Römm er sú taug

Sterkust andstaða við aðild Noregs að Evrópusambandinu er í Sogn og Fjarðarfylki á vesturströndinni þar sem átta af tíu eru andvígir aðild. Vestur-Noregur er frá fornu fari vestrænn, sótti til Írlands, Skotlands og eyjanna þar fyrir norðan, Hjaltlandseyjar og Orkneyjar. Frá þessum slóðum byggðust Færeyjar og Ísland.

Í þjóðaratkvæði Norðmanna um aðild að Evrópusambandinu árin 1972 og 1994 sóttu stuðningsmenn aðildar helst atkvæði á Oslóarsvæðið og þá hluta Noregs sem tengdastir eru meginlandi Evrópu. Andstaðan var mest í vestri og norðri.

Íslendingar horfa bæði í austur og vestur í samskiptum við aðrar þjóðir. Nærumhverfi okkar eru þjóðir með sömu hagsmuni og við, Grænlendingar, Færeyingar og Norðmenn. Utanríkisstefna Íslands hlýtur að byggja á forsendum strandríkja. Hvers vegna í veröldinni liggur í Brussel umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

               Dettur í hug snobb,ekkert annð.

Helga Kristjánsdóttir, 26.2.2011 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband