Grískt gjaldþrot og íslenskt nei

Grikkland stendur frammi fyrir gjaldþroti, spurningin er aðeins hvenær og hvernig evru-ríkin (les Þýskaland og Frakkland) láta það gerast. Í samanburði við yfirvofandi grískt gjaldþrot er íslenska Icesave-nei-ið léttvægt í efnahagslegum skilningi.

Íslenska nei-ið gæti á hinn bóginn hraðað ferlinu í Grikklandi. Greiðsluvilji afkomenda Platóns og Sókratesar er þaninn til hins ýtrasta með kröfum um að selja ríkiseigur á brunaútsölu.

Hugmyndir ferðast hratt og eru aðlagaðar aðstæðum. Íslenskt Icesave-nei gæti orðið að grísku evru-nei-i.


mbl.is Aðrir gætu fengið hugmyndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vona það svo sannarlega. Guð blessi Grikkland. Grikkland er merkilegra en öll hin Evrópulöndin til samans og hátt yfir það hafið að vera í einhverju ESB bulli með þessu pakki.

Baldur (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 17:30

2 identicon

Er ekki komin tími að almenningur í ÖLLUM löndum neyti að greiða fyrir skuldir bankanna og annarra fjármálafyrtækja,og koma stjórnmálaelítunni í skilning um að fólk er búið að fá nóg af slíkum gjörningum,segjum því NEI við skuldum banka sem eru búnir að stunda skipulagða glæpastarfsemi í mörg ár.

magnús steinar (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 17:45

3 identicon

Magnús Steinar hefur lög að mæla.

Yfirgnæfandi meirihluti þessara peninga hefur aldrei verið til.  Þeir voru búnir til í þeim tilgangi einum að skapa þræla.  Bankar heimta raunveruleg verðmæti í formi eigna og vinnu í stað lána sem þeir búa til úr nánast engu.

Björn I (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 17:59

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Það rímar ágætlega, skuldir banka, gera alla blanka.

Helga Kristjánsdóttir, 21.2.2011 kl. 18:08

5 Smámynd: Starbuck

Sammála öllu hér að ofan

Það kæmi mér ekki á óvart að evrópska fjármálaelítan sýni okkur klærnar ef við höfnum Icesave III.  Þá er bara að standa í fæturnar og sýna hugrekki og baráttuþrek.  Okkar barátta getur vel orðið hvatning fyrir kúgaðan almenning í öðrum löndum.

Starbuck, 21.2.2011 kl. 18:26

6 identicon

Er 2003-2007 ofmetningur Íslendinga aftur kominn af stað?

Icesave-reikningar Landsbankans voru verðlaunaðir, kannski að Icesave-Neiið fái sömu verðlaun.

Crash Crash

Valgeir (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband