Þriðjudagur, 22. febrúar 2011
Tvennan ómögulega og ríkisstjórnin
Steingrímur J. og Jóhanna Sig. hótuðu forseta að segja af sér ef hann synjaði staðfestingar Icesave-lögum. Eftir synjun Ólafs Ragnars hótaði Jóhanna Sig. að fara fram með stjórnlagaþingskosningu, Össur Skarphéðinsson ítrekar þá hótun í Morgunblaðinu í dag. Ráðherrar sem ganga fram með þessu hætti gera ekki annað en að auglýsa tapaðan málstað.
Ríkisstjórnin er innikróuð og þegar Icesave-samningurinn verður felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir sex til átta vikur verður ríkisstjórnin að segja af sér.
Viðskiptaráð mun ekki fá þjóðina til að samþykkja Icesave, forysta Sjálfstæðisflokksins ekki heldur. Eina von ríkisstjórnarinnar til að fá tvennuna ómögulegu, halda velli og fá Icesave samþykkt, er að aftengja Icesave við ESB-umsóknina.
Með því að draga tilbaka umsóknina um aðild að ESB skapar ríkisstjórnin sér nýja vígstöðu.
Steingrímur íhugaði afsögn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.