Mánudagur, 21. febrúar 2011
Afsögn stjórnarinnar getur bjargað Icesave
Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar munu segja já við Iceave í þjóðaratkvæði. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar munu segja nei. Sjálfstæðisflokkurinn er klofinn til helminga. Þegar dregur nær kosningum mun þeim sjálfstæðismönnum fækka sem sjá ástæðu til að framlengja líf ríkisstjórnar Jóhönnu Sig.
Eina leiðin til að fá þjóðina til að samþykkja Icesave er að ríkisstjórnin segi af sér.
Mælikvarði á sannfæringu Jóhönnu og Steingríms J. fyrir Icesave er hvort þau séu tilbúin að fórna ráðherraembættunum sínum fyrir samþykkt.
57,7% myndu samþykkja Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við samþykkt Icesave þrjú á Alþingi voru fyrstu Icesave lögin felld úr gildi, þar með talin áttunda grein þeirra sem hljómaði svo:
8. gr. Endurheimtur á innstæðum.
Ríkisstjórnin skal þegar í stað grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana sem þarf til að endurheimta það fé sem safnaðist inn á Icesave-reikningana. Í þeim tilgangi skal ríkisstjórnin fyrir 15. október 2009 hafa frumkvæði að samstarfi við þar til bæra aðila, m.a. yfirvöld í Bretlandi, Hollandi og Evrópusambandinu, og óska aðstoðar þeirra við að rekja hvert innstæðurnar af Icesave-reikningunum voru fluttar. Ríkisstjórnin skal fyrir árslok 2009 semja áætlun um hvernig reynt verður að endurheimta það fé sem kann að finnast.
Í því skyni að lágmarka ríkisábyrgð samkvæmt lögum þessum skal ríkisstjórnin einnig gera ráðstafanir, í samráði við þar til bæra aðila, til þess að þeir sem kunna að bera fjárhagsábyrgð á þeim skuldbindingum sem stofnast hafa vegna Icesave-reikninganna verði látnir bera það tjón.
Hreyfingin lagði fram breytingartillögu um að setja þessa grein aftur inn en hún var felld af meiri hluta þings, þar með talið sjálfstæðismönnum. Með því að fella út þessa grein dregur verulega úr því að hinir seku verði dregnir til ábyrgðar.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 19:20
Páll, ég held að þetta sé ekki rétt greining hjá þér. Ég hallast heldur að því að kjósendur muni ekki fylgja flokkslínum jafn þétt og þú gerir ráð fyrir. Held að þjóðin vilji losna við þetta mál. Komið er nóg.
Björn Birgisson, 21.2.2011 kl. 19:27
Það eru nú ekki alveg allir jafn miklar rolur og þeir sem nú segjast vera orðnir leiðir.
Æ, æ. Þetta er svo leiðinlegt! Auðvitað er það leiðinlegt að hafa skrifað fyrir samþykktum þessara stærstu yfirfærslu einkaskulda yfir á almenning og sjá svo hve hroðalega vitlaust það hefur verið.
Fyrir utan. Hvernig í veröldinni dettur fólki í hug að þjóðin losni við málið með því að samþykkja greiðslur þar sem tékkin er óútfylltur og meira en nóg fyrir af reikningum?
Sumir eru bara ekki mark á takandi!
jonasgeir (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 19:39
Þessi helmingur Sjálfstæðismanna gæti minnkað um segjum 20-25%. Orðið t.d. 40-37.5%. Það þýddi að flokkurinn væri enn klofinn og ekki gott að fara í kosningar þannig. Tölfræðilega er ólíklegt að fylgi við skoðun breytist um helming, hvað þá heldur meira. Auðvitað mun þetta ekki verða niðurstaðan en líkurnar á samþykkt eru miklar.
stefan benediktsson (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 19:47
70% þingmanna samþykktu samninginn. 60% þjóðarinnar vilja fá að kjósa. 60% munu segja já. Stjórnin heldur velli.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 20:06
Hrafn þú segir að ef 60% munu segja já að þá muni stjórnin halda velli heldurðu virkilega að þó þetta væri ekki samþykkt að stjórnin mundi segja af sér, þessi stjórn fór í eina þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem hún var felld með yfir 90% af atkvæðum og samt sagði hún ekki af sér. Hún fer ekki frá fyrr en þau verða borin út af alþingi.
