstaða verði um það í Þýskalandi að fjármagna ríkissjóðshalla óreiðuríkjanna í Suður-Evrópu. Þar stendur hnífurinn í kúnni og krafa Maríu um peninga heim til Grikklands fellur í grýttan jarðveg þeirra sem eiga að borga fyrir félaglega og pólitíska verkefnið sem heitir Evrópusambandið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband