Þriðjudagur, 22. febrúar 2011
Næturbrölt Össurar og lögin
Össur Skarphéðinsson skrifaði í nótt texta sem birtist á Eyjunni eldsnemma í morgun. Í pistlinum er Össur að reyna að skapa sér og ríkisstjórninni vígstöðu með því að hóta stjórnlagaþingskosningum samhliða þjóðaratkvæði um Icesave. Tilgangurinn er að þyrla upp moldviðri til að fela skömm ríkisstjórnarinnar. Einnig grillir í langsótta hugsun um að búa sér til samningsstöðu, þótt taflið sé tapað.
Þegar Össur er búinn að útskýra hvað verður á dagskrá ríkisstjórnarfundar í dag og hvar í heiminum nefndarmenn um málefni stjórnlagaþings er að finna kemur hann sér að kjarna málsins.
Almenn lög um þjóðaratkvæðagreiðslur, sem samþykkt voru síðastliðið sumar, kveða á um að þær skuli halda minnst þremur mánuðum eftir samþykkt alþingis, eins og Vigdís Hauksdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Birgitta Jónsdóttir, Pétur Blöndal og fleiri gætu upplýst þingheim um. Þessi tvö ákvæði fara ekki saman og því er tómt mál að tala um að kjósa um eitthvað fleira en stjórnlagaþing, um leið og greidd eru atkvæði um Icesave-samkomulagið.
Þessi kostulega röksemd sneiðir framhjá þeirri staðreynd að ef Össur og félagar ætla að halda stjórnlagaþingskosningar samhliða Icesave þarf að samþykkja ný lög þess efnis. Og þar með þurfa að líða að minnsta kosti þrír mánuðir fram að kosningum. Af því leiðir að kosningar til stjórnlagaþings geta ekki farið fram samhliða Icesave-kosningum.
Össur Skarphéðinsson ætti að finna sér annað tómstundamál en lagaumræðu.
Athugasemdir
Þykir nátttröllið ekki slarkfær í kynlífi laxfiska?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 19:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.