hjörleifur (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 20:13
60% þjóðarinnar ætlar að segja já. Þessi tala á eftir að hækka þegar fólk kynnir sér málið betur. Skynsemin mun ráða afstöðu fólks en ekki reiði. reiðin er eðlileg vegna þess að bankaræningjarnir ganga enn lausir. Þeim verður að refsa. Tökum eftir þessu; bæði Ragnar Hall og Lárus Blöndal hafa lýst því yfir að þeir styðji samninginn. Mikill fjöldi fólks mun taka afstöðu eins og þeir.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 20:25
Hrafn. 60% þjóðarinnar munu kjósa já.
Ertu ekki til í að segja mér lottótölurnar fyrst þú ert svona glöggur á framtíðina.
TÆP 60% af 771 sem spurðir voru, þarf ekkert endilega að endurspegla raunverulega niðurstöðu. Sjáum hvað setur.
H. Valsson (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 20:58
Ef Bjarni Ben tæki sig nú til og tæki einn viðsnúning svona eins og Jóhrannar og/eða Nágrímur eru þekkt fyrir þá gæti hann snúið þetta úr höndum WC og Samspillingar.
Þetta er því í raun í höndum Sjálfstæðisflokksins og það kæmi mér ekki á óvart að ef að þetta færi í gegn að WC yrði ýtt út á kant og Sjallarnir færu í eina sæng með Samspillingu.
Einn ein "reyk-bakherbergja-samningurinn"
Óskar Guðmundsson, 21.2.2011 kl. 21:13
Það var kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave og forsetinn svaraði því kalli. Vísbendingar eru um að þjóðin muni samþykkja samninginn.
En þá bregður svo við, ef marka má bloggskrif þeirra sem hvað ákafast kölluðu eftir kosningunni, að þeir muni ekki að sætta sig við niðurstöðuna!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.2.2011 kl. 21:31
Það kemur ekki til greina að ég samþykki Ícesafe, á meðan ríkisstjórnin og alþingi standa sig alls ekki í að afnema bankaleynd, kyrrsetja og klófesta glæpapakkið og þýfið, skapa gegnsæi það sem lofað var.
Það er sannarlega enn maðkur í mysunni, eins og Elín Sigurðardóttir bendir á hér ofan.
Og að taka út 8. greinina og þar með ábyrgð ríkisstjórnar að klófesta glæponana er 4flokka samspillingunni eilíf skömm.
Og Íslendingar verða að gera upp hug sinn hvort við hlustum á 4flokka samspillinguna. Og leifum þeim að ýta ábyrgð þjóðarinnar fram fyrir ábyrgð gerendanna. Glæpapakksinns sem rændi Landsbankann innanfrá.
Og mútaði síðan núverandi alþingismönnum og ráðherrum, hægri og vinstri. Með sömu peningum.
Til að leysa þessi mál verðum við ekki bara að losna við ríkisstjórnina, alla heldur alt hrunapakkið sem á alþingi situr.
Og tryggja að rétta fólkið sé fyrst og fremst gert ábyrgt fyrir Ícesafe. Það er ekki þjóðin.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 21:48
Óskar er með uppnefnin á hreinu: Jóhrannar, Nágrímur og Samspilling. Aumur er Óskar að tækla fólkið, en ekki málefni þess. Ég minnist frásagnar af manni sem hét einmitt Óskar. Honum var falið að vera fjósamaður í suðlægri sveit. Ekki fórust honum störfin vel úr hendi, svo illa reyndar að bóndinn kallaði hann aldrei annað en Fjóskar. Fjós-skar. Kannski var það við hæfi.
Björn Birgisson, 21.2.2011 kl. 21:49
Skil ekki hvað það þýðir að bjarga ICESAVE. Við ættum að hafna með öllu þessum ICESAVE glæp og kolfella og ég trúi ekki öðru en landsmenn geri það. Og sammála jonasgeir (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 19:39
Elle_, 21.2.2011 kl. 21:51
Hrafn. Þú skrifar.:
"Tökum eftir þessu; bæði Ragnar Hall og Lárus Blöndal hafa lýst því yfir að þeir styðji samninginn."
