Afsögn ríkisstjórnar skapar traust í útlöndum

Stjórnarkreppur þekkjast í öllum vestrænum ríkjum. Nágrannar Hollendinga, sem við deilum við vegna Icesave-uppgjörs, eru Belgar og þeir hafa verið án ríkisstjórnar í tæpt ár. Til að skapa trúverðugleika um þjóðaratkvæðagreiðslu okkar um Icesave þarf ríkisstjórnin að segja af sér.

Ef ríkisstjórn Jóhönnu Sig. segir ekki af sér munu grunsemdir vakna erlendis að ríkisstjórn Íslands standi á bakvið stjórnskipunarplott til að losna undan því að greiða Icesave-skuldina.

Bretar og Hollendingar fylgjast með umræðunni hér heima. Það er ekki einleikið, hugsa þeir, að ríkisstjórn Íslands situr þrátt fyrir að hafa í tvígang verið gerð afturreka með Icesave.

Ísland þarf að sýna pólitískan sársauka sem allir skilja. Ríkisstjórninni verður að fórna.


mbl.is Þrýst á Íslendinga að greiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skuldatryggingaálag íslenska ríkisins hefur rokið upp að nýju í kjölfar ákvörðunar forseta Íslands að beina nýjum Icesave samning til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Samkvæmt Markit iTraxx vísitölunni stendur álagið nú í 281 punkti. Það fór lægst í 224 punta í þessum mánuði áður en forsetinn greindi frá ákvörðun sinni. Þar með er álagið aftur orðið hærra en skuldatryggingaálag Spánar sem mælist nú 254 punktar.

Álagið á Ísland stóð hæst í 366 punktum eftir áramótin en hafði farið hríðlækkandi fram að ákvörðun forsetans.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 12:23

2 identicon

Undarleg niðurstaða. Fjarri öllum veruleika. Erlendir aðilar sem hafa báða fætur á jörðinni, þekkja til og velta stöðunni hér fyrir sér spyrja sig fyrst og fremst hvort búið sé að kalla gerendurnar - að þessum voðaverkum sem margumrædd innlánasöfnun var - til ábyrgar.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband