Mánudagur, 21. febrúar 2011
Hvernig má slíta í sundur Icesave og ESB-umsókn
Afdrif þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave ráðast af afstöðu þjóðarinnar til umsóknar um aðild að Evrópusambandinu. Í huga almennings er Icesave inngöngumiði inn í Evrópusambandið. Þjóðin borgar ekki fyrir byssukúlurnar sem eiga að drepa fullveldið. Af því leiðir er enginn möguleiki er að Icesave fái framgöngu að óbreyttri stöðu umsóknarinnar.
Aftengja má Icesave við ESB-umsóknina með einföldum hætti. Meirihluti alþingis getur samþykkt að draga umsóknina tilbaka.
Tveir flokkar sem eru stórlega skaddaðir af Icesave og umsókninni gætu náð vopnum sínum með því að setja aftengingu á oddinn. En það eru fáir dagar til stefnu. Brátt verða skotgrafirnar svo djúpar að ekkert breytir afstöðu manna - og þá er Icesave-frumvarpið dautt.
Athugasemdir
Ég viðurkenni að ef ESB hefði ekki verið á döfinni þá hefði málið verið öðruvísi með Icesafe.
Valdimar Samúelsson, 21.2.2011 kl. 23:25
Svo má ekki gleyma helsta ávinningi þess að neita að greiða ólögvarinn falsreikninginn, að okkur verður ekki hleypt inn í Evrópusambandið sem við þyrftum hvort er eð að borga með okkur álíka upphæðir á ári og þeim sem þyrfti ef við tækjum Icesave samningnum. Það heitir að slá tvær flugur í einu höggi með að losna við Icesave og ESB með að hafna Icesave falsreikningnum og nota peningana í eitthvað gáfulegra.
Varla getur fræðimaðurinn í kynlífi laxfiska, Össur utanríkis borið á móti því mikið lengur að Icesave er aðgangseyrir að Brussel-dýrðinni, eftir nýjustu yfirlýsingar Hollendinga, sem að vísu hafa ítrekað hótað að standa í vegi fyrir inngöngu ásamt Bretum, þó svo Baugsfylkingin og Össur sannsögli hafa alla tíð reynt að ljúga öðru til.
…….
„Hver er þessi Jóhann Baugsson sem var alveg óður á Bessastöðum í dag?“
http://andriki.is/
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.