ÞETTA ER HAUGALYGI EINS OG ALLT SEM FRÁ ÞÉR KEMUR....!!!!
Er þér fyrirmunað að fara rétt með?
Lárus Blöndal var í viðtali í dag á Bylgjunni og sagðist ekki ætla að segja skoðun sína af eða á hvort að það ætti að samþykja samninginn eða hafna. Það væri ekki við hæfi að þeir sem voru ráðnir til að semja væru að úttala sig um málið. Það væri annarra að gera.
Síðan var hann spurður varðandi þá fullyrðingu margra að engin lög segðu að okkur bæri að greiða nokkuð. Hann sagði að hann að vísu hafi verið einn að þeim, og skrifað 17 greinar með Stefáni Má Stefánssyni prófessor í alþjóðalögum um að engin lagaleg skylda væri á að greiða Icesave.
Hann var spurður hvort að hann hafi skipt um skoðun varðandi það. Lárus svarað... NEI....!!!!
Lárus var í viðtali á Hrafnaþingi fyrr í vetur fljótlega eftir að samninganefndin kom heim, þá svaraði hann því skýrt að hans skoðun hafi styrkst eftir samningavinnuna, varðandi það að engar lagalegar skyldur hvíldu á þjóðinni til að greiða Icesave og að málið eigi að fara dómstólaleiðina.
Enn einu sinni spyr ég.: Hver borgar launin þín í þessum endalausu langloku og lygaskrifum 24/7 fyrir Baugsflokkinn og Evrópusambandið... aðrir en þá hið opinbera... við..????
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 23:07
G2;lestu þetta um afstöðu Lárusar;http://www.visir.is/domsmal-margfalt-ahaettusamara/article/2011346590159 og þetta um afstöðu Ragnars;http://eyjan.is/2011/02/21/ragnar-hall-ekki-radlegt-ad-fella-samninginn/
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 08:59
Ólafur Ragnar hefur staðið sig sem sönn lýðræðishetja og frá hans bæjardyrum séð hefur málið aldrei snúist um annað en lýðræðisleg princip. Þeir sem ekki skilja það skortir alla menntun, fágun og næmni þá sem þarf til að þekkja þann anda sem hefur stírt Vestrænni menningu frá dögum frönsku byltingarinnar. Þeir eru því sem blindir og heyrnarlausir væru, sem fáfróðir túristar í eigin landi og skilja ekki sinn eigin uppruna. Slíkir menn sjá bara ímyndaðar andstæðar fylkingar, rautt og blátt, já og nei, hægri og vinstri, hvíta og svarta, homma og gagnkynhneigða, kristna og múslima, bullum og ruglum. En það hefur bara ekkert með raunveruleikan og frelsið að gera og er þeirra eigin ímyndun. Lifi sannleikurinn og lifi lýðræðið!
Pálmi (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 09:45
Hrafn. Ég hlustaði á þessi tvö viðtöl við Lárus, sem þú hefur augljóslega ekki gert eða þykist ekki hafa gert, fyrir utan að ég þekki ágætlega til hans, og er full ljóst hver hans afstaða er. Þau eru annars aðgengileg á netinu og örugglega fyrir þig.
Brekkan Árni Páll Árnason sagði í pontu þingsins í dag að samninganefndin ætti eða væri besti aðilinn til að kynna þjóðinni samninginn. Það var nefnilega það. Og Lárus er væntanlega sammála því ekki satt...??? Hvers vegna ekki ekki að fá sem útskýringameistara spunatrúða eins og Þórólf Matthíasson froðufellandi eða Svavar Gests glæsisamningsmann? Ef einhverjir eru óhæfir að kynna samninginn, þá eru það örugglega samningamennirnir og stjórnarliðar og pólitískir spunatrúðar yfirleitt. Það þarf að tryggja að hlutlausir aðilar sjá um slíkt sem ekki eru skipaðir af stjórnvöldum eða flokkunum. Forsetinn ætti að vera mjög vel til þess fallinn.
En hvers vegna svarar þú því ekki til um hver borgar þér launin við ESB og stjórnvalda lygaspunann, þegar þú þráspyrð Pál hver borgi honum og?
Varla ertu að fara að stofna hagsmunafélag til að samræma kauptaxta.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 14:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.